Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Page 10

Víkurfréttir - 28.08.2003, Page 10
Vindurinn var báðum liðum erfiður þegar RKV og Sindri mættust í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á Sandgerðis- velli. Heimaliðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og eftir 15 mínútur kom Bergey Erna Sigurðardóttir RKV yfir með góðu marki. Í seinni hálfleik snérist taflið og gestirnir sóttu meira. Það var korter liðið af hálfleiknum þegar Jóna Benny Kristjánsdóttir jafnaði metin með glæsilegu skoti. Sindri hélt áfram að sækja en RKV fékk nokkur hættuleg færi í skyndisóknum. Ágústa Jóna Heiðdal átti stórleik í liði RKV, barðist eins og ljón all- an leikin og réðu Sindrastúlk- ur ekkert við hana. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindavík - KR Á mánudagskvöld mæta Grindvík- ingar liði KR í Grindavík og má bú- ast við hörkuleik. „Stærstu leikirnir á leiktíðinni eru gegn KR og við erum spenntir fyrir þeim leik. Það yrði ekki ónýtt að setja strik í reikn- inginn hjá þeim í baráttunni um Ís- landsmeistaratitilinn. Við ætlum að stríða þeim, það er öruggt,“ sagði Óli Stefán Flóventsson í samtali við Víkurfréttir. Evrópuleikur í Grindavík í kvöld Í kvöld fer fram leikur í Evrópu- keppninni þar sem Grindavík mætir Austurríska liðinu Karten. Grindvík- ingar náðu að setja eitt mark í viðureign liðanna sem fram fór í Austurríki, en Karten sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Það má því búast við hörkuleik í Grinda- vík í kvöld. 4. flokkur Keflavíkur í úrslit Keflavíkurliðið í 4. flokki náði þeim frábæra árangri á fimmtudaginn að tryggja sér sæti í úrslitakeppn- inni um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík þurfti fara á Selfoss og sig- ur þar hefði tryggt liðinu sæti í úr- slitakeppninni, en jafntefli varð nið- urstaðan og þá þurfti liðið að bíða eftir úrslitum í leik ÍBV og Leiknis. Ef Leiknir hefðu unnið með átta marka mun hefðu þeir komist áfram og Keflavík setið eftir, en Leiknir vann 1-0 og Keflavík er kom- ið í úrslitin. Keflavík heimsótti Leiftur Á laugardag heimsótti lið Keflavíkur Leiftur á Dalvík og sigraði Keflavík þann leik með tveimur mörkum gegn einu. Magnús Þorsteinsson sóknarmaður í liði Keflavíkur skor- aði fyrra markið og segir hann að liðið hafi verið lengi í gang. „Við vor- um lengi í gang og fæðingin frekar erfið. Við vorum að klúðra góðum færum, en markmaðurinn þeirra stóð sig mjög vel, enda var hann valinn maður leiksins.“ Gulltryggja Keflvíkingar sig í næsta leik? Næsti leikur Keflavíkurliðsins er á laugardaginn þar sem liðið tekur á móti HK í Keflavík. Magnús segir að sá leikur verði kláraður og staða Keflavíkurliðsins þannig gulltryggð. Magnús segir tímabilið búið að vera gott, frábær andi og góð stemning hafi verið í liðinu. sportið Reynismenn voru kjöl-dregnir á Sandgerðis-velli af vel skipulögðu liði Hattar. Stíf austanátt kom í veg fyrir að hægt væri að spila áferðarfallega knatt- spyrnu og virtust þessar að- stæður henta austanmönnum betur. Hattarmenn léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og það tók þá aðeins 5 mínútur að nýta sér það þegar Daninn Peter Nørgaard skoraði fyrsta mark leiksins. Gestirnir gáfu Reynismönnum hvorki tíma né pláss til að byggja upp spil. Höttur notaði hvert tækifæri til að gefa langar há- loftasendingar inn fyrir vörn heimamanna og sköpuðu snöggir framherjarnir oft stórhættu við Reynismarkið. Eftir