Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 10

Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þ að er stundum svo gott að staldra við. Já,stundum gott að verða fyrir áfalli. Er þaðekki skrítið? Gleðin hér og sorgin þar, þær sem eru systur. Þær þurfa að standa saman í hverju sem á gengur. Úr öllu þarf að vinna. Komast að því að það eru allt of margir sem eru að kikna undan streitu, stressi og hrein- um leiðindum. Og verst er hversu óskaplega maðurinn er vanmátt- ugur þegar til kasta kemur. Hvað er að verða um gömul og góð gildi? Ég er minnt á þau þegar ég kem til ömmu. „Hvað eru mennirnir að hugsa? Hvaðan koma peningarnir fyrir þessu öllu?” “Jú, jú amma mín hafðu ekki áhyggjur, þetta reddast.” Jú, það reddast, eins og Ríó sungu hér um árið. Ég er farin að halda að þessar hugsanir brjótist sér- staklega fram á 10 ára fresti. Þetta virðist fylgja hálfum tug í aldri hjá mér en kannski eru það him- intunglin sem hafa áhrif. Hvað veit ég, bara ein- faldur jarðarbúi. Jafnvægið skortir. Jafnvægið í mig, í veðurfarið, þegar til lengri tíma er litið, í sam- félagið, já og í flest það sem á vegi mínum verður þessa stundina. Það er málið. Það sagði eitt sinn góður maður við mig: „Sveindís, þegar allir eru orðnir heimskir og vitlausir í kringum þig, þá þarft þú að líta í eiginn barm.” Nú er ég að því. Ég fer nú stundum eftir því sem mér er sagt. Ég var í stuttu vetrarfríi fyrir skemmstu og horfði yfir bæinn minn og mannlífið sem við mér blasti. Hér flytja menn fjöll í bókstaflegri merkingu. Landið tekur á sig breytta mynd og hvernig sem á allt er litið hefur færst blómi í atvinnulífið, a.m.k. á ákveðnum sviðum. Þetta minnir helst á síldina, að ég tali nú ekki um loðnu- tímabilið góða. Hvernig má það vera að ég hafi áhyggjur á þessum umbrota og uppgangstímum. Ég geri mér ferð í bæinn, (Reykjanesbæ) ræði við menn sem á vegi mínum verða. Fer á sýningu í Listasafninu í gömlu DUUS húsunum. Mæli með henni fyrir þá sem vilja sjá eitthvað svolítið „speis- að”. Kristinn Pálmason er með skemmtilega „öðru- vísi sýningu”. Hún hefur áhrif á mig. Það er nýaf- staðið SSS þing og það blasa við umbætur á Heil- brigðisstofnuninni og Hitaveitan vill bora á Reykja- nestá, reyndar í trássi við Siv, sem kemur haltrandi á þingið og stendur föst fyrir á sínum eina fæti. Framsóknarmennirnir haltra flestir þessa stundina og ég vara vin minn, Kjartan Má bæjarfulltrúa við, þegar ég hitti hann á förnum vegi. Hún er nú bráð- um að fara að hætta þessu „umhverfisvæli”, bless- unin. Samt stendur hún upprétt enn, þrátt fyrir Júlla Jóns og Albert sem virðist eins og ég hafa miklar áhyggjur af þessu öllu. Ég renni mér næst inn í rjómalognið á SSS skrifstofunum og ræði við nýjan atvinnuráðgjafa sem eins og ég hefur nokkrar áhyggjur af því hvaða stefnu við séum að taka í at- vinnumálum á svæðinu. Jafnvægi á umbrotatímum Tek gönguferð með bónda mínum og hundi um Fitjasvæðið og gef öndunum og svönunum sem, sem betur fer eru þarna enn þrátt fyrir allar breyt- ingarnar á svæðinu. Þær fagna mér þegar ég opna pokann með gamla brauðinu sem ég hef safnað til mögru áranna. Vilmar sem gefur svönunum alltaf á hverju ári er þarna líka. Hann þekkir þá nánast með nafni og bendir mér á ungana. Þetta er frábær upplifun, sem ég mæli með fyrir alla sem vilja hvíla hugann og upplifa yndislega náttúru inni í byggð. Þá er annað svæði sem ég mæli með en það er um- hverfi Hafna eins og það leggur sig með kirkjunni, Básendum og öllu því svæði, (á þessu svæði lúrir gamall langeldur fyrir aftan kirkjuna) áfram að brúnni á milli heimsálfa og alla leið út í það yndis- legasta af öllu, það er Reykjanestá, þar sem Eldey stendur úti fyrir og ber af eins og Ellý heitin Vil- hjálms, ókrýnd drottning dægurlaga. Hringi í Svæðisvinnumiðlun. Hún telur yfir 300 manns atvinnulausra á svæðinu, þar af eru yfir 200 manns úr Reykjanesbæ. Nýlega bárust þær fréttir að Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli væri að segja upp 90 manns, þar af byggju um 70 hér í bænum. Já, ekki get ég glaðst yfir þessum fréttum. Hvað er til ráða. Árni Sigfússon er beygður en hann er ekki brotinn þrátt fyrir að hann hafi ætlað með handafli að snúa Bush og hann sem hafði með sér allt heila stuttbuxnagengið. Þetta er sama gengið og stóð við hliðið í síðustu sveitarstjórnarkosningum og benti kjósendum á hversu fljótt Geirdalinn og allir hinir kommarnir í Samfylkingunni myndu reka herinn. Þeir lofuðu jú starfsmönnum Varnarliðsins því ef Samfylkingin kæmist til valda myndu þeir missa vinnuna. Flestir þeirra eru gamlir nemendur mínir sem