Víkurfréttir - 09.10.2003, Qupperneq 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
grindvíska
F R É T T A S Í Ð A N
➤ Á B E N D I N GA R U M E F N I - h i l m a r @ v f. i s E Ð A 8 9 8 2 2 2 2
➤
„Ég á von á að fá bátinn af-
hentan fyrir lok nóvember-
mánaðar. Það er frágengið að
hann kemur inn í krókaafla-
markskerfið fyrir Daðey GK
777 og fær sama nafn og núm-
er. Ég er með rúmlega 180
tonna þorskígildistonna kvóta
á gamla bátnum og verð líklega
að bæta við mig töluverðum
kvóta til þess að hægt verði að
gera nýja bátinn myndarlega
út”, segir Páll Jóhann Pálsson,
skipstjóri í Grindavík, í samtali
við sjávarútvegsvefinn Skip.is.
Frá því var greint á skip.is í síð-
ustu viku að Páll Jóhann, sem er
fyrrum útgerðarstjóri og skip-
stjóri á skipum fjölskyldufyrir-
tækisins Vísis hf. í Grindavík,
hefði samið við bátasmiðjuna
Mótun um kaup á nýjum 14,9
brúttótonna línubáti af gerðinni
Gáski 1180. Fyrsti báturinn þess-
ar gerðar, sem reyndar er eilítið
smærri, var sjósettur í vikunni en
hann hefur verið seldur til
Stakkavíkur hf. í Grindavík. Það
vekur að sjálfsögðu athygli að
fyrrum skipstjóri og útgerðar-
stjóri hjá stóru og rótgrónu út-
gerðarfyrirtæki innan LÍÚ hygg-
ist hasla sér völl í krókaaflamark-
inu og einhverjir kynnu að segja
að þar með væri hann að ganga
til liðs við erkióvininn, Lands-
samband smábátaeigenda, sem
gætt hefur hagsmuna krókaafla-
marksmanna.
En hvers vegna smábátaút-
gerð?
„Ég er búinn að vera í þessum
línubardaga alla mína tíð og mér
fannst það vera álitlegur kostur
að fá mér bát af þessari stærð.
Um borð verður Mustad línu-
beitningarvél, litla vélin frá
Mustad, en ég er að gera mér
vonir um að hægt verði að vera
með 13 þúsund króka á línurekk-
unum en það samsvarar nokkurn
veginn 26 bjóðum,” segir Páll Jó-
hann en hann rifjar það upp að
þegar beitningarvél var fyrst sett
í línuskipið Sighvat GK þá hafi
kerfið um borð verið fyrir 20
þúsund króka. Nú er sem sagt
hægt að vera með 2/3 hluta þess
krókafjölda um borð í langtum
minna skipi. Væntanlega segir
það eitthvað til um hagkvæmni
útgerðarinnar og að ekki þarf
nema þriggja til fjögurra manna
áhöfn á bátinn. Beitningarvélin
er reyndar sambærileg við vélina
um borð í Freyju GK sem reynst
hefur ákaflega vel.
Heldurðu að þú fáir nokkra
línuívilnun fyrst þú ætlar ekki
að róa með landbeitta línu?
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á
því að menn verði neyddir til
þess að halda á línubölum með
línunni í land til þess að fá hlut-
deild í línuívilnuninni. Ég lít svo
á að verið sé að flytja beitning-
una og beitningarmennina út á
sjó og skil ekki að það eigi að
refsa manni fyrir það, segir Páll
Jóhann en búast má við því að
það verði frekar þröngt um borð í
hinni nýju Daðey GK 777 þegar
beitningarvélin og áhöfnin verð-
ur komin um borð. Páll Jóhann
segist búast við því að beitning-
arvélin og rekkarnir leggi undir
sig megnið af dekkinu.
Í Daðey GK 777 verður 635
hestafla Cummins vél. Í lest
verður rými fyrir tíu fiskkör af
stærðinni 660 lítra. Ganghraði
með afla verður einhvers staðar á
bilinu 15 til 25 mílur.
Leikfélag Grindavíkur endurvakið
Anton Þór og Berta Ómarsdóttir hafa endurvakið Leikfélag Grinda-
víkur og ætla í vetur að troða upp leiksýningum. Leikfélag Grindavík-
ur var stofnað árið 1975 og lagðist í dvala fyrir 14 árum. Stjórn Leikfé-
lags Grindavíkur er eftirfarandi: Formaður: Berta Ómarsdóttir. Vara-
formaður: Anton Þór Sigurðsson. Gjaldkeri: Hafrún Pálsdóttir og
meðstjórnendur: Gígja Egilsdóttir Stefán Borgdórsson.
Jón Adolf sýnir í listsýningasal
Saltfisksetursins
Jón Adolf opnaði tréútskurðasýningu í Listsýningasal Saltfiskseturs Ís-
lands í Grindavík, Hafnargötu 12a sl. laugardag. Jón Adolf er meðal
þekktustu tréútskurðamönnum landsins. Þetta er þriðja einkasýning
Jón Adolfs sem stendur til 4. nóvember. Listsýningasalur Saltfiskset-
urs Íslands í Grindavík er opinn alla daga vikunnar frá kl. 11 - 18.
- Páll Jóhann Pálsson fær nýjan
Gáskabát afhentan í nóvember
Með 13 þúsund línukróka á
14,9 brúttótonna smábáti
Töluvert líf hefur verið á höfninni í Grindavík síðustu daga, en Hrafn Sveinbjarnarson landaði á
miðvikudaginn í síðustu viku 400 tonnum að verðmæti 43 milljónir króna eftir 23 daga veiðiferð.
Grétar Sigurðsson starfsmaður Grindavíkurhafnar sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri
töluvert líf á höfninni, sérstaklega í kringum smærri línubátanna og línuskip Þorbjarnar Fiska-
ness. „Það hefur hinsvegar verið lítið um að Vísis bátarnir landi í Grindavík, þeir eru að landa á
Djúpavogi og Þingeyri þar sem Vísir hefur aðstöðu,” segir Grétar en uppistaða afla smærri línu-
bátanna hefur verið ýsa, keila og langa.
Hrafn með 400 tonn fyrir 43 milljónir
VF
-lj
ós
m
yn
d/
Jó
ha
nn
es
K
r.
Kr
ist
já
ns
so
n
VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 11:50 Page 22