Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 16

Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hvar eruð þið nákvæmlega staddir núna? Núna erum við nákvæmlega staddir í „borg” sem heitir Whangarei á Nýja Sjálandi. Við leigjum okkur litla Toyotu sem við komum til með að sofa í, borða í og örugglega ekkert fleira. Við erum að reyna að eyða sem minnstum pening hérna svo að við getum slett aftur úr klauf- unum í Mið-Ameríku. Okkur finnst svo miklu skemmtilegra í löndum þar sem menningin er frábrugðin menningunni heima. Svo er líka búið að vera grenj- andi rigning hérna! Hvernig hefur ykkur liðið? Við skemmtum okkur alltaf vel, sama hvað á dynur. Til dæmis í Ástralíu vorum við yfirleitt farnir að sofa klukkan 9:30-10:30 og akkúrat það augnablik sem við vorum að fara upp í rúm litum við á hvorn annan og grenjuðum úr hlátri yfir því að vera að fara að sofa svona snemma. Þannig að við getum alveg sagt að okkur líði yfirleitt alltaf mjög vel enda kemur okkur svo vel saman. Hafið þið lent í einhverjum vandræð- um? Nei, ekki nema bara það sem hefur komið fram í pistlunum (og svo það sem maður getur ein- faldlega ekki sagt frá hehe). Ef maður er ekki að leita að vand- ræðum eru litlar líkur að þær komi til manns. Reyndar, ef kalla má vandræði hefur endajaxlinn i Hemma verið að bögga hann síð- ustu vikuna og ef maður lítur á hann frá þeirri hlið sem hann er bólginn lítur hann út eins og bangsi. Þannig að þið sjáið kannski hvað allt hefur gengið vandræðalaust fyrir sig. Rifjið upp eina skemmtilega sögu? Það er eitt sem okkur dettur í hug sem við gleymdum hreinlega að segja frá. Við vorum í Siem Reap í Kambódíu á einhverjum skemmtistað þar. Við settumst niður við eitt af borðunum og pöntuðum okkur sitt hvorn bjór- inn. Ekki leið á löngu áður en heimamennirnir voru farnir að blanda geði við okkur og við reyndum að halda upp einhvers- konar samræðum þrátt fyrir tungumálamúrinn. Þó svo að við skildum ekki rassgat hvað þeir voru að segja og þeir ekki okkur heldur kom okkur vel saman með því að skála bara í staðinn á 5 sekúndna fresti og brosa bara til hvors annars. Svo lokaði skemmtistaðnum klukkan 3 og þeir spurðu okkur hvort við vær- um ekki tilbúnir í smá áfram- haldandi teiti. Við vorum nú meira en til í það og svo var lagt í’ann. Við vorum 7 allir til sam- ans en bara tvær vespur til að fara með okkur á staðinn sem var aðeins fyrir utan bæinn. Þeir létu það þó ekki stoppa sig heldur fóru 4 saman á aðra vespuna og létu fyllsta manninn keyra og við fórum aftan á með stráknum sem var ekki búinn að drekka neitt. Við keyrðum örugglega í 20 mínútur út fyrir bæinn. Fyrstu 5 mínúturnar voru allar á malbiki en svo tóku við hrikalegir mold- arvegir og um tíma vorum við farnir að hugsa um hvert í and- skotanum þeir væru að fara með Heimsreisufararnir hressir á Fiji eyjum: Karaókí í Kambódíu - Ameríka handan við hornið hjá heimsreisuförum Heimsreisufararnir Hemmi og Maggieru nú staddir á Nýja Sjálandi, en síðustu vikur hafa þeir ferðast um Kambódíu, Taíland og Ástralíu. Þeir eru ánægðir með ferðalagið það sem af er komið og þeim líður vel. Reglulega birtast pistlar frá þeim á heimsreisusíðu Víkurfrétta þar sem þeir fjalla á skemmtilegan hátt um það sem á daga þeirra hefur drifið. Skoða má heimsreisusíðuna á vefslóðinni vf.is/heimsreisan Félagarnir gengu af göflunum í stríðsleikjagarði þar sem þeir voru klæddir upp í alvöru galla og fengu byssur og sprengjur að vild! Kannast einhver við þessa uppstillingu? Rómantísk stund vð Tai Mahal. Traust „look“ hér á ferð í austurlöndum fjær! VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 15:24 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.