Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 26. FEBRÚAR 2004 I 17 Halldór Ármannsson erað reisa einbýlishús aðBogabraut í Sand- gerði, en Halldór er múrara- meistari að mennt. Að sögn Halldórs líst honum vel á hverfið og segir að lóðir í Sandgerði séu töluvert ódýr- ari en í Reykjanesbæ. „Það er töluverður verðmunur á lóð- um í þessum tveimur bæjar- félögum. Ég hef búið í Sand- gerði sl. 5 ár og mér líkar vel hér,“ segir Halldór en húsið að Bogabraut er það þriðja sem hann reisir, en áður byg- gði hann tvö hús í Keflavík. Halldór segist sjá að það sé meira um það í Sandgerði að fólkið sé sjálft að vinna við byggingu húsa sinna. „Með því að vinna sjálfur er ódýr- ara að byggja, það segir sig í rauninni sjálft.“ Halldór er ánægður með skipu- lagið að Bogabraut. „Þetta er skemmtilegt framtíðarskipulag og hverfið verður mjög fallegt. Það er álfhóll hérna rétt við hverfið sem fær að sjálfsögðu að halda sér - það verður ekki hreift við honum,“ segir Hall- dór og hann telur að Sandgerð- isbær muni sækja í sig veðrið á næstu árum hvað varðar íbúa- fjölgun. „Það er kannski ekki mikla atvinnu að fá hér í Sand- gerði, en bæjarfélagið er vel staðsett hér á Suðurnesjum og þægilegt að komast til vinnu á Keflavíkurflugvelli til dæmis. Ef maður er farinn að tala um að sækja vinnu á höfuðborgar- svæðið af Suðurnesjum þá skiptir það engu máli hvort maður búi í Sandgerði eða Reykjanesbæ.“ Reisir hús að Bogabraut sameinuð þá eiga íbúarnir að hafa miðju í þessum bæjarkjarna þar sem fólk hefur gaman af að koma og vera í fallegra um- hverfi. Hvernig sérðu Sandgerði fyrir þér eftir nokkur ár? Sandgerðisbær á að geta orðið einn af fallegustu útgerðarstöð- um landsins en það þarf þá að vera þokkaleg útgerð hér og það er á því sviði sem skóinn kreppir þessa dagana. Við munum áfram vinna að því að svo megi verða og vonandi munum við vera með fréttir af þeim málum innan tíðar. Tíu lóðum hefur verið úthlutað að Bogabraut og hefur verið flutt inn í tvö hús í hverfinu. T.v: Einbýlishús í byggingu við Miðtún. Að neðan: Eitt hús er í byggingu við Stafnesveg og að Suðurgötu 36 er nýbúið að reisa fjögurra íbúða hús. Texti og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson F lautu og gítartónleikarverða haldnir fimmtu-dagskvöldið 4. mars kl. 20:00 í Listasafni Reykjanes- bæjar, Duus-húsum. Þar koma fram Dagný Marinósdóttir flautuleikari og Þorvaldur Már Guðmundsson gítarleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Bartók, Fauré, Albeniz, Ibert, Barrios, Pujol auk þess sem frumflutt verður verk eftir Suðurnesjamanninn Eirík Árna Sigtryggsson. Dagný Marinósdóttir útskrifaðist vorið 2002 frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík með blásara- kennara og burtfararpróf í flau- tuleik. Aðalkennarar hennar þar voru Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir. Dagný hefur sótt fjölda námskeiða og einkatíma erlendis m.a. hjá Willi- am Bennett, Peter Lloyd, Wissam Boustany og Toke Lund Christi- ansen. Dagný hefur komið fram á ýmsum tónleikum innanlands sem utan. Þorvaldur Már hóf nám í klass- ískum gítarleik hjá Leifi Vilhelm Baldurssyni í ársbyrjun 1989. Hann lauk 6. stigi í í gítarleik frá Tónlistarskóla Húsavíkur vorið 1994. Haustið 1996 hóf hann nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og var hans aðal- kennari þar Símon H. Ívarsson. Þaðan lauk Þorvaldur 8. stigi og kennaraprófi vorið 2000. Vetur- inn 2000-2001 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítar- leik í Barcelona hjá Arnaldi Arn- arsyni og einnig stundaði hann nám í flamenco gítarleik hjá Manuel Granados. Þorvaldur hefur einnig sótt ýmis ma- sterklass námskeið t.d. hjá David Russel, Göran Sölsher og Manu- el Barrueco. Dagný og Þorvaldur Már starfa bæði sem tónlistarkennarar m.a. við Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar. Flautu og gítartónleikar í Listasafni Reykjanesbæjar 9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:45 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.