Víkurfréttir - 23.01.2003, Side 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Páll Ketilsson ritstjóri Vík-urfrétta hefur helgaðhálfri ævi sinni útgáfu
Víkurfrétta. Í vikunni voru lið-
in 20 ár frá því hann stofnaði
hlutafélag um rekstur Víkur-
frétta, þá sjálfur tvítugur að
aldri. Það var 7. janúar 1983
sem Páll keypti Víkurfréttir í
félagi við aðra af prentsmiðj-
unni Grágás.Víkurfréttir
komu fyrst út á Suðurnesjum í
ágústmánuði 1980.
Fljótlega var farið að gefa blaðið
út vikulega en um tíma komu
Víkurfréttir út tvisvar í viku. Í
dag er blaðið gefið út einu sinni í
viku og borið inn á öll heimili á
Suðurnesjum. Í dag eru Víkur-
fréttir í eigu Páls Ketilssonar og
eiginkonu hans, Ásdísar Bjarkar
Pálmadóttur. Hjá Víkurfréttum
ehf. starfa í dag 15 manns í
tveimur starfsstöðvum í Reykja-
nesbæ og Hafnarfirði.
Víkurfréttir ehf. eru alhliða fjöl-
miðla- og útgáfufyrirtæki:
Fréttavefurinn www.vf.is opn-
aði formlega þann 15. júní 1995.
Fyrstu árin var efni blaðsins sett
inn á vefinn vikulega en um ára-
mótin 1999/2000 var farið að
flytja daglegar fréttir á vef blaðs-
ins. Í dag er www.vf.is
langstærsti fréttavefur Suður-
nesja og sá miðill sem stærstu
vefmiðlar landsins treysta á í
fréttaflutningi af Suðurnesjum.
Víkurfréttir ehf. hófu útgáfu á
Tímariti Víkurfrétta vorið
1999. Þar er á ferðinni glæsilegt
tímarit sem tekur á mannlífi Suð-
urnesja á litskrúðugan og
skemmtilegan hátt. Blaðið er að
jafnaði 48-64 síður og hefur ver-
ið metsölutímarit á Suðurnesjum
frá því að kom fyrst út.
The White Falcon er fréttablað
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Víkurfréttir annast útgáfu
blaðsins og hafa einkaleyfi á sölu
auglýsinga í blaðið, sem er það
eina sem dreift er innan varnar-
stöðvarinnar. Varnarliðið skrifar
sjálft allar fréttir í blaðið en aug-
lýsingar eru seldar í gegnum Vík-
urfréttir.
Víkurfréttir ehf. reka sjónvarps-
rás á kapalkerfi Kapalvæðingar
í Reykjanesbæ. Stöðin sendir út
efni í skjámyndaformi og næst á
um 1500 heimilum.
Nýjasta afkvæmi Víkurfrétta-
fjölskyldunnar er vikulegt frétta-
og auglýsingablað í Hafnarfirði,
Garðabæ og á Álftanesi. Blaðið
heitir VF og hefur undirtitilinn
Vikulega í Firðinum. Blaðinu er
dreift í um 11.000 eintökum inn
á öll heimili og fyrirtæki.
Víkurfréttir ehf. eru umboðsaðili
Norðurljósa á Suðurnesjum.
Útgáfufyrirtæki Víkurfrétta 20 ára
Páll Ketilsson með
afmælistertu í tilefni
tímamótanna
og 20 ára afmælis
Víkurfrétta ehf.
Haldinn var kynningar-fundur á vegum Reykja-nesbæjar á verklegum
framkvæmdum bæjarins fyrir
árið 2003 á Ránni sl. mánudag.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
kynnti fyrirhugaðar fram-
kvæmdir fyrir verktökum og
greindi meðal annars frá ýms-
um hugmyndum varðandi
framtíðarskipulag bæjarins.
