Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Side 8

Víkurfréttir - 09.10.2003, Side 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ K E F L A V Í K U R F L U G V Ö L L U R Halldór Ásgrímsson, ut-anríkisráðherra, tókformlega í notkun nýtt 19 þúsund fermetra fragtflug- hlað á Keflavíkurflugvelli sl. föstudag. Í frétt frá Flugmála- stjórn segir að á síðustu árum hafi mikil aukning verið í fraktflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli: „Vöru- flutningar voru samtals tæp 42 þúsund tonn á síðasta ári, þar af var útflutningur um 25 þús- und tonn og hefur rúmlega tvöfaldast á sjö árum.” Einnig kemur fram að búist sé við áframhaldandi aukningu í fraktflugi frá Keflavíkurflugvelli á næstu árum, þar sem fyrirtækin IGS, dótturfélag Flugleiða og Vallarvinir hafa reist sérhæfðar fraktmiðstöðvar í þeim tilgangi að bæta þjónustu við útflytjend- ur. Í fréttinni kemur fram að fragtflughlaðið muni bæta vöru- meðhöndlun með betri tengingu við fragtmiðstöðvarnar og verður hægt að þjónusta allt að fjórar vöruflutningavélar á flughlaðinu samtímis: „Hönnun þessa sér- hæfða fragtflughlaðs hófst í fyrra og eru hönnuðir þess Almenna verkfræðistofan og Rafhönnun. Framkvæmdin var boðin út á vegum Ríkiskaupa nú á vordög- um og buðu alls fjórir aðilar í verkið, en lægstbjóðandi voru Ís- lenskir aðalverktakar. Fram- kvæmdir hófust 9. maí sl. og lauk þeim þann 18. september sl. Yfirumsjón verksins var í hönd- um Framkvæmdasýslu ríkisins en eftirlitsaðili var Verkfræði- stofa Suðurnesja. Heildarkostn- aður við verkið nam 195 milljón- um króna,” segir í fréttinni. Línuveiðiskipið Kristinn Lárusson GK sem fiskvinnslufyrirtækið Ný- fiskur í Sandgerði hefur gert út er farið aftur til veiða eftir eins og hálfs árs stopp. Tvær vikur eru síðan skipið fór sína fyrstu veiðiferð eftir stoppið og segir Birgir Kristinsson framkvæmdastjóri Nýfisks að verið sé að reyna að gera skipið út á nýjan leik. Veiðiheimildir eru leigðar á skipið en Birgir segir að stefnt sé að því að kaupa kvóta á skipið þegar til lengri tíma sé litið. Birgir segir að ágætlega hafi gengið með skipið síðan það hóf veiðar að nýju, en að eftir svona stopp þurfi að slípa hlutina til og segist hann vera bjartsýnn á útgerð Kristins. Nýtt fraktflughlað tekið í notkun Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri aðstoðar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra við að klippa á borðann á nýja fraktflughlaðinu sem formlega var tekið í notkun fyrir síðustu helgi. VF -lj ós m yn d/ Jó ha nn es K r. Kr ist já ns so n Línuveiðiskipið Kristinn Lárusson GK aftur á sjó VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 12:04 Page 8

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.