Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2018, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 09.01.2018, Qupperneq 11
Flutnings- og dreifikerfi raf-orku eru mikilvægur hluti af innviðum nútíma þjóðfélags. Flutningskerfi Landsnets flytur raf- orkuna á hárri spennu frá virkjun að tengivirki, þar sem spennan er lækkuð og afhent til dreifiveitu eða annarra notenda og dreifiveitan dreifir orkunni til sinna notenda. Í lofti eða í jörð Til þess að hægt sé að flytja og dreifa raforkunni þarf raflínur. Þær eru annaðhvort í lofti eða jörð. Dreifikerfin, sem rekin eru á mun lægri spennu en flutnings- kerfin eru að stórum hluta komin í jörðu. Strengvæðing flutningskerfa gengur hins vegar hægar, enda eru raffræðilegar áskoranir þar erfiðari viðureignar auk þess sem kostnað- ur og umfang við jarðstrengslagnir vex með hækkandi spennu. Hér á landi hafa þó jarðstrengslagnir verið ráðandi í nýlögnum á lægri spennustigum í flutningskerfinu. Í raforkukerfinu er aflið samsett úr tveimur þáttum; raunafli sem er sá hluti aflsins sem skilar vinnu og launafli sem skilar engri vinnu en sveiflast fram og til baka. Jarð- strengur er þannig uppbyggður að hann framleiðir umtalsvert meira magn af launafli en loftlína með sambærilega afkastagetu. Laun- aflsframleiðslan er í réttu hlutfalli við annað veldi spennunnar, sem þýðir til dæmis að jarðstrengur framleiðir fjórfalt meira launafl á 132 kV spennu en hann myndi gera á 66 kV spennu. Launafl hefur bein áhrif á spennuna í kerfinu og er gagnlegt upp að vissu marki, til dæmis til þess að viðhalda spennugæðum. Verði launaflið hins vegar of mikið, getur það farið að hafa neikvæð áhrif á kerfisreksturinn, til að mynda vegna erfiðleika við spennustýringu í kerfinu. Styrkur eða stífleiki Svokallað skammhlaupsafl er mælikvarði á styrk eða stífleika kerfisins og gefur þar með upp- lýsingar um það hversu vel kerfið getur staðið á móti áhrifum laun- aflsins á kerfisreksturinn. Skamm- hlaupsaflið er mismikið eftir tengipunktum og eru nokkrir þættir sem hafa áhrif á það, s.s. nálægð við virkjanir, möskvun kerfisins og spennustig. Í íslenska flutningskerfinu er skammhlaup- saflið mest á Suður- og Suðvestur- landi, sem helgast af því að þar eru flest af stærstu orkuverum lands- ins og kerfið er þar þéttriðnast, þ.e. tengipunktar tengjast saman með mörgum, sterkum flutningslínum. Sem dæmi má nefna að útreiknað Jarðstrengir í raforkukerfi – Takmörkuð auðlind? Magni Þór Pálsson verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti skammhlaupsafl í 220 kV tengi- virkinu á Geithálsi er um sjöfalt hærra en í 132 kV tengivirkinu á Rangárvöllum við Akureyri. Innbyrðis áhrif og heildstætt mat Ólíkur styrkur kerfisins milli land- svæða er meginástæða þess að svig- rúm til jarðstrengslagna er mis- munandi. Þar sem kerfið er sterkt er meira rými til þess heldur en þar sem styrkurinn er lítill. Einnig þarf að hafa í huga að jarðstrengs- lagnir innan sama svæðis hafa inn- byrðis áhrif. Til dæmis hafa jarð- strengslagnir í dreifikerfinu áhrif á mögulegar jarðstrengslengdir í yfirliggjandi flutningskerfi á sama landsvæði. Þetta gildir að sjálf- sögðu einnig í hina áttina. Við hjá Landsneti höfum lengi bent á það að af þessum sökum þurfi að meta jarðstrengslagnir með heild- stæðum hætti, sbr. t.a.m. skýrsluna „Jarðstrengslengdir í meginflutn- ingskerfinu – Mat á mögulegum jarðstrengslengdum í nýju 220 kV flutningskerfi á Norður landi – Kerfisgreining“, mars 2017. Skipu- lagsstofnun hefur tekið undir þetta með óyggjandi hætti í nýlegu áliti stofnunarinnar um mat á umhverf- isáhrifum Kröflu línu 3. Þurfum að nýta möguleikana Af framansögðu er ljóst að til þess að nýta megi á sem bestan hátt það svigrúm sem er til jarðstrengslagna í flutningskerfi raforkunnar, þarf að rannsaka hvert tilfelli gaumgæfi- lega. Þar sem möguleikar til jarð- strengslagna í íslenska flutnings- kerfinu eru ef til vill minni en víða annars staðar, er afar nauðsynlegt að nýta möguleikana á sem bestan hátt. Það er mikilvægt að til sé skýr stefna frá hendi stjórnvalda og að hún sé höfð að leiðarljósi. Ítarlegri umfjöllun um jarð- strengi má finna á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is Þar sem möguleikar til jarðstrengslagna í íslenska flutningskerfinu eru ef til vill minni en víða annars staðar, er afar nauðsynlegt að nýta möguleikana á sem bestan hátt. Það er mikilvægt að til sé skýr stefna frá hendi stjórnvalda og að hún sé höfð að leiðarljósi. Skál fyrır skóla LÍFFRÆÐI EFNAFRÆÐI NÆRINGARFRÆÐI JARÐFRÆÐI ÍS L E N S K A/ S IA .I S/ N AT 8 55 39 0 8/ 17 S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 9 . J A n ú A R 2 0 1 8 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 0 -C F B 4 1 E B 0 -C E 7 8 1 E B 0 -C D 3 C 1 E B 0 -C C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.