Morgunblaðið - 31.07.2017, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.07.2017, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2017  Þorsteinn Bachmann leikstýrir verðlaunaverkinu Smán eftir Ayad Akhtar í þýðingu Auðar Jónsdóttur og Þórarins Leifssonar sem leikhóp- urinn Elefant frumsýnir í samstarfi við Þjóðleikhúsið í Kúlunni 11. sept- ember. Verkið fjallar um Amir og Emily sem bjóða vinahjónum heim. Þegar samræður berast skyndilega inn á óvænta braut fara uppruni, kyn og kynþáttur matargesta að skipta máli. Spurt er hvort einstaklingar séu haldnir fordómum sem þeir vilja ekki kannast við. Leikarar eru Hafsteinn Vilhelmsson, Jónmundur Grétarsson, Magnús Jónsson, Salóme R. Gunn- arsdóttir og Tinna Björt Guðjóns- dóttir. Leikmynd og búninga hannar Páll Banine, Borgar Magnason semur tónlist og Jóhann Friðrik Ágústsson hannar lýsingu. Morgunblaðið/Kristinn Smán í Þjóðleikhús- inu 11. september  Kvartettinn Kurr kemur fram í Sig- urjónssafni annað kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30. Kurr skipa Valgerður Guðnadóttir söngkona, Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari, Guðjón Steinar Þorláksson kontrabassaleikari og Erik Qvick slag- verksleikari. Á efnis- skránni eru þjóðlög og suðrænir tangó- ar sem margir hverjir eru spunnir og undir áhrifum djass- tónlistar. Kurr í Sigurjónssafni Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik vann báða vináttulandsleiki sína gegn Belgíu, sem þó er mun ofar á heimslistanum en Ísland. Benedikt Guðmundsson, körfuknattleiks- sérfræðingur Morgunblaðsins, reifar skoðanir sínar á frammi- stöðu liðsins í blaðinu í dag. Segir hann aldrei hafa verið jafn erfitt að velja lands- liðshóp Ís- lands og nú. »6 Aldrei jafn erfitt að velja landsliðshópinn Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Þetta hefur gengið mjög vel og hefur verið að stækka smátt og smátt,“ segir Sif Traustadóttir, sem heldur uppi fræðslu fyrir gælu- dýraeigendur á netinu frá heimili sínu á Ítalíu. „Fyrir tveimur árum ákvað ég að fara í húsbílaferðalag um Evrópu. Ferðalagið varði í næstum því hálft ár og á því áttaði ég mig á að mig langaði eiginlega ekkert að koma til baka,“ segir Sif og hlær en hún ákvað í kjölfarið að setjast að á Ítal- íu sem hafði lengi verið uppáhalds- landið hennar. „Ég endaði í raun- inni bara á að keyra bílinn þangað og sjá hvort ég gæti unnið fyrir mér á netinu frekar en að reyna að leita að vinnu þarna úti sem dýralæknir því ég veit að það er mjög erfitt,“ segir Sif en hún lærði dýralækn- ingar bæði í Danmörku og Banda- ríkjunum og hefur starfað sem smádýralæknir á höfuðborgar- svæðinu í þónokkur ár. Fyrir rúmu einu og hálfu ári byrjaði hún svo með þjónustuna á netinu. Mikið lærdómsferli Sif vinnur allt sitt efni heiman frá sér en er einnig með litla skrifstofu þar sem hún getur tekið upp mynd- bönd en fræðslan er enn sem komið er aðallega miðuð við hunda. Sif reiknar þó með að vera einnig með eitthvað fyrir ketti í náinni framtíð. „Síðan er öll á íslensku núna en ég er að vinna að því að þýða hana yfir á ensku til þess að færa út kvíarnar,“ seg- ir Sif en hún vonast til þess að fræðslan geti nýst fólki alls staðar í heim- inum. „Það hefur verið mik- il vinna að búa til vef- síðuna og sérstaklega fyrir mig sem er menntuð sem dýralæknir en ekki tölvusérfræðingur,“ segir Sif og hlær. „Ég hef þurft að læra alveg gríðarlega mikið um hvernig skal búa til heimasíðu, taka upp mynd- bönd og klippa þau. Þetta hefur verið mikið lærdómsferli fyrir mig,“ segir Sif en hún stendur ein á bak við síðuna. Nú hefur hún hins vegar fengið tæknimann til aðstoðar svo hún geti einbeitt sér betur að því að búa til efni. „Það er alveg endalaust sem fólk vantar upplýsingar um og fræðslu.“ Sif segir að vefsíðan hafi verið mikil áhætta og hún hafi þurft að gera ráð fyrir að vera með lágar tekjur til að byrja með. „Ég bara ákvað hins vegar að taka sénsinn og sé ekki eftir því.“ Dýralæknir á vefnum  Rekur heima- síðuna frá heimili sínu á Ítalíu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dýralæknir Sif Traustadóttir býr á Ítalíu og heldur uppi dýralæknaþjónustu á netinu þar sem má nálgast alls konar fróðleik. Hún er meðal annars með námskeið sem fara einnig alfarið fram á netinu. „Heimasíðan mín heitir sif- dyralaeknir.is og þar er ég með alls konar greinar og fræðslu fyrir gæludýraeigendur,“ segir Sif, en hún heldur einnig úti námskeiðum á netinu sem fólk getur keypt sér aðgang að. „Námskeiðið er alfarið á net- inu svo fólk getur tekið það í tölvunni heima hjá sér. Þar er ég með fræðslu um alls konar efni, til dæmis hvað á að gera ef sá vandi kemur upp að hundurinn gelti of mikið eða þjáist af aðskiln- aðarkvíða. Síðan er ég líka með net- námskeið fyrir gæludýraeigendur í fyrstu hjálp,“ segir Sif og bætir við að hún sé einnig með einkaráðgjöf ef fólk er í vandræðum. „Flest námskeiðin eru þannig að fólk getur horft á efnið þegar því hentar. Ég er til dæmis með nám- skeið um atferli og þjálfun hunda sem er heilsdagsnámskeið.“ Námskeið alfarið á netinu BÝÐUR UPP Á ALLS KONAR FRÆÐSLU VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Besti árangur Ólafíu Þórunnar 2. Hundruðum barna rænt á … 3. Undirbýr Pence að taka við … 4.Húsafell í kastljósi New York … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 10 til 17 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari og víða smáskúrir, en létt- skýjað V-til fram á kvöld. Hiti 12 til 19 stig að deginum, hlýjast SV- lands, en 7 til 13 stig á N- og A-landi. VEÐUR Gríðarleg spenna var í bik- arkeppni FRÍ á laugardag- inn. Eftir æsispennandi keppni um sigurinn á milli ÍR og FH var það Breiðholts- félagið sem bar sigur úr býtum í heildarstigakeppn- inni, en aðeins eitt stig skildi liðin að. ÍR varð bikar- meistari með 81 stig og FH tók annað sætið með 80 stig. Breiðablik hafnaði í þriðja sæti heildarkeppn- innar með 53 stig. »8 ÍR sigraði FH með minnsta mun Topplið Vals getur náð átta stiga for- skoti á Stjörnuna takist liðinu að vinna botnlið ÍA á heimavelli í kvöld. Stjarnan gerði 2:2-jafntefli í Vestmannaeyjum í gær í fyrsta leik 13. umferðar deildarinnar. Mikið gekk á í leiknum og voru dæmdar þrjár vítaspyrnur auk þess sem hinn reyndi leikmaður Stjörnunnar, Eyjólfur Héð- insson, fékk rauða spjaldið. » 4-5 Valur getur aukið for- skot sitt á Stjörnuna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.