Víkurfréttir - 09.10.2003, Síða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Á föstudag kemur út nýr
geisladiskur frá söngkonunni
Leoncie sem ber nafnið „Radio
Rapist - Wrestler” en á diskn-
um eru 13 lög. Tólf laganna
eru á ensku og eitt lag er sung-
ið á íslensku. Þetta er 5. geisla-
diskurinn sem Leoncie gefur út
en hún hefur verið búsett á Ís-
landi í rúm 20 ár. Leoncie sagði
í samtali við Víkurfréttir að
diskurinn væri mjög
sérstakur. “Þetta er
hart rokk og ég get lof-
að algjörri bombu. Þeg-
ar ég spilaði á Ljósanótt
fann ég að unglingun-
um líkaði mjög vel við
efnið af nýja disknum og
fagnaðarlætin voru heil-
mikil,” segir Leoncie, en hún er
mjög iðin við að semja tónlist.
Á næstunni mun hún halda
tónleika í Keflavík þar sem hún
mun kynna nýja diskinn, en
hún er töluvert bókuð vegna
tónleikahalds. „Ég mun á
næstunni halda tónleika í
Keflavík og er núna að athuga
með stað sem ég get spilað á.”
Uppistandið „Hitt” kennir þér
að lækka lostann og hjálpar
þér að öðlast fullkomna kyn-
ferðislega
ófullnægju.
Þetta er tilval-
ið námskeið
fyrir alla þá
sem vilja
vinna meira
og gera
minna af
„hinu.” „Hitt” er íslensk upp-
færsla á uppistandi austur-
ríska atferlisfræðingsins Bern-
hards Ludwigs um hvernig á
að öðlast fullkomna kynferðis-
legu ófullnægju. Aðrar sýning-
ar Ludwigs kenna fólki m.a. að
fá hjartaáfall og að verða virki-
lega feitt. Blanda hans af stað-
reyndum og uppistandi hefur
slegið í gegn um allan heim og
núna er komið að því að kenna
Íslendingum að gera „hitt” og
gera það betur. Leikkonan
Helga Braga Jónsdóttir nálgast
þetta viðkvæma mál af svo
hárfínni og vísindalegri ná-
kvæmni að áhorfendur vita
hreinlega ekki hvort þeir eiga
að hlæja, gráta, skrifa lesenda-
bréf eða bara drífa sig heim í
rúmið. „Hitt” er fullkomlega
örugg lækning við húmors-
leysi, tepruskap og fjölmörgum
öðrum andlegum kynsjúkdóm-
um.Verkið verður forsýnt í
Frumleikhúsinu í Reykjanes-
bæ 9. og 10. október nk.
I Ð A N D I M A N N L Í F Á S U Ð U R N E S J U M
Þú getur lært að verða
áhugalaus um kynlíf
Nýr geisladiskur frá
Leoncie
Framhlið geisladisksins
„Radio Rapist - Wrestler”
frá Leoncie.
VF
-lj
ós
m
yn
d/
Jó
ha
nn
es
K
r.
Kr
ist
já
ns
so
n
Það var mikið fjör í Stapan-
um á 40 ára afmælissýningu
Hljóma frá Keflavík sl. laug-
ardag, en um 250 matargestir
voru á sýningunni. Hljómar
stigu á svið rúmlega tíu og
spiluðu fram til miðnættis fyr-
ir matargesti. Hljómar tóku
gömul lög í bland við ný lög
sem eru á nýju plötunni
þeirra. Gestir tóku vel undir,
enda lögin þekkt s.s. Þú og ég,
hey hey heyrðu mig góða, bláu
augun þín og fjölmörg önnur.
Salurinn tók virkilega vel
undir þegar Hljómar tóku lag
sem þeir tileinka Keflavík,
Gamli bærinn minn. Stemn-
ingin var gríðarlega góð og
Hljómar slógu ekkert af í
kraftmiklum tónlistarflutn-
ingi. Matargestir voru mjög
ánægðir með sýninguna og
matinn, en í aðalrétt var fyllt-
ur lambahryggur. Klukkan
tólf á miðnætti stigu Árni Sig-
fússon bæjarstjóri og Harald-
ur Helgason veitingamaður í
Stapa á svið og afhentu
Hljómamönnum blóm og að
því loknu stjórnaði bæjar-
stjóri afmælissöng til handa
Hljómum.
40 ára afmæli
Hljóma í Stapanum
Árni Sigfússon bæjarstjóri og Haraldur Helgason veitingamaður í Stapa tóku
afmælissönginn fyrir Hljóma og tóku gestir vel undir.
Gríðarleg stemmning myndaðist í
Stapanum á Hljómasýningunni eins og
þessi mynd ber með sér.
Aldrei betri Hljómar ein einmitt nú!
FRAMKVÆMDATILBOÐ - 2 FYRIR 1
Þú kaupir og sækir pizzu og hvítlauksbrauð. Þú
færð aðra pizzu sömu stærðar frítt með.
Þú greiðir fyrir dýrari pizzuna.
Síminn er 421 4067 • Hafnargötu 30 Keflavík
VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 13:57 Page 16