Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 09.10.2003, Qupperneq 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Í síðustu viku var aðalfundurÚtvegsmannafélags Suður-nesja haldinn í veitingahús- inu Matarlyst, en félagið eru 40 ára um þessar mundir. Þor- steinn Erlingsson útvegsmaður og framkvæmdastjóri Saltvers ehf. er formaður Útvegs- mannafélags Suðurnesja og í viðtali við Víkurfréttir ræðir hann um línuívilnun, vanda sveitarfélaga og sjávarútveg á Suðurnesjum. Hvert er þitt álit á línuívilnun sem for- svarsmanni Útvegsmannafélags Suð- urnesja? Ég er algjörlega á móti þessu. Kvótakerfið hefur verið við lýði í um 20 ár og það voru allir stjórn- málaflokkar sem stóðu að þessu kerfi. Það voru ekki bara útvegs- menn sem stóðu að því. Þegar kerfið var sett á var tilgangurinn að vernda fiskistofnana. Við út- vegsmenn höfum í gegnum árin tekið á okkur skerðingu til að byggja upp fiskistofnana og njóta þess. Þegar loksins rætist úr þá eru ein- hverjir aðrir sem vilja fá úthlut- unina fyrir ekki neitt. Það er búið að taka af okkur útgerðar- mönnum 26% af þorskkvótanum frá því að kvótakerfið var fyrst sett á. Smábátar höfðu innan við 2% af kvótanum fyrir daga kvótakerfisins. Þeir hafa svo margir selt okkur að hluta kvót- ann aftur. Rök útvegsmanna eru semsagt þau að vegna samdráttar síðustu ára þá eigið þið að njóta aukningar kvótans núna? Við erum allir búnir að kaupa okkur kvóta. Meira og minna hvert einasta fyrirtæki hefur gert það á síðustu árum og það hefur ekki verið ódýrt. Við erum bara að segja að sömu reglur verði að gilda um allt land fyrir alla. Það gengur ekki að smábátum sé út- hlutað aflaheimildum sem eru teknar af okkur á sama tíma og við verðum að kaupa aflaheim- ildir af öðrum, ef við ætlum að starfa áfram. En margir hafa grætt á því? Að sjálfsögðu. Menn eru náttúru- lega að fá mikla peninga fyrir kvótann. En menn skulda mikið og um leið og þeir selja er verið að borga skuldir. Það eru fjöl- mörg fyrirtæki hér sem hafa ver- ið að kaupa kvóta og einhverjir aðrir hafa fengið þá peninga. Margir útvegsmenn voru vel stæðir fjárhagslega fyrir daga kvótakerfisins. Það sem maður er ósáttur við er það hvernig Vestfirðingarnir haga sér þessa dagana í sambandi við línuíviln- unina. Þeir eru sjálfir búnir að selja kvótann frá sér mörgum sinnum. Og núna vilja þeir fá kvóta aftur til að selja, kvóta sem er tekinn af af okkur hinum. Hefur það ekki komið fram að þegar línuívilnun verði tekin upp þá verði sú aukning ekki tekin af núverandi kvóta? Línuívilnun eða línumismunun eins og ég vil kalla hana þýðir að við fáum minna úthlutað. Það er verið að taka veiðiheimildir úr takmörkuðum veiðistofni og færa þær sérstaklega til ákveðins hóps. Við sem höfum unnið eftir al- mennum reglum kvótakerfisins höfum sætt okkur við tímabund- inn niðurskurð til þess að fá svo aukningu þegar fiskistofnarnir hafa náð sér aftur. Ég er mjög ósáttur við að nú koma einhver sveitarfélög þar sem vandamál eru á ferðinni í at- vinnumálum, s.s. Raufarhöfn og Seyðisfjörður og kenna kvóta- kerfinu um þetta allt saman. Þeg- ar það var frjáls veiði hér þá glímdu þessi