Víkurfréttir - 09.10.2003, Qupperneq 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ U P P B Y G G I N G
Auglýsingasíminn
421 0000
ÞARFTU AÐ
AUGLÝSA?
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0009, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
MUNDI
A tvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjarhefur falið hafnarstjóra Reykjaneshafn-ar og Verkfræðistofu Suðurnesja að
semja við Íslenska aðalverktaka um framleng-
ingu á verktíma vegna framkvæmda á lóð IPT
í Helguvík.
Gert er ráð fyrir því að magnaukning vegna
sprenginga verði 110.040m3, jarðvegsskipti munu
kosta 63 milljónir kr. og viðbótarverk 10,7
milljónir kr. vegna vegagerðar Selvíkur ofl. Heild-
arkostnaður vegna mana, kjarnafyllingu í vegi og
skolplagnar við Ægisgötu, auk lýsingar og mal-
biks í Helguvík er áætlaður kr. 76.9 milljónir kr.
Viðbótarkostnaði verður vísað til endurskoðunar á
fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem gerð verður í
október 2003.
Ekki eru fyrirhugaðar breytingar árekstri Samkaupa hf. eftir að Kaup-félag Suðurnesja keypti eignarhluta
Kaldbaks hf. í Samkaupum í byrjun vik-
unnar. Eftir kaupin á Kaupfélag Suður-
nesja um 97% hlutafjár. Að sögn Skúla
Skúlasonar hjá Samkaup hf. verða áfram
reknar skrifstofur á Akureyri. Skúli segir
breytingarnar á eignarhaldi hafi ekki átt
sér langan aðdraganda. Hann sagði að
fljótlega verði boðað til hluthafafundar þar
sem ný stjórn félagsins verði kosin.
Samkaup hf. var stofnað 1998 utan um versl-
unarrekstur Kaupfélags Suðurnesja. Samkaup
hf. og Matbær ehf., félag um verslunarrekstur
Kaupfélags Eyfirðinga, sameinuðust svo árið
2001. Kaupfélag Suðurnesja og KEA , síðar
Kaldbakur h.f. hafa verið aðaleigendur fé-
lagsins þar til nú að Kaldbakur hefur selt hlut
sinn.
Félagið hefur rekið á þriðja tug matvöruversl-
ana á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum,
Vestfjörðum og Norðurlandi undir nöfnum
Nettó, Kaskó, Samkaupa, Úrvals, Strax og
Sparkaupa. Að auki rekur félagið kjötvinnsl-
una Kjötsel í Njarðvík og kostverslunina Val-
garð á Akureyri.
Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Sam-
kaupa var á ferðinni í höfuðstað Norðurlands
í gær þar sem hann var að vísitera verslanir
Samkaupa á Akureyri. Hann sagði í stuttu
spjalli við Víkurfréttir að Samkaup stefndi að
því að auka hlutdeild sína á matvörumarkaði
og að horft væri sérstaklega til höfuðborgar-
svæðisins í þeim efnum, en fyrirtækið er með
um 16% hlutdeild af matvörumarkaðnum hér
á landi. „Samkaup ætlar að halda áfram að
vinna á landsbyggðinni og þjóna henni um
leið og sótt verður inn á höfuðborgarsvæðið.
Það er staðföst skoðun okkar að halda þess-
um rekstri áfram og ná aukinni markaðshlut-
deild á matvörumarkaðnum.”
Fjallað er um Samkaup í leiðara Morgun-
blaðsins í gær en þar segir orðrétt: „Enginn
vafi leikur á því að þörf er á aukinni sam-
keppni á þessum markaði. Markaðsstaða
Baugs hefur um skeið verið svo sterk að aðrir
hafa átt mjög erfitt með að veita fyrirtækinu
öfluga samkeppni. Frá þjóðfélagslegu sjónar-
miði er hins vegar æskilegt að á þessu sviði
sem öðrum sé hæfilegt jafnvægi á milli þeirra
sem keppa á markaðnum,” segir í leiðaranum,
en þar kemur einnig fram að fróðlegt verði að
sjá hvernig nýir eigendur Samkaupa vinni að
því að auka markaðshlutdeild sína: „Þeir hafa
sýnt að þeir kunna að reka matvöruverslanir
og þess vegna ekki fráleitt að aukin umsvif
þeirra boði einhver tíðindi,” segir í leiðara
Morgunblaðsins í gær.
