Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Side 16

Víkurfréttir - 12.02.2004, Side 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið Keflavík tryggði sér bikar-meistaratitil karla annaðárið í röð eftir öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 93-74. Þetta er í fyrsta skiptið í 10 ár sem karla- lið ver bikarmeistaratitil sinn, eða síðan þeir afrekuðu slíkt sjálfir árin 1993-94. Aðdragandi leiksins markaðist að miklu leyti af óvissu með liðs- uppskipan Njarðvíkinga. Lykil- menn eins og Brandon Woudstra og Brenton Birmingham voru meiddir og Egill Jónasson var veikur. Þá var Páll Kristinsson dæmdur í leikbann fyrir að hafa stjakað við dómara í deildarleik. Njarðvíkingar fengu Larry Bratcher til liðs við sig til að fylla í skarðið, en þegar kom loks að leiknum voru Brenton og Brandon báðir í byrjunarliði þeirra, en voru greinilega ekki í toppformi. Stemmningin í Laugardalshöll- inni fyrir leikinn var engu að síð- ur frábær og Suðurnesjamenn fjölmenntu til að styðja sín lið og nötraði Höllin oft í látunum frá þeim. Fyrstu mínúturnar var leikurinn jafn þar sem Larry Bratcher skoraði fyrstu 8 stig sinna manna. Hann skoraði þó ekki meira það sem eftir lifði leiks á meðan Keflvíkingar náðu smám saman undirtökunum og jókst munurinn stöðugt allan leikinn án þess að Njarðvíkingar fengju rönd við reist. Brenton átti greinilega að bera sóknarleik sinna manna uppi, en hann var stífdekkaður allan tím- ann og átti erfitt um vik. Þá sást Brandon varla allan leikinn þar sem meiðslin háðu honum og hann skoraði bara 2 stig. Hjá Keflvíkingum átti Arnar Freyr Jónsson stórleik og dreif sína menn áfram ásamt því að Derrick Allen átti glimrandi leik undir körfunni þar sem hann og Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík áttust við í sögulegu einvígi. Undir lok fyrri hálfleiks áttu Njarðvíkingar mjög góðan sprett þar sem þeir náðu að minnka muninn í 3 stig, 43-40, en Kefl- víkingar svöruðu að bragði og juku muninn í 7 stig fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik breikkaði bilið milli liðanna jant og þétt og þrátt fyrir að Keflvíkingar misstu Jón Nordal og fyrirliðann Gunnar Einarsson útaf með fimm villur varð ekkert úr neinu hjá Njarð- víkingum og má segja að leikur- inn hafi verið búinn þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka og munurinn var 17 stig. Lokamínútan leið og öllum var ljóst hvernig færi og þegar flaut- an gall fögnuðu Keflvíkingar mikið og áhorfendur flykktust út á gólf og fögnuðu sínum mönn- um vel og innilega. Falur Harðarson, annar þjálfara Keflvíkinga, var í skýjunum eftir leikinn. „Þetta var frábært! Við náðum að spila okkar leik og keyra upp hraðann og sóttum stanslaust á þá. Þetta var bara frá- bær sigur liðsheildarinnar.“ Friðrik Ragnarsson, kollegi Fals hjá Njarðvík, var auðvitað ekki sáttur við leikinn, en játaði að betri aðilinn hefði sigrað. „Þeir voru betri en við allan leikinn. Brenton og Brandon voru greini- lega ekki í góðu formi og við söknuðum Palla líka, en við urð- um bara að spila úr því sem við höfðum.“ Eins og fyrr sagði átti Derrick Allen stórleik þar sem hann skor- aði 29 stig og tók 20 fráköst. Nick Bradford kom honum næst- ur með 22 stig, en hetja leiksins var engu að síður hinn tvítugi Arnar Freyr Jónsson sem skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar auk þess að stela 5 boltum. Í liði Njarðvíkur var Brenton stigahæstur með 24 stig, en Frið- rik Stefánsson bar af með 18 stig, 18 fráköst og 7 varin skot. Í úrslitaleik bikarsins um helgina kvaddi ungur og efnilegurleikmaður sér hljóðs og sannaði sig svo um munar.ArnarFreyr Jónsson, tvítugur Keflvíkingur, stal senunni og átti stórleik sem tryggði sínum mönnum sætan sigur á erkifjendun- um Njarðvíkingum í skemmtilegum leik.Víkurfréttum lék for- vitni á að vita meira um þennan efnilega leikmann og gaf hann sér tíma til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Hvenær fórstu að æfa körfubolta? Ætli ég hafi ekki verið svona ellefu ára. Það kom ekkert annað en Keflavík til greina. Hverjir eru þínir helstu styrkleikar sem leikmaður? Ég er snöggur og les leikinn vel. Hverjir eru þínir helstu veikleikar sem leikmaður? Ætli ég þurfi ekki aðeins að laga skotið hjá mér. Það er svona það helsta, en það er alltaf hægt að bæta sig. Ertu í skóla? Já, ég er í FS. Ég er skráður á náttúrufræðibraut, en ég fer annað hvort í arkitektúr, eða bara í fasteignasölu eins og pabbi eða eitt- hvað. Truflar boltinn skólagönguna? Nei alls ekki. Nú stóðstu þig sérlega vel í úrslitum bikarkeppninnar.Varstu öðruvísi stemmdur fyrir þennan leik en aðra? Já, það var náttúrulega meiri spenna og bikar í húfi þannig að mað- ur hugsaði aðeins meira um þetta. Hvernig leið þér eftir leikinn? Bara eintóm gleði maður! Svo er rosa gaman núna þegar maður hittir fólk úti á götu og allir eru að óska manni til hamingju og hrósa manni fyrir góðan leik. Hefurðu leitt hugann að atvinnumennsku? Nei, ekki neitt svoleiðis. Ég ætla bara að reyna að standa mig hérna heima fyrst áður en ég fer eitthvað að spá í því. Hefurðu einhverja hjátrú í sambandi við leiki? Já, ég reyni að gera alltaf sömu hlutina og svo á ég kross sem ég er alltaf með í leikjum. Keflvíkingar sneru aftur frá Reykjavík á laugardaginn með tvo bikartitla í fartesk- inu þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins unnu góða sigra. Þetta var enn- fremur í fjórða skipti sem liðið vinnur báða titlana sama árið, en einu félögin sem hafa afrekað slíkt eru KR (1977) og ÍS (1978). Öruggt hjá Keflavíkurstrákum Tvöfalt hjá Keflavík Margt Smátt Hæð: 182 Skónúmer: 42 1/2 Áttu kærustu? Já, hún heitir Elín- borg Ósk Jensdóttir Bíll: Nissan Almera Hvaða bók lastu síðast? Ég held bara að ég hafi ekki lesið bók síðan ég las Lalla Ljósastaur um árið. Ég les bara ef ég þarf að lesa í skólanum og ekkert meira en það. Hvaða diskur er í græjunum? R- Kelly Uppáhalds hljómsveit: Engin sér- stök. Ég hlusta mest á rapp, en er eiginlega alæta á tónlist og get hlust- að á allt sem er með góða melódíu og svoleiðis. Kvikmynd: Shawshank Redemption Lið í enska: Liverpool, en maður hálfskammast sín fyrir það núna. Lið/leikmaður í NBA: Boston Celt- ics og LeBron James Matur: Subway Drykkur: Kók Ví ku rfr ét ta m yn d: To bí as Sv ei nb jö rn ss on Ví ku rfr ét ta m yn d: To bí as Sv ei nb jö rn ss on 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 12:44 Page 16

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.