Víkurfréttir - 23.01.2003, Side 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Samningur hefur verið gerður
milli Gerðahrepps, Sandgerð-
isbæjar, Vatnsleysustrandar-
hrepps og Reykjanesbæjar um
meðferð barnaverndarmála.
Tilkoma þessa samnings eru
ný barnaverndarlög sem tóku
gildi 1. júní 2002 en þar segir
að fámennari sveitarfélög
skuli hafa samvinnu við önnur
sveitarfélög um kosningu
barnaverndarnefndar. Saman-
lagður íbúafjöldi sveitarfélaga
að baki hverri barnaverndar-
nefnd skal ekki vera undir
1.500.
Ný barnaverndarnefnd kom
saman mánudaginn 9. desem-
ber sl. og er nefndin skipuð 5
fulltrúum frá Reykjanesbæ,
einum fulltrúa frá Gerða-
hreppi, einum fulltrúa frá
Sandgerði og einum varafull-
trúa frá Vatnsleysustrandar-
hreppi. Ef málefni sem varða
Vatnsleysustrandarhrepp eru
til umræðu á barnaverndar-
nefndarfundi víkur einn aðal-
fulltrúi Reykjanesbæjar fyrir
varafulltrúa Vatnsleysustrand-
arhrepps. Nefndina skipa eft-
irtaldir aðilar:
Reykjanesbær:
Árnína St. Kristjánsdóttir,
formaður,
Ingibjörg Hilmarsdóttir,
Ólafur Grétar Gunnarsson,
Alma Vestmann,
Ketill Jósefsson,
Sandgerði:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
Gerðahreppur:
Guðrún Alfreðsdóttir
Vatnsleysustrandarhreppur:
Sædís Guðmundsdóttir.
Barnaverndartilkynningar
eiga að berast sem hér segir:
Sandgerði:
Félagsmálastjóri er starfandi í
Sandgerði og mun hún sinna
barnaverndarmálum þar
áfram eins og áður. Barna-
verndartilkynningar í Sand-
gerði berist til Gyðu Hjartar-
dóttur, félagsmálastjóra í síma
423-7555 eða til Hólmfríðar
Skarphéðinsdóttur í síma 869-
1465.
Garður:
Í Garðinum mun Einar Ingi
Magnússon, sálfræðingur
sinna barnaverndarmálum og
eiga barnaverndartilkynningar
að berast honum í síma 896-
0820, Sigurði Jónssyni, sveit-
arstjóra í síma 422-7150 eða
Guðrúnu Alfreðsdóttur í síma
864-2393.
Reykjanesbær og Vatns-
leysustrandarhreppur:
Fjölskyldu- og félagsþjónusta
Reykjanesbæjar mun sinna
barnaverndarmálum í Reykja-
nesbæ og Vatnsleysustrandar-
hreppi og skulu barnaverndar-
tilkynningar berast til stofnun-
arinnar í síma 421-6700 eða
til Rannveigar Einarsdóttur,
yfirfélagsráðgjafa í síma 863-
9094.
Athygli er vakin á 16. gr.
Barnaverndarlaga nr. 80/2002
en þar segir:
„Hverjum þeim sem hefur
ástæðu til að ætla að barn búi
við óviðunandi uppeldisað-
stæður, verði fyrir áreitni eða
ofbeldi eða stofni heilsu sinni
og þroska í alvarlega hættu er
skylt að tilkynna það barna-
verndarnefnd.
Annars er hverjum manni rétt
að gera barnaverndarnefnd
viðvart um hvert það tilvik
sem telja má að hún eigi að
láta sig varða.“
Almenningur er því hvattur til
að tilkynna til Barnaverndar-
nefndar Gerðahrepps, Sand-
gerðisbæjar, Vatnsleysustrand-
arhrepps og Reykjanesbæjar
ef ofangreind skilyrði eru fyrir
hendi.
Rannveig Einarsdóttir,
yfirfélagsráðgjafi.
Það er ekki ætlun mín aðgera þessi greinarskrifokkar í milli að föstum
þætti í blaðinu
en af því þú
spyrð þá verður
vart hjá því
komist að svara.