Tónlistarmennirnir Magn-ús Eiríksson og KK verðameð tónleika í Stapanum
í Njarðvík nk. föstudagskvöld,
10. október. Tónleikarnir byrja
upp úr kl. 21 en miðasalan
opnar í Stapa kl. 20:30. Hér
leiða saman hesta sína, einir
ástsælustu tónlistarmenn þjóð-
arinnar. Magnús Eiríksson og
KK slá upp í tónleikaferðalag
um landið í september. Tilefn-
ið er nýútkominn geisladiskur
þeirra „22 ferðalög” sem hefur
selst í um 12.000 þús. eintökum
fram til þessa og stefnir í sölu-
met ef ferðalagið heldur svona
áfram. Ferðalagið hófst í byrj-
un september. í Þórsmörk og
stendur fram í október þar
sem komið er aftur „inn á möl-
ina”. Með í för verður kvik-
myndatökulið sem stendur að
heimildamyndatöku um ferð-
ina.
Stefnt er að því að frumsýna af-
rakstur þáttagerðar við þetta
ferðalag í haust og verður án efa
áhugavert að sjá hvað drífur á
daga Magga og KK. Á disknum
eru vel valin íslensk dægurlag
sem öll eiga það sameiginlegt að
vera í uppáhaldi hjá Íslendingum
við samkomur og ferðalög. Það
skemmtilega er við diskinn er að
inni í umslaginu má finna texta
sem og gítargrip við lögin,
þannig hægt er að grípa í gítarinn
og taka undir hvenær sem er.
Lög eins og „Ó Jósep, Jósep”,
„Kötukvæði” og „Viltu með mér
vaka” liggja vel í höndum meist-
aranna og er alveg sérstök upplif-
un að heyra lögin flutt í þeirra út-
gáfu.Þeir félagar leituðu álits hjá
Jónatan Garðarssyni á Ríkisút-
varpinu um lagaval þar sem tekið
var mið af lagaspilun í Ríkisút-
varpinu í gegnum árin en beittu
eigin innsæi og þekkingu sem
gefist hefur af áralöngum ferli
við ákvörðun. Þetta er fjórða
platan sem vinirnir gera saman
og er það gagnkvæm virðing og
sterkur vinskapur sem gerir þetta
samstarf svo skemmtilegt og ein-
lægt.
Kristján Kristjánsson, KK, sagði
í samtali við Víkurfréttir að hann
væri spenntur að koma til
Keflavíkur að spila. „Mér finnst
yndislegt að koma á Suðurnesin,
minn gamla bæ til að spila. Við
munum taka gamalt efni frá
okkur báðum og lög af nýju plö-
tunni. Við munum líka taka
nokkkra blúsara og lofum góðri
skemmtun.“
➤ M E N N I N G O G M A N N L Í F
- Breytingar á rekstri ekki fyrirhugaðar
Suðurnesjamenn eignast
Samkaup hf. að fullu
Íslandsolía
í Helguvík
A tvinnu- og hafnaráðReykjanesbæjar hefursamþykkt að úthluta Ís-
landsolíu ehf. lóð nr. 14 við
Hólmsbergsbraut í Helguvík
fyrir 2. og 3ja áfanga eldsneyt-
isbirgðastöðvar.
Íslandsolía fékk úthlutað lóð nr.
16 í Helguvík fyrir eldsneytis-
birgðastöð þann 11. janúar 2002
og var ákveðið að framlengja þá
úthlutun með þeim fyrirvara að
framkvæmdir yrðu hafnar innan
3ja mánaða.
Samþykkt var að úthluta lóð nr.
14 fyrir 2. og 3ja áfanga ef fram-
kvæmdum á lóð nr. 16 yrði lokið
fyrir 1. júní 2004.
Reykjaneshöfn mun afturkalla
lóðarúthlutunina ef tímamörk eru
ekki virt og ekki endurgreiða
kostnað sem hlýst af fram-
kvæmdum á vegum Íslandsolíu
ehf.
Maggi Eiríks og KK á tónleikum í Stapa
Samið um áframhaldandi vinnu á lóð IPT í Helguvík
Hvenær hefst
olíuævintýrið
í Helguvík?
VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 13:09 Page 4