Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 28.08.2003, Qupperneq 19
VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 28. ÁGÚST 2003 I 19 Allar verslanir Bónuss verða lokaðar næstkomandi sunnudag, 31. ágúst, vegna vörutalningar. Vörutalningar hjá Bónusi eru gerðar tvisvar á ári, í lok febrúar og lok ágúst. Opið verður frá kl. 10.00 til 19.30 á föstudeginum og 10 til 18 á laugardeginum og eru viðskiptavinir Bónuss hvattir til að gera helgarinnkaupin snemma. Opnað verður aftur kl. 12 á mánudeg- inum með tilboðum að hætti Bónuss. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri í síma 691-9999. Nú er skátastarfið aðhefjast á ný eftir útileg-ur og fleiri skemmtileg störf í sumar, en við ætlum að byrja fundi 1. september nk. undirbúningur stendur yfir fyrir dagskrá á Ljósanótt og vonandi taka sem flestir skátar þátt í dagskránni. Við vonum að við sjáum sem flesta í starfið og fleiri ný andlit. Skráning í skátafélagið Heiðabúa og Víkverja verður á fimmtudag 28. og föstudag 29. ágúst á milli 16 og 18 í skátahúsinu í Kefla- vík. Skráning í skátastarfið í Garðinum í þeirra skátahúsi á sama tíma. Skráning í skátastarf- ið í Sandgerði á sama tíma í skátahúsinu þar. Einnig er hægt að skrá sig á Ljósanótt og á netinu www.heidabuar.tk Árgjaldið er kr. 6000 pr. barn en veittur er systkinaafsláttur. Barnakór hefur starfsemisína í Keflavíkurkirkju ínæstu viku. Kórinn mun starfa fyrir börn í 2. til 4. bekk grunnskóla og æfa einu sinni í viku fyrst um sinn. Allir krakkar úr Reykjanesbæ á þessum aldri eru velkomnir í kórinn. Kórinn mun koma fram við ein- staka messur og tónleika á veg- um kirkjunnar. Eins verður lögð áhersla á félagslega virkni kórs- ins, með því að heimsækja aðra kóra og fara í æfingabúðir. Eins verður stofnað foreldrafélag við kórinn og foreldrar hvattir til þess að styðja við bakið á börnunum í kórstarfinu og taka virkan þátt í foreldrastarfinu. Æfingar munu fara fram í Kirkjulundi safnaðar- heimili Keflavíkurkirkju á mið- vikudögum klukkan 16. Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 1. september. Kórgjöld eru engin en hógvær kostnaður getur fylgt kórferðalögum og öðru slíku í starfi kórsins. Stjórnendur kórs- ins eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hákon Leifs- son kantor kirkjunnar. Bylgja Dís er Suðurnesjamönnum að góðu kunn sem einsöngvari en hún lauk burtfararprófi frá Söngskól- anum í Reykjavík nú nýverið. Hákon hefur starfað við Kefla- víkurkirkju sem organisti tvö síð- astliðin ár. ...sumarstúlkur Qmen... ...í Tímariti Víkurfrétta 4. september 2003... Stofnun barnakórs Keflavíkurkirkju Fréttatilkynning frá skátafé- laginu Heiðabúar Keflavík Lokað sunnudaginn 31. ágúst - vegna vörutalningar Úrslit Íslandsmóts 4. flokks karla í knattspyrnu verða haldin í Keflavík um helgina. Leikirnir fara fram á Keflavíkurvelli, Iða- völlum og Njarðvíkurvelli. Þátt- tökulið í mótinu eru ásamt Kefla- vík, Afturelding, Breiðablik og KA. Það eru átta lið í úrslitum og einn riðillinn spilaður hér í Keflavík og hinn í Reykjavík. Efstu lið riðlanna spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratit- ilinn á fimmtudag í Fylkisvelli í Reykjavík. Spennandi helgi hjá 4. flokki VF-ljósmynd: hrós VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 13:49 Page 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.