Fréttablaðið - 09.01.2018, Page 8

Fréttablaðið - 09.01.2018, Page 8
Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hringhurðir, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Sendibíll ársins 2017. Nýr Crafter. Við látum framtíðina rætast. Alþjóðlegur sendibíll ársins 2017. Nýr Volkswagen Crafter er hannaður með þarfir iðnaðarmanna að leiðarljósi. Fyrsti sendibíllinn með 8 þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Crafter er betri en nokkurn tímann áður en hægt að velja um fjölda útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Sendibíll verð frá 5.970.000 kr. m/vsk Pallbíll verð frá 5.610.000 kr. m/vsk Héðinn hefur störf hjá Tannlæknaþjónustunni Tannlæknaþjónustan.is Reykjavík Valhöll, Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík Selfoss Austurvegur 10 800 Selfoss Hella Suðurlandsvegur 3 850 Hella Meðfram störfum mínum á Höfn í Hornafirði hef ég hafið störf hjá Tannlæknaþjónustunni, Valhöll Háaleitisbraut 1,105 Reykjavík. Ég býð gamla og nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tímapantanir í síma 482-3333. Við tökum vel á móti þér Héðinn Sigurðsson tannlæknir Reykjavík Bandaríkin Fjölmiðlar í Bandaríkj- unum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetafram- boð fjölmiðlamógúlsins og fyrrver- andi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undir- tekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíð- inni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkja- menn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svört- um klæðum til þess að sýna sam- stöðu með þolendum kynferðis- legrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verð- launahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosning- Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu Ræða Opruh Winfrey á Golden Globes hlaut góðar undirtektir. Frægðarmenni skora á hana að fara í forsetaframboð. Winfrey sjálf ýjað að áhuga sem og lýst því yfir að hún ætli ekki í framboð. Kærastinn segir að hún myndi taka slaginn. 47% sögðust frekar vilja kjósa Winfrey en Trump í mars. anna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosn- ingum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræð- unni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vin- irnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitj- andi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur  einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í septem- ber tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólk- inu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis mögu- leika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 pró- senta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan.  thorgnyr@frettabladid.is 40% sögðust frekar vilja kjósa Trump. EvrópusamBandið Útgjöld Evrópu- sambandsins verða að vera meiri en eitt prósent af vergri landsframleiðslu sambandsins þrátt fyrir útgöngu Bret- lands úr ESB. Þessu lýsti Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á fundi í gær um næstu sjö ára fjárlög Evrópusambandsins sem taka eiga gildi árið 2021. Juncker sagði að á þessum fjár- lögum þyrfti að einblína á sameigin- leg verkefni ríkja ESB, til að mynda varnar mál, öryggismál, innflytjenda- mál, loftslagsmál og landbúnað. „Bret- ar munu yfirgefa okkur. Þess vegna þurfum við að finna leiðir til þess að bregðast við milljarða evra tekjutapi.“ Að sögn Günthers Öttinger, fjár- málastjóra ESB, þarf að fylla upp í tólf til þrettán milljarða evra gat eftir Brexit. Það samsvarar um 1,5 billj- ónum íslenskra króna. Juncker sagði að þótt ráðist yrði í endurskoðun og nútímavæðingu verkefna og stefna ESB þyrftu aðildar- ríki að dæla auknu fé í sambandið vegna nýrra sameiginlegra verkefna „Það er einfaldlega ekki hægt að fjár- magna þessi verkefni með einungis prósenti af auði Evrópu.“ – þea Vill aukin útgjöld þrátt fyrir Brexit 9 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r i ð j u d a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -E D 5 4 1 E B 0 -E C 1 8 1 E B 0 -E A D C 1 E B 0 -E 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.