Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 18

Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r Jón Pétur Róbertssoner nýráðinn fram-kvæmdastjóri knatt- spyrnudeild- ar Keflavíkur, en Jón Pétur þjálfaði yngri flokka félags- ins í knatt- spyrnu árið 1998. Jón mun sjá um dag- legan rekstur knattspyrnu- deildarinnar. „Ég verð töluvert í stefnu- mótun og í almennu upp- byggingarstarf i hjá deild- inni,” segir Jón en honum líst mjög vel á aðstöðuna hjá fé- laginu. „Ég finn fyrir miklum meðbyr og úrvalsdeildarliðið hefur burði til að gera góða hluti í deildinni næsta sumar. Það eru samt erfiðir tímar framundan þar sem við þurf- um að vinna eftir leyfiskerfi KSÍ. En það er bara skemmtileg og gefandi vinna. Það er mikill hugur og metn- aður í stjórninni til að gera vel í úrvalsdeildinni. Hug- myndin er einnig að bæta samstarf við fyrirtæki og gera heimaleikina að stórviðburð- um og flykkja fólki á völl- inn.” Jón Pétur er í fullu starfi hjá Keflavík, en samhliða fram- kvæmdastjórn mun hann þjálfa 2. flokk karla í knatt- spyrnu. ➤ E I G E N D U R T O Y O TA - B Í L A ➤ K Ó R A R F J Ö L B R A U TA S K Ó L A S U Ð U R N E S J A Réðust inn í íbúð þroska- heftra ein- staklinga Hópur unglinga réðstinn í íbúð þroska-heftra einstaklinga í íbúð í Keflavík aðfaranótt laugardagsins og var lög- regla kvödd á staðinn til að rýma íbúðina. Unglingarnir komu inn óboðnir og ollu töluverðum skemmdum og brutu m.a. gifsveggi og eyðilögðu húsmuni.Að sögn Jóhannesar Jenssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns lög- reglunnar í Keflavík hefur brotið verið kært til lögregl- unnar. „Þetta er húsbrot þar sem fólk kom inn óboð- ið. Lögreglan er svo sem ekki ókunnug þessu því það er algengt að samkvæmi fara úr böndunum þegar óboðnir gestir koma í slík samkvæmi,” segir Jóhannes en lögreglan vinnur að rannsókn málsins. Gekk nakinn um líkams- ræktarstöð Ámiðvikudag í síðustuviku var óskað að-stoðar lögreglu vegna manns sem spígsporaði nakinn um líkamsræktar- stöð í Keflavík. Neitaði maðurinn að fara í fötin sín og gekk í rólegheitum um líkamsræktarstöðina , allsnakinn. Áður en lögregl- an kom á staðinn hafði tek- ist að fá manninn til að klæða sig og var aðstoð lög- reglu því afturkölluð. Ekki fara fréttir af því hvort maðurinn hafi stundað lík- amsræktina nakinn, en án efa hefur gestum stöðvar- innar brugðið við þessa uppákomu. Nýr fram- kvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Keflavíkur Opið hús hjá Kaffitári á laugardaginn GVS heldur glæsilegt Bingó í Stapanum í kvöld, fimmtudaginn 13. nóv. kl. 19:30 meðal glæsil- egra vinninga má nefna flug- ferðir utanlands, golfsett, matarkörfur, listmuni, gistingar ofl. Spilaðar verða 12 umferðir. Stjórn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar STÓR-BINGÓ Í STAPANUM Dagana 10. til 14. nóvember býður Toyota í Njarðvík til sér-stakrar eigendaviku þar sem eigendum Toyota bifreiða erboðin ókeypis vetrarskoðun hjá Bíliðn, Njarðarbraut 17 í Njarðvík. Opið verður alla dagana milli klukkan 8 og 18, en þar verður boðið upp á kaffi á meðan Toyota bíllinn er yfirfarinn. Ókeypis vetrarskoðun hjá Toyota/Bíliðn Reynslusaga Rut Reginalds söngkonu úr Keflavík er komin út, en Rut mun árita bókina í Pennanum Keflavík á morgun klukkan 16. Í bókinni segir Rut frá lífshlaupi sínu, en eins og flestir vita var hún ein hels- ta barnastjarna landsins um margra ára skeið. Margar sög- ur úr Keflavík eru í bókinni. „Ég er náttúrulega alin upp í Keflavík og í bókinni eru margar reynslusögur héðan, bæði góðar og svo miður góðar. Mér þykir ofsalega vænt um Keflvíkinga og ber miklar taugar til svæðisins,” sagði Rut í samtali við Víkurfréttir. Samhliða bókinni hefur verið gefinn út geisladiskur með barnalögunum sem Rut söng hér áður fyrr og segir Rut það vera gott tækifæri fyrir for- eldra að gefa börnunum sínum geisladiskinn um leið og það kaupir bókina. Rut Reginalds mun spila fyrir dansi á veitingastaðnum Paddy´s föstudags- og laugar- dagskvöld. Rut áritar í Pennanum Húsfyllir var á söngskemmtun kóra Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fram fór í DUUS-húsum sl. fimmtudagskvöld. Gestir voru ánægðir með söng kóranna og var rætt um það meðal gesta að þeir ættu mikla framtíð fyrir sér undir styrkri stjórn Kjartans Más Kjartanssonar. Undirleikarar voru Sigrún Gróa Magnúsdóttir á píanó og Guðbrandur Einarsson á hljómborð. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Kaffitár hefur tekið nýja kaffibrennslu í notkun og opnað nýtt, glæsilegt kaffihús og verslun að Stapa- braut 7 í Njarðvík. Að þessu tilefni verður opið hús laugardaginn 15. nóvember frá kl. 10:00 til 16:00. Auk þess sem gestum er boðið að skoða húsið mun Ragnheiður brennslumeistari brenna kaffi kl. 11 og 14 og kaffismökkun verður kl. 12 og 15. Þennan dag mun opna ljósmyndasýning og er hún tileinkuð kaffi. „Við verðum með heitt kaffi á könnunni og vonumst að sjá sem flesta kaffiunnendur”, segir Að- alheiður Héðinsdóttir eigandi Kaffitárs í samtali við Víkurfréttir. ® VF 46. tbl. 2003 #2 12.11.2003 15:33 Page 18

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.