Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 21
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. OKTÓBER 2003 I 21
BAG í samstarfi viðMET-Rx fæðubótarefnifrá Medico eru að hefja
nýtt aðhaldsnámskeið sem
slegið hefur í gegn á höfuð-
borgarsvæðinu nú í haust.
Námskeiðið heitir Fitnessbox
aðhald og er ætlað konum og
körlum á öllum aldri. Kennt
verður fjórum sinnum í viku,
mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum kl. 06:30 og á
laugardögum kl. 10:00
Á námskeiðinu verður farið í þær
æfingar sem stundaðar eru í
boxi, allt frá sippi til tæknilegra
box æfinga. En áhersla er lögð á
mikla fitubrennslu og aukið þol.
Til að tryggja gott aðhald verður
fyrirlestur um rétt mataræði og
fylgst með því út námskeiðið,
auk þess sem einstaklingar verða
mældir og vigtaðir. Vegleg verð-
laun í boði MET-Rx verða fyrir
mestan árangur.
Kennarar á námskeiðunum verða
Guðjón Vilhelm, hnefaleikaþjálf-
ari og Jón Oddur Guðmundsson,
en hann hefur mikla reynslu í Fit-
nessboxi og þjálfun tengda lík-
amsrækt.
Námskeiðið hefst nk. mánudag
13. október og er skráning hafin í
síma 863 7095.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefurráðið Björn Svein Björnsson sóknarprest á Útskálum til aðannast verkefni trúnaðarráðgjafa á vegum félagsins.
Hann mun sinna atvinnutengdri sálgæslu sem meðal annars tekur til
atvinnumissis, eineltis og annarra áreita sem kunna að koma á vinnu-
stað. Viðtalstímar hans verða á fimmtudögum frá kl: 12.00 til 14.00 á
skrifstofu félagsins, eða eftir nánara samkomulagi.
Séra Björn Sveinn Björnsson til VSFK
Fitnessbox
aðhald í BAG
➤ H R E Y S T I O G H R E Y F I N G
➤ A Ð S E N T
Níðingsverk
framið í
Sandgerði
Laugardaginn 4. októ-ber var ég ásamt fjöl-skyldu minni að
drekka sídegiskaffi sem
ekki er merkilegt það gera
flestir, en þá heyri ég að bíll
sem leið á um Hjallagötu í
Sandgerði gefur í og fer á
mikla ferð. Nokkru síðar
kemur nágranni minn og
tilkynnir mér að kötturinn
minn sé dáinn það hafi ver-
ið keyrt á hann. Þessi vesal-
ingur sem vann þetta níð-
ingsverk stakk af og sýndi
mikla hetjudáð.
Ég vona að þú lesir þetta
kannski vinur, því það gæti
hitt svo illa á að næst yrði
barn á vegi þínum. Þarna eru
oft mikið af börnum að leik
og eiga leið um þá er spurn-
ing hvort bremsupetalinn er
nær eða bensíngjöf in. Ég
vona að þú lærir af þessu.
Köttur er sagður eiga 9 líf en
í þetta skiptið átti hann bara
eitt greyið.
Virðingarfyllst
Sigurður Þorleifsson
Hjallagötu 4
245 Sandgerði.
VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 11:47 Page 21