Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 27

Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 27
Í síðustu viku skrifuðuKörfuknattleiksdeild ogUngmennaráð UMFN und- ir samstarfssamning við Bón- us.Af því tilefni var Jóhannesi Jónssyni í Bónus boðið að vera heiðursgestur á heimaleik Njarðvíkinga gegn KR-ingum á fimmtudaginn. Skrifað var undir samninginn áður en leik- urinn hófst, en að því loknu heilsaði Jóhannes upp á leik- menn liðanna. Samningurinn, sem er til fimm ára, felur í sér að Bónusmerkið verður á keppnistreyjum yngri flokka auk þess sem Bónusgrísinn mun prýða stigatöfluna í Íþróttamiðstöðinni. Báðir aðil- ar lýstu yfir ánægju með samninginn og horfðu spenntir til samstarfsins næstu árin. VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 13. NÓVEMBER 2003 I 27 ■Karfan / 1. deild kvenna ■Knattspyrna / Grindavík AUGLÝSING UM STARFSLEYFISTILLÖGU Umhverfisstofnun, stjórnsýslusvið. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. ÍS-NJARÐVÍK Njarðvík tapaði fyrir ÍS í 1. deild kvenna í körfuknattleik á mánu- dagskvöld 70-59. Njarðvíkurstúlkur byrjuðu betur og höfðu 6 stiga forskot í hálfleik 28-34. Í þriðja leikhluta tóku ÍS- stúlkur stjórnina og komust 9 stigum yfir. Þær héldu forystunni til loka og unnu góðan sigur að lokum og tryggðu sæti sitt á toppi deildarinnar. Njarðvík hitti illa úr 2ja stiga skotum sínum og er auðvelt að kenna innan við fjórðungs hittni um tapið auk þess sem ÍS tók mun fleiri fráköst og vörðu fjölda skota. Andrea Gaines var hafði algera yfirburði í Njarðvíkurlið- inu og skoraði 26 stig, tók 8 frá- köst og gaf 8 stoðsendingar, en þar á eftir kom Auður Jónsdóttir með 9 stig. Stigahæst ÍS stúlkna var Alda Jónsdóttir með 17 stig og þar á eftir kom Lovísa Guð- mundsdóttir með 16 stig. Svan- dís Sigurðardóttir var öflug undir körfunni og tók 14 fráköst. GRINDAVÍK-KEFLAVÍK Keflavíkurstúlkur unnu Grinda- vík í viðureign liðanna á laugar- daginn. Lokatölur voru 75-107, en Keflavíkurstúlkur náðu afger- andi forystu strax í öðrum leik- hluta. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, játaði fúslega að hans leikmenn hefðu mætt ofjarli sínum. „Við héngum í þeim fram undir miðjan annan leikhluta, en þar sigu þær fram úr. Þær náðu öllum fráköstum og fengu að leika lausum hala í teignum.” Pétur sá samt ýmislegt jákvætt í leiknum til dæmis í vörninni, auk þess sem liðið var að hitta mun betur utan af velli heldur en í síð- ustu leikjum. Hjörtur Harðarson hjá Keflavík var að vonum ánægður með frammistöðu síns liðs. „Leikur- inn var nokkuð jafn til að byrja með en svo fór breiddin hjá okk- ur að skila sér og munurinn jókst bara upp frá því. Nú er liðið von- andi búið að finna sig eftir tvo tapleiki í röð um daginn og ef stelpurnar koma til leikja tilbúnar til að spila og leggja eitthvað á sig erum við ekki auðsigraðar.” Stigahæstar Grindavíkur voru Sólveig Gunnlaugsdóttir (27 stig), Ólöf Pálsdóttir (15 stig) og Petrúnella Skúladóttir (14 stig). Hjá Keflavík voru Birna Val- garðsdóttir (27 stig) og Erla Þor- steinsdóttir (24 stig). Eftir sex umferðir eru Stúdínur efstar í 1. deildinni með 10 stig en Keflavík fylgir þeim fast á eft- ir með 8. Njarðvík er í þriðja sæti en Grindavík er í neðsta sæti deildarinnar. Pétur Guðmunds- son telur þó að hans lið hafi enn góðan möguleika á að ná einu af fjórum efstu sætunum og komast í úrslitakeppnina. Grétar Hjartarson, hinn öflugi framherji Grindavíkur, erfarinn að æfa aftur eftir erfið ökklameiðsli sem hafa haldiðhonum frá allri fótmennt svo mánuðum skiptir. Hann spil- aði ekkert með Grindavíkurliðinu í sumar, enda átti liðið afleitu gengi að fagna í Landsbankadeildinni í sumar þar sem þeir björg- uðu sér frá falli í lokaumferðinni. Grindvíkingar hljóta að fagna því að Grétar sé kominn á ferðina og vonast eflaust til þess að hann finni aftur form eins og hann var í sum- arið 2002 þar sem hann var markahæsti maður deildarinnar. Grétar segir í samtali við heimasíðu Grindavíkur að á næstu dögum komi í ljós hvenær hann gæti farið að beita sér af fullum krafti á æfingum. Grindavíkurstúlkur mættu ofjarli sínum Grétar Hjartarson stíg- ur upp úr meiðslum Bónus í samstarf við Njarðvíkinga FRAMKVÆMDATILBOÐ - 2 FYRIR 1 Þú kaupir og sækir pizzu og hvítlauksbrauð. Þú færð aðra pizzu sömu stærðar frítt með. Þú greiðir fyrir dýrari pizzuna. Síminn er 421 4067 • Hafnargötu 30 Keflavík VF 46. tbl. 2003 #3 12.11.2003 15:47 Page 27

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.