Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 16
Japanski verkfræðingurinn Kenichi Yamamoto, sá er bjó til Rotary-vélina, er fallinn frá 95 ára að aldri. Yamamoto fæddist í Hiroshima en útskrifaðist sem verkfræðingur frá Tokyo Imperial University árið 1944. Hann sneri aftur til fæðingarstaðar síns eftir seinni heimsstyrjöldina aðeins til að finna æskuheimili sitt í rústum eftir kjarnorkusprenginguna í Hiroshima, auk þess að fá þær fréttir að yngri systir hans hefði dáið í sprengingunni. Til að hjálpa fjölskyldu sinni hóf Yamamoto starf hjá verksmiðju í Hiroshima sem framleiddi trukka. Á aðeins tveimur árum vann hann sig frá því að vera verkamaður upp í yfirmannsstöðu og fékk fljótt það verkefni að hanna nýja vél í bíl sem bera myndi merki Mazda. Fljótlega eftir það var Yamamoto kominn í teymi með öðrum verk- fræðingum hjá Mazda sem höfðu það verkefni með höndum að hanna nokkrar gerðir af Rotary-vél- um sem knýja myndu bíla Mazda, meðal annars hinn goðsagna- kennda Cosmo Sport bíl Mazda með Twin-Rotary vél. Yamamoto hélt áfram að klifra upp virðingarstigann hjá Mazda og var settur yfirmaður rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu á áttunda áratug síðustu aldar. Hann varð for- stjóri Mazda árið 1985 og stjórnar- formaður fyrirtækisins tveimur árum síðar. Undir hans yfirstjórn rann upp blómaskeið Mazda í akstursíþróttum þar sem Mazda hafði meðal annars sigur í LeMans- þolaksturskeppninni árið 1991 með bíl sem knúinn var Rotary-vél. Ári seinna lét hann af störfum hjá Mazda. Faðir Rotary vélarinnar allur Kenichi Yamamoto varð forstjóri Mazda eftir nær fjögurra áratuga starf. Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bílaiðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfest- ingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hins vegar umtalsvert á sölunni en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréf í AB Volvo hafa hækk- að um 50% á þessu ári og er það mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hluta- bréf hafa einnig hækkað mjög undanfarið hjá öðrum trukkafram- leiðendum, svo sem Benz og MAN. Geely kaupir í Volvo Trucks Ólíklegt er að Ford Mondeo verði á meðal framleiðslu-bíla Ford árið 2020, að minnsta kosti er harla ólíklegt að hann verði í boði í Bandaríkjunum þá. Ford hefur tekið ákvörðun um það að framleiðslu hans verði hætt í Mexíkó, en þar eru þeir Mondeo- bílar framleiddir sem seldir eru í Bandaríkjunum, reyndar undir nafninu Fusion. Mondeo er einnig framleiddur fyrir Evrópumarkað í Valencia á Spáni og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta framleiðslunni þar. Mondeo er líka framleiddur í Kína og verður líklega í boði þar lengur, en engir Mondeo-bílar verða fluttir frá Kína til Bandaríkjanna eða Evrópu. Ford hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um dauða Mondeo, en þessar ákvarðanir um að hætta framleiðslunni í Mexíkó og Spáni benda til þess að dagar Mondeo séu brátt taldir. Forstjóri Ford, Jim Hackett, segir að Ford hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um tilvist Mondeo en þessar ákvarðanir bendi til þess að bíllinn eigi ekki framtíðina fyrir sér. Salan hríðfallið á síðustu árum Sala Mondeo í Bandaríkjunum hefur hríðfallið á síðustu árum og í nóvember síðastliðnum minnkaði hún um 22% á milli ára. Mondeo hefur lengi verið langt á eftir Toyota Camry og Honda Accord í sölu vestanhafs, en þessir tveir japönsku bílar hafa verið ráðandi í sölu í þessum stærðarflokki. Á undanförnum árum hefur sala jepplinga og jeppa í Bandaríkj- unum, og reyndar víðar, tekið mikið af sölu bíla í þeim stærðarflokki sem Mondeo er í og sífelldur samdráttur hefur verið í sölu bíla allra framleið- enda í þessum flokki. Því má búast við að fleiri bílaframleiðendur hætti framleiðslu slíkra bíla á næstu árum, en á móti muni jeppum og jepp- lingum fjölga mjög. Ford gæti hætt framleiðslu Mondeo-bílsins Subaru-bílar hafa á síðustu árum runnið út eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og mikill og stöðugur vöxtur verið í sölunni á hverju ári. Nýliðið ár var engin undantekning á því þar sem Subaru seldi alls 647.956 bíla þar. Nýliðinn desember var besti sölumánuður Subaru vestanhafs frá upphafi og seldi fyrirtækið þá 63.342 bíla, eða nálægt því 10% af heildarsölu ársins. Forvitnilegt er að bera saman sölu Subaru-bíla í Evrópu og í Bandaríkjunum, en árið 2016 seld- ust 37.189 Subaru-bílar í Evrópu, eða ríflega 17 sinnum færri bílar en seldust í fyrra í Bandaríkjunum. ⅔ Subaru-bíla seldir í Banda- ríkjunum Reyndar er staðreyndin sú að tveir af hverjum þremur bílum (67,1%) sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum en aðeins 4,6% í Evrópu. Árið 2010 voru Bandaríkin með 48,3% og Evrópa 8,5%. Salan í Asíu er 23,1%. Það hefur gagnast Subaru mjög hvernig samsetning bílgerða þeirra er og bílar eins og Outback, Forester og XV hafa runnið út líkt og jepp- lingar annarra bílaframleiðenda. Sömu sögu er ekki að segja um fólksbíla Subaru, nema nýja gerð Impreza-bílsins, en sala Impreza jókst um 55% í Bandaríkjunum í fyrra. Legacy, BRZ og WRX/STI seldust hins vegar verr í fyrra en árið á undan. Subaru brillerar í Bandaríkjunum Tveir af hverjum þremur bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og þar seljast 17 sinnum fleiri Subaru-bílar en í Evrópu. Subaru Forester. Ford Mondeo árgerð 2017. Volvo trukkur á sýningu. Ákvarðanir um að hætta framleiðsl- unni í Mexíkó og á Spáni benda til þess að dagar Mondeo séu brátt taldir. 9 . j a n ú a R 2 0 1 8 Þ R I Ð j U D a G U R2 B í l a R ∙ F R É T T a B l a Ð I Ð Bílar 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -F C 2 4 1 E B 0 -F A E 8 1 E B 0 -F 9 A C 1 E B 0 -F 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.