sveitarfélög og önn- ur við enn meiri vandamál en nú eru á ferðinni. Það eru búin að vera vandamál í atvinnumálum á þessum stöðum til margra ára, kvótakerfinu óviðkomandi. Fólk vill í dag búa í þéttbýlinu. Ég bendi á að ábyggilega helmingur af íbúum Reykjanesbæjar er að- flutt fólk. Ég sé ekki annað en að því líði vel, sem betur fer. Hvernig skilgreinir þú línuívilnun? Ég held að það sem t.d. Vestfirð- ingarnir leita eftir sé að línuíviln- unin festist á bátnum. Þannig að þegar línuívilnunin hefur verið í t.d. 3 ár þá segi bátaeigendur á Vestfjörðum að það sé í lagi að hætta ívilnuninni, en að þeir vilji að sú aukning sem þeir hafi fengið festist á bátnum. Ég held að þetta sé aðalinntakið og að með þessu séu þeir að vinna sér inn kvóta og ná honum út úr kerfinu án þess að borga fyrir hann. Og síðan selja þeir kvótann eins og þeir hafa verið að gera. Vestfirðingarnir tala mikið um vandamál í sinni byggð, en ég spyr hvort það sé ekki fólk hér á Suðurnesjum? Er fólk bara fyrir vestan eða annarsstaðar á land- inu? Eru ekki 400 manns at- vinnulausir hér á svæðinu? Ég held að smábátamenn á Vest- fjörðum séu komnir í mjög slæm mál og þingmenn Vestfjarða, sama hvar í flokki þeir standa. Þeir eru komnir saman í grátkór og almenningi ofbýður og er hættur að bera umhyggju fyrir þeim. Hvað vilt þú, sem formaður Útvegs- mannafélags Suðurnesja segja við þá sem vilja hefja útgerð í dag? Það er til fullt af góðum vertíðar- bátum á ótrúlega lágu verði til sölu og menn geta byrjað, með samvinnu við fiskverkanda. Þannig hófu margir sína útgerð í Í gamla daga þá gastu hvergi fengið krónu til að hefja útgerð. Svo geta menn keypt hlutabréf í útgerðarfélögum. Það er kannski minnsta áhættan falin í því. Þeir sem eru að hefja útgerð í dag verða þá að kaupa sér kvóta? Þeir verða bara að gera það eins og aðrir. Horfðu á fyrirtækin hér í kringum þig, Fiskval, sem hefur keypt allan sinn kvóta. Nesfisk sem keypti Eldeyjar-Súluna og hafði sama skipstjóra, áhöfn og veiðarfæri og hefur rótfiskað á skipið og er búið að kaupa sér 5000 þorskígildi. Þetta skip hefur reynst Nesfiski gullmoli en Út- gerðarfélagið Eldey sem gerði skipið áður út gafst upp. Telurðu möguleika Suðurnesjamanna mikla með alþjóðaflugvöll í grennd- inni? Útflutningur með ferskan fisk á eftir að aukast. Kínverjarnir eru að koma mjög skart inn á Evr- ópumarkaðinn, en þeir geta ekki keppt við okkur í ferskum fiski eða saltfiski. Við verðum hins- vegar að passa okkur á því að hafa fiskinn ekki svo dýran að fólk geti ekki keypt hann. En hvað með þorskeldi? Eiga Suður- nesjamenn einhverja möguleika þar? Við erum að reyna að ala fiskinn upp í sjónum hér við náttúrulegar aðstæður við landið. Það er þor- skeldið sem skiptir mestu máli. Ég held að slíkt eldi þurfi að vera inn á fjörðum, því ég sé ekki að þorskeldi verði rekið eins og lax- eldi. Hvað með fullvinnslu sjávarafurða hér á svæðinu? Það er búið að eyða gífurlega miklum peningum og tíma í all- skyns tilraunir sem hafa kannski ekki alveg tekist nógu vel. Ég held að fullvinnslan þurfi meira og minna að fara fram þar sem neytandinn er. Hvernig sérð þú sjávarútveg