Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Side 17

Víkurfréttir - 12.02.2004, Side 17
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 12. FEBRÚAR 2004 I 17 Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 sport@vf.is Keflavíkurstúlkur eruBikarmeistarar KKÍ ogLýsingar eftir frækileg- an sigur á KR, 72-69 síðastlið- inn laugardag. Í byrjun leiks gekk lítið upp hjá hvorugu liðinu og eftir 3 mínútna leik var staðan 3-0 fyrir KR. Keflvíkingar skoruðu ekki fyrr en eftir 4 mínútur sem þykir ekki frambærilegt á þeim bænum og lengi vel leit út fyrir að stúlkurn- ar gerðu aðra fýluferðina í Höll- ina í röð þar sem ekkert gekk upp hjá þeim. Í sókninni hittu þær illa úr skotum sínum og gáfu oft og tíðum óvandaðar sending- ar sem rötuðu í hendur KR. Þá fóru Katie Wolfe og Hildur Sig- urðardóttir oft illa með Keflavík- urvörnina, en dagskipunin fyrir leikinn var að taka þær tvær úr umferð eins og hafði verið gert með góðum árangri í síðustu leikjum liðanna. Í hálfleik var staðan 27-31, KR í vil þar sem Keflvíkingar virtust alveg heillum horfnar og seinni hálfleikur bauð upp á sömu dag- skrá og voru stuðningsmenn þeirra sumir orðnir hræddir um að bikarinn væri að renna þeim úr greipum annað árið í röð. Þegar 4 mínútur lifðu enn af leiknum voru KR-stúlkur komn- ar með 11 stiga forskot og var allt útlit fyrir að bikarinn yrði í Vest- urbænum næsta árið. Þá fóru hlutirnir loks að ganga upp í sókninni hjá Keflavík og vörnin setti í lás. Reynsla Keflvíkinga fór loks að skila sér þar sem smám saman saxaðist á forskot KR-inga og þegar ein mínúta var eftir setti Erla Reynisdóttir þriggja stiga körfu sem minnkaði muninn í þrjú stig, 66-69. Kefl- víkingar skoruðu svo síðustu sex stig leiksins og tryggðu sér sigur. Á þessum síðustu 4 mínútum skoruðu Keflavíkurstúlkur 15 stig á móti 4 stigum KR þar sem nöfnurnar Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir skoruðu öll stig síns liðs. Hjörtur Harðarson, þjálfari bikar- meistaranna, var að vonum him- inlifandi með titilinn, en var síður en svo sáttur við spilamennskuna hjá sínum stelpum í heildina litið. „Við vorum að spila illa 80% af leiknum þar sem við tókum léleg skot og vorum ekki að berjast í sóknarfráköstunum eins og KR- ingarnir. En svo undir lokin sáum við að við höfðum engu að tapa og létum vaða á þetta. Það sýnir auðvitað ákveðinn styrk að geta unnið svona stórleiki eins og þennan þrátt fyrir að spila svo illa mestan tímann, en KR voru mjög sterkar í leiknum og spiluðu vel.“ Svava Stefánsdóttir var fremst meðal jafningja í meistaraliðinu þar sem hún skoraði 15 stig eins og Erla Þorsteinsdóttir. Þá var Anna María Sveinsdóttir geysi- lega drjúg að venju og lauk leikn- um með 14 stig og 15 fráköst og vann þar með 11. bikartitilinn á ferlinum. Hjá KR átti Katie Wolfe stórleik og skoraði 30 stig og Hildur Sig- urðardóttir gerði 19 og tók 10 fráköst. Erlurnar kláruðu KR Ví ku rfr ét ta m yn d: To bí as Sv ei nb jö rn ss on 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 13:34 Page 17

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.