Morgunblaðið - 31.07.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.07.2017, Qupperneq 29
Gestir Endurútgáfa bókarinnar vakti athygli margra og viðstaddir fylgdust spenntir með kynningu og lestri. Morgunblaðið/Árni Sæberg » Endurútgáfu bókarinnarKonan í dalnum og dæt- urnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín var fagnað í Eymunds- son Austurstræti um helgina. Hrafnhildur Hagalín, rithöf- undur og dótturbarn höfundar, las úr bókinni sem kom fyrst út 1954 og rekur sögu Moniku Helgadóttur á Merkigili í Aust- urdal. Þá var Monika 53 ára að aldri og bjó á hinu afskekkta býli með sjö dætrum og einka- syni. Í sex áratugi hefur bókin verið umsetin í fornbókaversl- unum og á bókasöfnum. Bóka- útgáfan Sæmundur gefur bók- ina út og fylgir hún nákvæmri eftirgerð fyrri útgáfu með stuttum eftirmála sem unninn er í samvinnu við Skarphéðin Jóhannesson, einkason Mo- niku. Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín endurútgefin Upplestur Hrafnhildur Hagalín rithöfundur las upp úr bókinni. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Kviðdómur í Los Angeles hefur komist að þeirri niðurstöðu að dán- arbú Michaels Jacksons beri að greiða Quincy Jones 9,4 milljónir dala (um 976 milljónir ísl. kr.) í vand- goldnar höfundarréttargreiðslur vegna laga á borð við „Billie Jean“ og „Thriller“. Samkvæmt frétt The Guardian fór Jones fram á 30 millj. dala í málsókn sem hann höfðaði fyr- ir nærri fjórum árum, en á móti bauð dánarbúið ríflega 390 þúsund dali. „Málsóknin snerist aldrei um Michael, heldur um að standa vörð um vinnuna sem við unnum öll í upp- tökuverinu og arfleifðina sem við sköpuðum. Þó að niðurstaðan sé langt frá því sem ég sóttist eftir er ég þakklátur kviðdómnum fyrir að dæma mér í hag,“ skrifar Jones í yf- irlýsingu. Howard Weitzman, lög- maður dánarbúsins segist gáttaður á niðurstöðunni sem verði áfrýjað. „Við erum vonsvikin“. Við dómshaldið réðist Weitzman harkalega að Jones og sagði hann þegar hafa grætt nóg á Jackson, en tekjur Jones af umræddri tónlist voru 8 millj. dala fyrstu tvö árin eftir andlát Jackson samanborið við 3 millj. síðustu tvö árin sem hann lifði. „Þú átt ekki skilið að fá launahækk- un. Þú getur ekki fengið meira af peningum Michaels Jackson,“ sagði Weitzman m.a. við Jones, sem á móti svaraði því til að hann væri ekki að sækjast eftir peningum, heldur við- urkenningu á framlagi sínu. Þegar Weitzman við vitnaleiðslur spurði Jones hvort hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri í reynd að fara í mál við Jackson svaraði Jones reiður: „Ég er ekki að lögsækja Michael. Ég er að lögsækja ykkur öll.“ Í dómskjölum kemur fram að Jones krafði dánarbúið og Sony Mu- sic Entertainment um greiðslur fyr- ir framlag sitt á Off the Wall, Thrill- er og Bad. Í kröfunni var á það bent að dánarbúið hefði látið endur- hljóðblanda lögin til að reyna að svipta Jones réttmætum greiðslum. Forsvarsmenn dánarbúsins vildu að- eins greiða Jones fyrir flutningsrétt laganna, en Jones fór fram á hlut- deild í heildarinnkomu þeirra. Deilt var um túlkun samninga frá 1978 og 1985, en Jackson og Jones áttu árum saman gjöfult samstarf. Dánarbúinu gert að greiða Jones Michael Jackson Quincy Jones SÝND KL. 8, 10 SÝND KL. 4, 7, 10 SÝND KL. 8SÝND KL. 10.20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. 2D KL. 4, 6 ENSK. 2D KL. 4, 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.