Þú spyrð hvern-
ig það megi vera
að tillaga hluta
kjörnefndar hafi verið sam-
þykkt af fulltrúum í kjördæm-
isráði á fundinum í Stapa þar
sem 158 fulltrúar voru mættir
og segir síðan að því verði ekki
haldið fram með rökum að
fulltrúar í kjördæmisráði hafi
ekki verið full upplýstir um
málavexti þegar þeir felldu
breytingartillöguna sem kom
frá mér.
Ég vil halda því gagnstæða fram
þ.e. að fulltrúar þeir sem á Kjör-
dæmisfundinum mættu voru
hreint ekki nógu upplýstir um
það vinnuferli og þau alvarlegu
brot á öllum reglum sem áttu sér
stað í kjörnefndinni og nægir þar
að nefna t.d. eftirfarandi atriði:
Að kjörnefndin hafi vísvitandi
mismunað frambjóðendum þar
sem sumir frambjóðendanna áttu
sæti í nefndinni og tóku þar þátt í
að setja reglurnar á meðan aðrir
frambjóðendur fengu ekkert um
þær að vita og að fleiri en einn
kjörnefndarmanna hafi gefið
kost á sér til setu á listanum eftir
að hafa hafið störf í nefndinni,
tekið þátt í smíði á reglunum og
jafnvel greitt atkvæði um aðra
frambjóðendur sem óskuðu eftir
sæti og það jafnvel án þess að
segja af sér .
Fleira er hægt að nefna þessu til
stuðnings eins og t.d. það að allir
kjörnefndarmenn voru bundnir
trúnaði og gátu því ekki rætt
þessi mál fyrir fundinn í Stapa
þar sem þú reyndar fyrstur
manna braust þann trúnað sem
þú sjálfur hafðir nokkrum stund-
um áður ítrekað við okkur hin í
nefndinni að við yrðum að halda
til dauðadags á fundi í Valhöll, en
þú vitnaðir ítrekað í og lést lesa
úr fundargerðum og hafðir eftir
ummæli einstakra kjörnefndar-
manna á Stapa fundinum. Vegna
þessa trúnaðar var mönnum gert
það ómögulegt að greina frá og
fjalla um það sem fram fór í
nefndinni og þær ákvarðanir og
vinnuaðferðir sem þar áttu sér
stað og því ekki á þeim tíma
hægt að upplýsa þá er kjördæma-
ráðs fundinn sóttu um þessi
vinnubrögð.
Hvað varðar það að meirihluti
þeirra 158 manna sem sátu fund-
inn hafi samþykkt tillögu nefnd-
arinnar vil ég benda þér á að sú
tillaga hélt mjög naumlega þar
sem aðeins hefði þurft að flytja
til 6. atkvæði í kosningu um 3.
sætið til að ná þeim árangri sem
tillaga mín gerði ráð fyrir en eins
og þú veist þá fékk Guðjón Hjör-
leifsson 82 atkvæði en Kjartan
Ólafsson 72 atkvæði, af því leiðir
að hefði Kjartan náð 6 atkvæð-
um til sín frá Guðjóni hefði Guð-
jón fallið og þá var Kristján einn
í framboði til 4. sætis samkv.
framkomnum tillögum.
Að lokum kæri Ellert, þá er ég
þér ekki sammála um að hér sé
verið að “hengja bakara fyrir
smið” þar sem kjörnefndarmenn
hljóta að þurfa að standa ábyrgir
fyrir gerðum sínum og að þær
gerðir þurfi að þola dagsljós, en
spyrja má hvort kjörnefndin hafi
ekki gert einmitt þetta og hengt
bakara fyrir smið þegar Kristjáni
var kastað af listanum og ekkert
við hann rætt áður. Um leið og
ég óska þér gleðilegs árs þá vona
ég að þér farnist betur en í kjör-
nefndinni í þeim ábyrgðarmiklu
störfum sem þú ert hlaðinn fyrir
hönd flokksins og samfélagsins í
framtíðinni.
Valþór S. Jónsson
Valþór svarar:Kæri Ellert!
Samningur milli sveitarfélaga
um meðferð barnaverndarmála
Alfa námskeið í
safnaðarheimilinu
í Sandgerði
Boðið verður upp á Alfa-
námskeið í Sandgerði á
næstunni. Námskeiðið, sem
er fræðslunámskeið um
kristna trú, mun standa yfir
í 10 vikur, á miðvikudags-
kvöldum frá kl. 19 til kl. 22.