fyrir þér á Suðurnesjum eftir 20 ár? Ég held að við höfum eytt of miklum krafti í baráttuna um það hver eigi að veiða og eiga kvót- ann. Við höfum ekki sinnt sölu- málunum nægilega vel. Það virð- ist vera aukning í útflutningi á ferskum fiski og ég held að þetta svæði eigi eftir að hafa forystu í útflutningi á ferskum fiski, eins og við Suðurnesjamenn höfum haft. Ég vil að þeir sem starfa við sjáv- arútveginn fái vinnufrið í 15 til 20 ára svo þeir sjái fram í tímann. Það að einhverjir þingmenn sem hefur mistekist eitthvað skuli byrja á því að ráðast á kvótakerf- ið og gera það tortryggilegt. Það eru náttúrulega miklir peningar í þessu, en það er ekki lausnin að landsbyggðin herji á þéttbýlis- svæðin og útgerðirnar. Þegar Valdimar, Fiskanes og Þorbjörn voru fjölskyldufyrirtæki var litið á þessi fyrirtæki með hlýjum huga. En þegar sameiningin var orðin að veruleika og Þorbjörn - Fiskanes orðið til, þá fór maður að heyra úrtölumenn hallmæla því. Þetta er fyrirtæki sem er með 340 manns í vinnu. Hvað er að því að stunda sjó úr Grindavík? Þegar fyrirtækið er orðið stórt þá fara verkalýðsforingjar og þing- menn að tala illa um þetta fyrir- tæki. Hvaða vitleysa er hér í gangi? Fyrst væla þingmenn yfir því að einhverjir séu að græða á kvótanum og þeir djöflast í því að skapa nógu mikla óvissu með tali um fyrningarleið og sóknar- stýringu og svo framvegis, en þeir hafa ekki getað útskýrt þess- ar leiðir. Eins og staðan er hér á Suðurnesjum eftir síðustu kosn- ingar þá eru margir einstaklingar og fyrirtæki óttaslegin um að hér verði stórvægilegar breytingar. Og ef þessi minni fyrirtæki selja kvóta sinn af hræðslu við að tapa kannski öllu sínu ef kerfinu verð- ur breytt, þá verða þessir sömu þingmenn kolvitlausir af því að stórfyrirtækin kaupa þá kvótann. Vandi Sandgerðinga Víkurfréttir fluttu af því fréttir í fyrra að 90% kvóta Sandgerðinga hefði horfið úr sveitarfélaginu á síðustu 5 árum. Hvaða möguleika eiga Sand- gerðingar að þínu mati í sjávarútvegi? Það er náttúrulega slæmt þegar kvótinn fer frá einu sveitarfélagi, nánast á einu bretti. En það gat einnig gerst að fyrirtæki færu á hausinn - það hefði allt eins get- að gerst því það er alls ekkert ör- uggt í sjávarútvegi. En það er at- hyglisvert að Miðnes, Njörður, Jón Erlings, Arney og fleiri hver- fa úr Sandgerði, en á sama tíma vex Nesfiskur í Garði og er kom- ið með yfir 5000 þorskígildi og fyrirtækið rekur sína útgerð frá Sandgerði. Mér finnst að sjávarútvegsfyrir- tæki eigi að skilja eitthvað eftir sig í sínu byggðarlagi, þannig hefur það verið og þannig ætti það að vera. „Sjávarútvegsfyrirtæki eiga að skilja eitthvað eftir sig í sínu byggðarlagi“ ÞORSTEINN ERLINGSSON FORMAÐUR ÚTVEGSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA Í VIÐTALI VIÐ VÍKURFRÉTTIR - Þannig hefur það verið og þannig ætti það að vera, segir Þorsteinn Erlingsson Þorsteinn Erlingsson ásamt tengdasyni sínum Guðmundi Jens Guð- mundssyni við Óla á Stað, en Guðmundur verður útgerðarstjóri bátsins. Viðtal og mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 11:20 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.