Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
skólalífið
Á S U Ð U R N E S J U M
➤ Á B E N D I N GA R U M E F N I - j o h a n n e s @ v f. i s
➤
Um 40 nemendur 10.bekkjar í Holtaskóla íReykjanesbæ sjá um
gæslu á lóð skólans í tveimur
frímínútum á hverjum degi.
Hóparnir eru alls 10 sem skip-
ta niður með sér dögunum.
Verkefnið kallast Útlit og var
það sett á laggirnar að frum-
kvæði Foreldrafélags Holta-
skóla. Verkefnisstjóri er Guð-
laug María Lewis deildarstjóri
efstu bekkja í Holtaskóla.
Að sögn Alberts Eðvaldssonar
formanns foreldrafélagsins hafði
félagið uppi hugmyndir um að
bæta gæslu á skólalóðinni í frí-
mínútum. „Við fengum fljótlega
hugmynd um að elstu krakkarnir
í skólanum myndu sjá um gæsl-
una á lóðinni og létta þannig starf
kennaranna. Skólastjórnendur
tóku mjög vel í hugmyndina og
hafa séð um alla skipulagningu
hennar eftir að foreldrafélagið
mótaði hana,” segir Albert.
Áhugi nemenda 10. bekkjar er
mikill og segir Albert að þau séu
mjög spennt fyrir verkefninu, en
þau fá umbun fyrir starf sitt.
“Nemendurnir sem sjá um gæsl-
una sýna mikla ábyrgð og skyn-
semi. Það hefur svo sannarlega
náðst að virkja ábyrgðargenið hjá
þeim, en skólalóð Holtaskóla er
nokkuð stór og yngstu krakkarnir
ráfa oft út fyrir lóðina. Starfsfólk
skólans er einnig mjög ánægt
með þetta og það virðist sem
þetta verkefni hafi þjappað öllum
deildum skólans vel saman,” seg-
ir Albert en hann hefur heyrt af
því að í kjölfar þessa verkefnis
hafi nemendur í einum 7. bekk
skólans skipulagt leiki fyrir
yngstu krakkanna, þannig að það
sem elstu krakkarnir eru að gera
hefur smitað út frá sér. Eftir 3 til
4 vikur verður farið yfir verkefn-
ið með krökkunum. „Krakkarnir
sem sinna gæslunni fá sérstök
eyðublöð þar sem þau fylla hvað
gerðist á viðkomandi degi. Við
ætlum að setjast niður með
krökkunum í næsta mánuði og
útbúa skýrslu um það hvernig til
hafi tekist. Við viljum einnig fá
hugmyndir frá krökkunum um
það sem megi bæta. Eins og ég
hef sagt hafa þau sýnt þessu mik-
inn áhuga og hafa nú þegar kom-
ið með hugmyndir sem bæta
þetta starf.”
Umbun nemendanna sem sjá um
gæsluna felst í því að þau fá 75
þúsund krónur í ferðasjóð 10.
bekkjar, en á hverju vori fara
bekkirnir í skólaferðalag. Albert
segir að foreldrafélagið hafi sent
inn umsókn í forvarnarsjóð
Menningar-, íþrótta-, og tóm-
stundaráð Reykjanesbæjar þar
sem sótt hafi verið um 75 þúsund
króna styrk. „Við fengum styrk
til verkefnisins í sumar og fer
þessi styrkur í ferðasjóð 10.
bekkjar. Þessi styrkur er náttúru-
lega heilmikil gulrót fyrir krakk-
ana.”
Í haust þegar skólastarf hófst var
haldin sérstök vika þar sem rætt
var um einelti í skólanum, en það
var gert í tengslum við Útlit.