Hvert kvöld hefst með létt-
um kvöldverði, síðan er um-
ræðuefnið útskýrt og rætt í
umræðuhópum. Einu sinni
á námskeiðinu er farið í
helgarferð.
Námskeiðið hefst þann 29.
janúar nk. með kynningarfundi
og hefst fundurinn kl. 20. Á
kynningarkvöldinu verður
gerð grein fyrir sögu og upp-
byggingu námskeiðsins, þátt-
takendur frá fyrri námskeiðum
greina frá reynslu sinni og fyr-
irspurnum er svarað.
Léttar kaffiveitingar verða í
boði, aðgangur er ókeypis og
án nokkurra skuldbindinga um
þátttöku í námskeiðinu sem
hefst viku síðar.
Nánari upplýsingar er hægt að
fá hjá Maríu Hauksdóttur í
síma 421-5181, gsm. 864 -
5436 eða Birni Sveini Björns-
syni sóknarpresti í síma 422-
7025, gsm. 891-8931.
Úr heimi
bænarinnar
Kynningarfundur vegna nám-
skeiðs sem haldið verður á
vegum Keflavíkurkirkju á
vorönn 2003 verður haldinn í
Kirkjulundi, safnaðarheimili
Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn
28. janúar nk. kl. 20:00. Á
námskeiðinu verður fjallað um
efni bókarinnar „Úr heimi
bænarinnar”.
Bókin „Úr heimi bænarinnar“
fjallar um bænina út frá ýms-
um sjónarhornum og svarar
ótal spurningum um hana.
Hún er því hagnýt leiðbeining,
hvatning og hjálp þeim sem
biðja eða langar til að læra að
biðja.
Heitt verður á könnunni, mæt-
um öll á kynningarfundinn.
Minnum á að samverustund-
irnar annan hvern sunnudag í
Keflavíkurkirkju hefjast að
nýju sunnudaginn 2. febrúar
nk. kl. 16:30.
f.h. Keflavíkurkirkju,
Sigfús B. Ingvason og
Laufey Gísladóttir
Helga Sigurðardóttirfékk aðalverðlaunin ílesendaleik Víkurfrétta
og Pennans Bókabúð Kefla-
víkur afhent laugardaginn
28. desember. Aðalverðlaunin
voru bókin Suðurnesjamenn
eftir Gylfa Guðmundsson og
Íslenska orðabókin 2002 að
verðmæti um 20 þúsund
krónur. Er Helgu Sigurðar-
dóttur færðar hamingjuóskir
og þakkir fyrir þátttökuna.
Hægt var að taka þátt í leiknum
bæði á heimasíðu Víkurfrétta
og með því að skila inn þátt-
tökumiða í Pennann Bókabúð
Keflavíkur. Rúmlega 400 mans
tóku þátt og fengu alls 8 þátt-
takendur bókina Suðurnesja-
menn, en dregið var 4 sinnum
úr hvorum þátttakenda hóp.
Verðlaun afhent í
lesendaleik Pennans -
Bókabúðar Keflavíkur
Hættum að reykja
diskurinn seldur á
næstu dögum
Nú stendur yfir hvatn-ingarátakið Hættumað reykja. Einn liður
átaksins er útgáfa á geisla-
diski þar sem landsþekktir
listamenn eins Birgitta
Haukdal söngkona í Írafári,
Jóhann, Guðrún, Hreimur
söngvari í Land og synir og
Jónsi söngvari Í svörtum föt-
um syngja lög Jóhanns G.
Jóhannssonar. Nemendafélög
grunnskólanna hlutu hvert
að gjöf frá Reykjanesbæ 280
eintök af disknum en á hon-
um má finna lög eins og
„Tóm tjara“ og „Svæla,
svæla, reykjarsvæla“.
Nemendur 10. bekkjar skól-
anna munu nú á næstu dögum
ganga í hús í sínu skólahverfi
og selja diskinná kr. 1000. Von-
andi taka íbúar bæjarins vel á
móti krökkunum því afrakstur
sölunnar mun renna í ferðasjóð
10. bekkinga og til frekari efl-
ingar félagsstarf í grunnskólun-
um.
FRÉTTAVAKT
898 2222
899 2225
24 TÍMA VAKT
Víkurfréttir
og vf.is
4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:27 Page 22