Í áætlunum Reykjanesbæjar er
gert ráð fyrir að verklegar fram-
kvæmdir árið 2003 kosti tæpan 1
milljarð króna. Meðal annars er
um að ræða umhverf isfram-
kvæmdir fyrir rúmar 95 milljón-
ir, viðhaldsverkefni fyrir 60
milljónir, grjótvarnargarða fyrir
80 milljónir, sjóvarnargarða fyrir
tæpar 110 milljónir og fram-
kvæmdir í Helguvík fyrir 250
milljónir króna. Árni gerði aukið
atvinnuleysi að umtalsefni og
sagði að það besta sem sveitarfé-
lög gætu gert þegar atvinnuleysi
eykst væri að flýta verkefnum á
vegum bæjarins og það væri ver-
ið að gera með þessari áætlun.
Verklegar
fram-
kvæmdir
fyrir tæpan
milljarð
Bergvegur 16,Keflavík.
112m2 einb. með 4 svefnh. og
36m2 bílskúr auk 72m2 útihús
fyrir léttan iðnað. Nýtt þak, raf-
magn, afgirtur pallur með heitum
potti. 13.400.000.-
Hafnargata 82, Keflavík.
133m2 efri hæð og ris. 3ja herb.
á miðhæð og einstaklingsíbúð í
risi sem er í útleigu.
7.500.000.-
Holtsgata 28, Njarðvík.
3ja herb. 88m2 n.h. í tvíbýli.
Íbúð sem er mikið endur-
nýjuð og góðu ástandi.
8.800.000.-
Mávabraut 11, Keflavík.
Endaíbúð á 2. hæð með 3
svefnh. 74m2 að stærð, nýir
gluggar. Hagstæð lán áhv.
7.300.000-
Kirkjuvegur 14, Keflavík.
104m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýli.
Íbúð í góðu ástandi. Laus
fljótlega.
11.900.000.-
Hringbraut 60, Keflavík.
3ja herb. íbúð á n.h. í tvíbýli
með sérinng. og 32m2 bílskúr.
Parket og flísar, baðh. nýl.
tekið í gegn. 9.500.000.-
Eyjaholt 10, Garði.
Lítið parhús með 2 svefnher-
bergjum. Búið að innrétta ris.
Hagstæð lán áhvíland.
Mikið endurnýjað að innan.
6.900.000
Fífumói 5b, Njarðvík.
Góð 3ja herb íbúð á 3hæð í
fjölbýli. Eign í góðu ástandi.
Hagstætt lán áhvílandi.
7.400.000.-
Tjarnargata 28, Keflavík.
171m2 parhús á 3 hæðum með
23m2 bílskúr. Eign í góðu
ástandi og á góðum stað.
12.900.000
Sunnubraut 19, Garði.
144m2 einbýli með 6 svefn-
herb. 53m2 bílskúr. Eign í góðu
ástandi.
13.300.000,-
Kópubraut 5, Njarðvík.
106m2 einbýli með 4 svefnh.
Hægt að stækka húsið og
byggja bílskúr. Laus strax.
12.000.000.-
Vesturgata 25, Keflavík.
81m2 íbúð á e.h. með 38m2
bílskúr. 2 herb. í risi og
geymsla. Eign í góðu
ástandi. 10.500.000.-
Hraunholt 5, Garði.
140m2 einbýli með 4 svefnh.
Nýr bílskúr 54m2. Eign í góðu
ástandi að utan sem innan.
14.300.000.-
Vatnsnesvegur 21, Keflavík.
135m2 einbýli á 3 hæðum.
Bílsk. 25m2. Sérinng. á neðstu
hæð. Eign sem gefur mikla
möguleika. 10.500.000.-
Mávabraut 2, Keflavík.
Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð
með 2 svefnh. Hagstæð lán
áhvílandi. 7.500.000.-
Iðavellir 3, Keflavík.
159m2 iðnaðarhúsnæði
á jarðhæð. Hægt að hafa
sérinngang, eign með mikla
möguleika. Laust fljótlega.
8.000.000.-
4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:11 Page 8