Víkurfréttir - 23.01.2003, Page 7
VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 I 7
Jón Marínó Sigurðssonog Helgi Már Hannes-son sem spilað hafa
saman með Léttsveit Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar
í nokkurn tíma og flestir
Suðurnesjamenn ættu að
þekkja hafa ákveðið að fara
í samstarf og leika við ýms-
ar kirkjulegar athafnir, s.s.
brúðkaup og jarðarfarir.
Báðir hafa þeir mikla
reynslu af slíku enda hafa
þeir áður spilað við kirkju-
legar athafnir við mikla
hrifningu ásamt því að spila
við ýmis önnur tækifæri svo
sem á árshátíðum og á jóla-
böllum.
Helgi sagði í samtali við Vík-
urfréttir að þeir félagar
myndu leika viðeigandi dæg-
urlög og væru þeir nú í óða
önn að setja saman lagalista
sem fólk gæti valið úr en
einnig gæti fólk komið með
sér óskir.
Þeir sem hafa áhuga á því að
láta Jón og Helga spila við
slíkar athafnir eru beðnir að
hafa samband við þá í síma:
866-2441, Helgi eða 897-
8073, Jonni.
Tónlist og söngur
við öll tækifæri
Auglýsingasíminn er 421 0000
auglysingar@vf.is
4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:25 Page 7