Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 12

Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! E ins og fram hefur komiðí fjölmiðlum var hinnnýji Volkswagen Tran- sporter kjörinn sendibíll ársins 2004 á alþjóðlegri sendibíla- sýningu sem fram fer í Amster- dam. Bifreiðin verður kynnt hér á landi í innan tíðar en söluumboð HEKLU í Reykja- nesbæ, afhenti þó fyrstu bíl- anna nú nýverið. Það voru út- gerðarfyrirtækin Nesfiskur og Guðdís ehf. sem fengu bílana afhenta af Kjartani Steinars- syni, umboðsmanni HEKLU í Reykjanesbæ. „Volkswagen Transporter hefur alltaf verið með frábæra hlutdeild á vinnubílamarkaðnum hér á Suðurnesjum. Það er því mikill heiður fyrir okkur að fá að af- henda fyrstu bílana hér á landi til viðskiptavina okkar í Reykjanes- bæ. Við bindum miklar vonir við bílinn, enda eldri gerð hans af- burðabíll. Nýji bíllinn er frábær í umgengni, býður upp á mikla aksturseiginleika og hægt að fá í mörgum mismunandi útfærslum. Auk þess spillir ekki fyrir að verðið er frábært,” segir Kjartan Steinarsson, umboðsmaður HEKLU. 18 manna dómnefnd ritstjóra og útgefanda helstu viðskiptatíma- rita Evrópu sæmdi hinn nýja Transporter þessum ágætu verð- launum. Hinn nýi VW Tran- sporter kom á markaðinn í maí sl. og fékk heil 115 stig af 126 mögulegum. Betri árangur hefur ekki náðst í tólf ára sögu þessarar keppni. Pieter Wieman formaður dóm- nefndar hélt lofræðu þar sem hann útskýrði ástæður þess að sigur féll svo ótvírætt í skaut nýja sendibílnum frá Volkswagen. „Volkswagen hefur tekist hið ómögulega. Nýja Transporter- bifreiðin er jafnvel enn betri en fyrirrennari hennar, en þar var um afburðabifreið að ræða. Um að ræða atvinnubifreið þar sem ekki er slakað á neinum kröfum, með aukinni flutningsgetu, nýrri og enn öflugri vél en áður og bættum aksturseiginleikum”. Dómnefnd hrósaði Transporter- sendibílnum fyrir vélina og sagði að ný fimm strokka díselvél með beinni innspýtingu og nýr sex gíra gírkassi gerði það að verkum að ökumanninum fyndist að hann væri að aka sportbíl sem hann gæti ekki hugsað sér að yf- irgefa. Bifreiðin er framhjóladrifin og með nýjum fjaðrabúnaði sem hannaður er hjá atvinnubíladeild Volkswagen og þannig fær bif- reiðin aksturseiginleika sem nær jafnast á við fólksbifbifreið. Dómnefndin var einnig mjög hrifin af þeirri áherslu sem lögð er á að hlusta á tillögur notenda sjálfra um hvað þeir vilja hafa í bílum sem þeir kaupa. Þannig hafa orðið til margar snjallar og hagnýtar lausnir hvað varðar ör- yggi og nýtingu. Bestu mögulegu vinnuvistfræðilegu lausnir gera hinn nýja Transporter að einstök- um atvinnuvettvangi. Bernd Wiedemann, talsmaður framkvæmdastjórnar atvinnubif- reiðadeildar Volkswagen, var upp með sér á verðlaunaafhending- unni í Amsterdam yfir því að geta fullyrt að nýi Volkswagen sendibíllinn væri í fararbroddi, líkt og fyrirrennari hans. Hann bætti því við að eldri gerðin hefði í 13 ára sögu sinni fengið á fjórða tug verðlauna, bæði í Þýskalandi og erlendis, og að á sendibílinn væri jafnvel skráð heimsmet í heimsmetabók Guinness. Nýja Volkswagen sendibifreiðin hefur þegar fengið nafnbótina „Sendibíll ársins 2003” í Þýska- landi og enska tímaritið „What Van?” valdi hana líka sem „Sendibíl ársins 2003”. VW Transporter er smíðaður í verk- smiðjum Volkswagen í Hannover í Þýskalandi og í Poznan í Pól- landi. ➤ S Ö L U U M B O Ð H E K L U Í R E Y K J A N E S B Æ ➤ N O R R Æ N A B Ó K A S A F N S V I K A N Afhentu fyrstu eintökin af nýjum sendibíl ársins 2004 Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu fyrstu transporter pallbílanna, f.v Ingibergur Þorgeirsson frá Nesfisk Þórður Gunnarsson Heklu Kjartan Steinarsson Heklu Reykjanesbæ og Sigurður Friðriksson Guðdísi ehf. H afið og norðrið er yfir-skrift Norrænu bóka-safnavikunnar í ár. Vik- an hefst mánudaginn 10. nóv- ember og lýkur þann 16. sem jafnframt er dagur íslenskrar tungu. Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi bæjarins og Suðurnesjadeild Norræna félags- ins ætla í sameiningu að halda upp á vikuna og verður setning- arathöfnin í Duushúsum, Duus- götu 2 þann 10. kl. 18:00. Dag- skráin hefst með því að lesinn verður inngangskaflinn í skáld- sögu Alexanders Kielland, Garman og Worse, þar sem fjall- að er um hafið. Síðan tekur við fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Meðal annars verður ungum skáldum í Reykjanesbæ veittar viðurkenningar, en Bókasafn Reykjanesbæjar ákvað að verð- launa sérstaklega þau börn sem sendu inn ljóð í ljóðasamkeppn- ina Ljóð unga fólksins og komust áfram í úrslit á landsvísu. Hafið og norðrið VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 15:23 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.