„Þetta var þemavika þar sem
m.a. Jón Páll Hallgrímsson frá
Regnbogabörnum kom og hélt
fyrirlestur fyrir krakkana. Það var
alveg merkilegt að sjá að hann
hélt þeim við efnið í eina klukku-
stund.” Markmiðið með þema-
vikunni var að gera nemendur
meðvituð um einelti í hvaða
myndum sem það birtist, bæta
samskipti milli nemenda og hvet-
ja þau til að taka ábyrgð í málum
sem tengjast einelti. Þá erum við
ekki að tala um að þau grípi til
einhverra aðgerða, heldur séu
ekki þátttakendur og láti vita ef
eineltismál koma upp. Það kom
sterklega fram í þessari viku að
nemendur eru alfarið á móti ein-
elti og vilja sporna við því. Það
var verulega áhugavert að heyra
hugmyndir nemendanna sjálfra
um það hvernig koma megi í veg
fyrir það og það var mjög gaman
að heyra þau koma sínum hug-
myndum á framfæri. Það sýnir
líka hve meðvituð þau eru þegar
þau fóru að ræða um það að ein-
elti geti líka stafað frá kennur-
um,” segir Albert en í kvöld mun
Jón Páll Hallgrímsson frá Regn-
bogabörnum halda fyrirlestur um
einelti fyrir foreldra í Holtaskóla.
Fyrir skömmu var haldiðupp á evrópskan tungu-máladag og dag stærð-
fræðinnar í Holtaskóla.
Á tungumáladaginn spreyttu
nemendur sig á ólíkum evrópsk-
um tungumálum með ýmsum
hætti. Á yngsta stigi sungu nem-
endur lagið Meistari Jakob fyrir
eldri nemendur á íslensku, ensku,
frönsku og þýsku við góðar und-
irtektir. Á miðstigi unnu nem-
endur m.a. með spænsku og kyn-
ntu sér orð yfir liti og tölur og
ýmsar þær matartegundir sem
börnum á þessum aldri þykja
spennandi. Að auki fundu þeir
orð á ensku, dönsku, frönsku og
ítölsku yfir matarílát. Einnig stóð
nemendum til boða að fá evr-
ópska pennavini sem margir
nýttu sér. Á unglingastigi bjuggu
nemendur til stór veggspjöld
með „veggjakroti” á ýmsum
tungumálum sem nú skreyta
ganga skólans. Yfirskriftin var
vinátta, ást og kærleikur og
flögguðu nemendur setningum á
borð við “Hugs not Drugs,”
„Care 4 Life,” og „Skolen er
Fedt.”
Dagur stærðfræðinnar var nú
haldinn í fjórða sinn að tilstuðlan
Flatar, samtaka stærðfræðikenn-
ara. Þemað í ár var tími og rúm.
Allir nemendur skólans tóku þátt
í getraun þar sem þeir giskuðu á
eða reyndu að reikna út fjölda
kubba eða perlur í mæliglasi.
Þrautirnar voru miserfiðar eftir
skólastigum. Nemendur beittu
ýmsum aðferðum til að finna út
sem nákvæmast svar og veitt
voru vegleg verðlaun fyrir þrjú
efstu sætin á hverju stigi. Til við-
bótar við getraunina fór fram
margs konar vinna tengd yfir-
skrift stærðfræðidagsins. Til
dæmis fóru nemendur út og
fundu ýmis konar form í nánasta
umhverfi skólans t.d. þríhyrn-
inga, ferhyrninga og rétthyrn-
inga. Aðrir röðuðu sér upp á
skólalóðinni og mynduðu hvasst
og gleitt horn.
Allar þessar uppákomur hafa
glatt bæði nemendur og kennara
og gef ið skólastarf inu aukið
gildi.
Elstu nemendur
gæta þeirra yngstu
Albert Eðvaldsson
formaður foreldrafélagsins.
Frá gæslu elstu nemenda á þeim yngstu. Myndin var tekin við Holtaskóla í gærmorgun.
Tungumáladagurinn og stærðfræðidagurinn
Nemendur á unglingastigi mynda hvasst horn á skólalóðinni.
Verðlaunahafar í stærðfræðigetraun á yngsta stigi. Verðlaunahafar í stærðfræðigetraun á miðstigi.
Verðlaunahafar í stærðfræðigetraun á unglingstigi.
VF
-lj
ós
m
yn
d/
Jó
ha
nn
es
K
r.
Kr
ist
já
ns
so
n
VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 12:05 Page 10