hálftíma leik skoraði Vilmar Sævarsson annað mark Hattar og tíu mínút- um síðar skoraði Peter Nørgaard sitt annað mark og kom gestun- um í 3-0. Reynismenn náðu ekki að vakna upp frá martröð sinni og eymdin var algjör á lokamín- útu fyrri hálfleiksins þegar mark- vörðurinn Eyþór Örn Haraldsson missti fasta fyrirgjöf í eigið net. Það var rétt mínúta liðin af seinni hálfleik þegar Guðmundur G. Gunnarsson minnkaði muninn í 4-1. Reynismenn mættu sem grenjandi ljón til hálfleiksins og ætluðu greinilega að nýta sterkan meðvind til að laga stöðuna. Höttur dró lið sitt til baka og þrátt fyrir að ná að skora strax í upp- hafi hálfleiksins var erfitt fyrir heimamenn að komast í gegnum þéttskipaða vörn gestanna. Linnulaus sókn Reynis skapaði fá færi og þau sem fengust voru ekki nýtt. Um miðjan háfleikinn fór Guðmundur G. Gunnarsson meiddur af velli eftir ljótt brot frá Loga Birgissyni og við það virt- ust Reynismenn missa sköpunar- gáfuna í sóknarleiknum. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka náði Höttur sinni þriðju sókn í hálfleiknum, Þórarinn Borgþórs- son slapp þá einn inn fyrir vörn Reynis og skoraði. Ari Gylfason minnkaði muninn tveimur mínút- um síðar með góðu skoti en það var of lítið og seint, sannfærandi 5-2 Hattarsigur var staðreynd á Sandgerðisvelli. Reynismenn mættu Hetti í síðari leik liðanna á Egilsstöðum á þriðjudagskvöld. Höttur sigraði Reyni 5:3 og er því ljóst að Reynismenn komast ekki upp um deild og verða áfram í 3ju deild Slakur leikur í Sandgerði Grindvíkingar sigruðuÞróttara 3:2 á Laugar-dalsvelli á sunnudags- kvöld í mikilvægum leik lið- anna. Á 30 mínútu skoraði daninn Sören Hermansen fyr- sta mark Þróttara og hleypti það miklu lífi í Grindvíkinga sem skoruðu mark stuttu síðar sem var dæmt af. Eftir að hafa fengið aukaspyrnu skoraði Guðmundur Andri Bjarnason mark fyrir Grindvíkinga á 35. mínútu og aðeins þremur mín- útum síðar skoraði Paul Mc- Shane aftur mark fyrir Grind- víkinga. Þriðja mark Grindvík- inga kom svo á 76. mínútu þeg- ar Óli Stefán Flóventsson skor- aði ágætismark. Þróttarar skoruðu sitt annað mark á 84. mínútu eftir vítaspyrnu frá Sören Hermansen. Óli Stefán Flóventsson sagði í samtali við Víkurfréttir að fyrri hálfleikurinn gegn Þrótturum hefði verið nokkuð jafn. „Í seinni hálfleik voru Þróttarar betri. En við vorum skynsamir og sterkir aftast í vörninni og náðum að verjast og það var það sem skipti máli,“ sagði Stefán. Þakka stuðninginn Við undirritaðar, stúlkur í 3. fl kvenna í Reyni í Sandgerði viljum þakka þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem hjálpuðu okkur að komast í fótbolta skóla í Englandi nú í sumar, takk fyrir hjálpina og stuðninginn: Ásdís, Margrét, Steinunn, Ástrós, Fanney og Karen Helga. Keppt verður laugardaginn 30. ágúst, byrjað verður í keflavík við Flugstöðina í Trukkadrætti kl 11, kl. 12 verðum við í Sam- kaupum Keflavík með Kross- festugrein síðan verður farið í Sandgerði kl. 13:30 - kl. 16 verð- um við í Grindavík, þar verður keppt í hönd yfir hönd og endað í Hafnarfirði við Fjörukránna í Skógarhöggi. Maggi Magg, Jón Valgeir, Bergur, Georg, Ægir og Grétar Guðmunds eru meðal keppenda, einnig á eftir að bæta við einni til tveimur greinum. Grindvíkingar styrkja stöðu sína Jafntefli hjá Reynisstúlkum Suðurnesjatröllið 2003 VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 12:30 Page 10

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.