mér þykir afar vænt um en það er önnur saga. Ég held, að öllu gamni slepptu að við getum öll ver- ið sammála um það að herinn fari innan tíðar, hvað sem við tautum og raulum. Þetta er ekki síður erfitt fyrir þá en okkur eftir hartnær 50 ár. Það er hinsvegar ástæðulaust að örvænta. Vaxtarbroddar til staðar Það eru jú ýmsir vaxtabroddar á þessu svæði og margir ónýttir möguleikar. Athafnarsvæðið í Helguvík er vissulega það sem koma skal hér á þessu svæði. En þurfum við í millitíðinni að fara út í hreppaflutninga? Sjáum við fyrir okkur að þessar aðgerðir og uppbygging, sem kosta okkur óhemju peninga, taki við öllu því fólki sem nú þegar er að sligast undan fjárhagsstressi og leiðindum? Það sem veldur mér raunverulegum áhyggjum þessa stundina er að þegar við erum að missa einn erlendan atvinnurekanda á svæðinu, Bandaríska herinn, þá tel ég að um og of sé treyst á erlenda að- ila til fjármögnunar á framtíðaratvinnuuppbygg- ingu. Það er síður en svo að ég telji alþjóðlegt sam- starf neikvætt, bind þvert á móti miklar vonir við það í framtíðinni. Ég held að við þurfum að staldra við, nota tækifærið á þessum snúningspunkti og skoða ný tækifæri. Okkur ber að endurskoða og endurhæfa. Við verðum í samráði við fólkið að finna leiðir til vænlegrar atvinnuuppbyggingar. Það eru mýmörg tækifæri. Ýmsum hugmyndum hefur verið fleygt fram s.s. flutningi landhelgisgæslunnar. Nóg er af hafnarmannvirkjum á svæðinu og flug- völlurinn er til staðar. Þá tel ég vissulega starfs- menntasetur á Varnarsvæðinu koma vel til greina. Ég tel að við þurfum að styrkja og efla starfs -og tæknimennt í landinu til muna í samráði við at- vinnulífið og hvar er betri staður en hér á Miðnes- heiði með tvöfaldri Reykjanesbraut. Við eigum að skoða svæðið í heild. Reykjanesið er eitt atvinnu- svæði. Það verður ekki hjá því komist að vinna með vandann til úrlausnar. Það er til að mynda ekki vænlegt til árangurs, að togstreita á milli sveitarfé- laga á svæðinu sé til staðar og geti grasserað vegna kvótakerfis eða vanhugsaðra lagasetninga. Þing- menn svæðisins hafa lýst áhyggjum sínum. Það er ekki nóg. Við verðum að snúa bökum saman, sveit- arfélög, stéttarfélög, þingmenn, félagasamtök, trúfé- lög og þeir aðilar sem að fjölskyldunum koma. Það þarf að vinna að uppbyggingu og áfallahjálp fyrir það fólk sem nú þegar hefur misst vinnu sína og ekki síður þá sem enn eru í óvissu um framtíð sína og fjölskyldna sinna. Þetta ástand snertir alla. Hér er um samfélagsvanda að ræða sem við verðum í sameiningu að leysa. Þetta snertir okkur öll! P.s. Ég vil þakka Kvennakór Suðurnesja og Lög- reglukórnum fyrir frábæra tónleika í Njarðvíkur- kirkju um síðustu helgi. Lengi lifi söngur og gleði. Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og það gera Grindvíkingar enn og nokkrir aðrir “geirfuglar” á nesinu. Kveðja, Sveindís Valdimarsdóttir. Hugleiðingar í skammdeginu ➤ S V E I N D Í S V A L D I M A R S D Ó T T I R S K R I F A R M iðvikudaginn 19.nóvember kl. 20.30stendur Byggðasafn Reykjanesbæjar fyrir fræðslufundi í Duushúsum, Duusgötu 2, Reykjanesbæ. Gestur kvöldsins er Jón Þ. Þór sagnfræðingur og mun hann kynna rannsóknir sín- ar á byggðasögu og sögu sjávarútvegs. Eftir Jón ligg- ur fjöldi ritverka, skemmst er að minnast útgáfu byggða- sögu Hafnahrepps, „Hafnir á Reykjanesi”, sem út kom s.l. vor, en áður hafði hann t.d. samið sögu Grindavíkur. Saga sjávarútvegs hefur ver- ið honum hugstæð og er nú um þessar mundir að koma út annað bindið í ritverki hans um sögu sjávarútvegs, Uppgangur og barningur. Penninn - Bókabúð Keflavík- ur verður með bækur Jóns á tilboðsverði á staðnum, heitt kaffi á könnunni.Allir vel- komnir. Saga sjávarútvegs í Duushúsum Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins í Keflavík fyrir góða umönnun. Guðríður Guðmundsdóttir, Sverrir Jóhannsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Einar Jóhannsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ómar Steindórsson, Þórunn Jóhannsdóttir, Eiríkur Hansen, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Jóhanns Gunnars Friðrikssonar, Hólabraut 2, Keflavík, frá Látrum í Aðalvík. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kolbrún Guðmundsdóttir, Hjördís Baldursdóttir, Halldór Kristinsson, Baldur Jóhann Baldursson, Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir, Tinna Björk Baldursdóttir, Björgvin Færseth, barnabörn og barnabarnabörn. Baldur Guðjónsson, Langholti 15, Keflavík, ✝ VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 14:01 Page 10

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.