Fréttablaðið - 09.01.2018, Page 10

Fréttablaðið - 09.01.2018, Page 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að mennta-málum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé for- senda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viður- kenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkis- stjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skóla- stigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfis- breytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kenn- arastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara Laun fram- haldsskóla- kennara þurfa að vera samkeppnis- hæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Reykjavík endurspeglar alþjóðlega þróun. Borgarbúar víðsvegar í heiminum hafa í aukn- um mæli snúið baki við hægri og íhaldsflokk- um. H E I L S U R Ú M ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 20-60% AFSLÁTTUR! A R G H !!! 1 00 11 8# 4 VAXTALAU SAR GREIÐSLUR Í 12MÁN. * OG FYRSTA GREIÐSLA Í APRÍL! (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) Leitað að arftaka sjómannsins Atvinnuvegaráðuneytið hefur efnt til samkeppni um gerð úti- listaverks á austurgafl Sjávar- útvegshússins við Skúlagötu 4. Gaflinn varð mjög umdeildur í fyrra þegar málað var yfir mynd af sjómanni sem hafði prýtt hann. Sökinni var skellt á Hjörleif Guttormsson, náttúru- fræðing og fyrrverandi alþingis- mann og ráðherra. Hann býr í nágrenni við húsið og lét verkið fara í taugarnar á sér. Ekki síst þar sem því var klastrað á vegg- inn án þess að fara í gegnum hefðbundið stjórnsýsluferli. Að þessu sinni gætir ráðuneytið að öllum leikreglum og verk- ferlum þannig að Hjörleifur hlýtur í það minnsta að fá sinn andmælarétt áður en nýju verki verður komið fyrir. Klámskjöldur stjórnsýslunnar Fréttir af mikilli ásókn í klám- síður úr tölvum á breska þing- inu hafa vakið heims athygli. Ætla má að hjá ríki og borg á Íslandi sé ástandið mun betra. Hjá Reykjavíkurborg er með öllu bannað að opna klám- síður í tölvum og byggingum borgarinnar. Og á Alþingi munu aldrei hafa komið upp nein slík mál. Þingheimur virðist vera svo vandaður og vel siðaður að varla hefur þurft að huga að sér- stökum klámvörnum eða setja hömlur á netvafur starfsfólks þingsins og kjörinna fulltrúa. thorarinn@frettabladid.is Framboðsmál Sjálfstæðismanna í borginni eru vandræðaleg. Fyrir áramót var tilkynnt að borgarstjóraefni flokksins fyrir kosning-arnar í vor yrði kosið í prófkjöri. Valnefndir myndu síðan sjá um að raða fólki á lista þar fyrir neðan. Mannval Sjálfstæðismanna í borginni hefur verið frekar óspennandi í lengri tíma, og segja má að enginn leiðtogi hafi náð flugi frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi flokkinn. Sumir segja að Sjálf- stæðismenn hafi varla verið svipur hjá sjón í borginni síðan Davíð Oddsson fór í landsmálin seint á síðustu öld. Margir hafa fengið að spreyta sig en jafnóðum endað á pólitískum ruslahaug. Markús Örn Antons- son, Árni Sigfússon, Björn Bjarnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson og nú síðast Halldór Halldórsson. Allir hafa þessir leiðtogar farið sneypuför. Í allmörg ár hefur staðan verið sú, að varla er hægt að reikna með að fólk sem ekki er upptekið af pólitík muni eitt einasta nafn úr forystusveit flokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ná ekki flugi og hljóta að vera farnir að venjast því að láta starfs- systkin af vinstri vængnum skyggja á sig. Jón Gnarr olli straumhvörfum. Hann afhelgaði embættið, kom til dyranna eins og hann var klæddur og sýndi að góð stjórnun snýst fyrst og fremst um að þiggja góð ráð en ekki þykjast hafa ráð undir rifi hverju. Sterki leiðtoginn var gerður hlægilegur. Vopnin voru þar með slegin úr höndum Sjálfstæðis- flokksins, sem jafnan hefur hampað sterkum foringja. Það er því ærin ástæða fyrir flokksmenn að hreinsa til. Þetta snýst ekki bara um foringja, heldur þarf að tryggja fjölbreytileika og gott mannval með því að velja líka í sætin þar fyrir neðan. Nú er flokknum mikill vandi á höndum. Þeir einu sem tilkynnt hafa um framboð, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúar, eru ágæt- lega frambærilegt fólk, en hvorugu tekið fagnandi í baklandinu. Aðrir kostir hafa einn af öðrum helst úr lestinni: Svanhildur Hólm, Marta Guðjónsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Borgar Þór Einarsson, Páll Magnússon, Ásdís Halla Bragadóttir, Halla Tómasdóttir og nú síðast Jón Karl Ólason. Fortíðardraugur úr borginni, Björn Bjarnason, stakk meira að segja upp á því að Framsóknarmaðurinn Frosti Sigurjónsson yrði dreginn á flot. Sennilega verður Reykjavík aldrei aftur höfuðvígi Sjálfstæðismanna. Ólíklegt er að þeir nái nokkru sinni hreinum meirihluta eins og reglan var fyrir tilkomu R-listans árið 1994. Reykjavík endurspeglar alþjóð- lega þróun. Borgarbúar víðsvegar í heiminum hafa í auknum mæli snúið baki við hægri og íhaldsflokkum. Hvað sem því líður hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að eiga mikið inni í borginni. Flokksmenn leita nú logandi ljósi að nýrri vonarstjörnu. Skyldi hún finnast eða heldur niðurlæging Sjálfstæðismanna í Reykjavík áfram? Lýst eftir bjargvætti 9 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D a G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -D 9 9 4 1 E B 0 -D 8 5 8 1 E B 0 -D 7 1 C 1 E B 0 -D 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.