Víkurfréttir - 23.01.2003, Síða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Guðrún og Brynja bjuggu austast
á Heimaey en þar var Kirkjubær
sem var heiti yfir nokkra bæji.
Kirkjubær og þessi hluti eyjar-
innar fór undir hraun sem liggur
60 metra þykkt yfir svæðinu.
Um nóttina þegar gosið hófst var
Guðrún heima hjá sér og var ein
af fáum sem var vakandi. Henni
fannst sem jarðskjálfti skyki
jörðina og hún heyrði drunur:
„Það var eins og þyrla væri að
lenda fyrir utan hjá okkur. Þegar
ég leit út um gluggann sá ég gos-
ið hefjast og mér fannst eins og
það væri við hliðina á mér,“ segir
Guðrún en hún var með fjögur
börn sem hún hófst strax handa
við að klæða: „Ég hringdi í
mömmu, en hún bjó ásamt
Brynju systur nokkrum húsum
frá mér. Mamma spurði mig
hvað væri eiginlega að gerast og
ég man ekki hverju ég svaraði,
en mikið ofsalega var ég fegin að
heyra í henni hljóðið því þegar
ég sá gosið fyrst fannst mér sem
það væri yfir Kirkjubæjum.“
Guðrún segir að hún hafi strax
farið út með börnin eftir að vera
búin að klæða þau og þegar þau
komu út hafi þau séð lögreglu-
bílana keyra um götur bæjarins
með fullum ljósum og sírenum
til að vekja bæjarbúa.
Brynja bjó með foreldrum sínum
og tveimur börnum að Kirkju-
bæjum og voru þau öll sofandi.
Eldhúsglugginn hjá foreldrum
Brynju sneri í austur og þegar
Brynja vaknaði sá hún
gossprunguna og áttaði sig á því
að um eldgos væri að ræða: „Ég
vissi ekkert hvað ég átti að gera.
Á meðan ég var að klæða
stelpuna mína sem var þriggja
ára vöknuðu allskyns spurningar
hjá mér. Þegar ég var búin að
klæða krakkana fórum við út og
tókum ekkert með okkur. Við
fórum á lögreglustöðina og þar
varð ég vitni af fyrstu viðbrögð-
um ráðamanna bæjarins sem
voru þar samankomnir. Þar var
ákveðið að láta lögreglubíla aka
Eldur í Eyjum
Systurnar Guðrún og Brynja Pétursdætur búa í Garðinum,
en þangað fluttust þær fyrir um 30 árum síðan. Þær bjuggu
í Vestmannaeyjum þegar gosið í Heimaey hófst kl. 1:45
aðfaranótt 23. janúar 1973 fyrir réttum 30 árum síðan en
því lauk um mánaðarmótin júní, júlí sama ár. Þegar stór-
atburðir verða í veröldinni muna flestir hvar þeir voru eða
hvað þeir voru að gera stundina þegar þeir heyrðu um við-
komandi atburð. Vestmannaeyjagosið er einn af þessum
stóratburðum og atburðurinn lifir ljóslifandi fyrir þeim sem
eru komnir yfir fertugt og jafnvel yngri en það.
Frá fallegasta
stað í heimi í
norðangarra
í Garðinum
Auglýsingasíminn er 421 0000
Faxið er 421 0020
4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:50 Page 14