Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! A lls eru 19 aðilar íReykjanesbæ sem tengj-ast forvarnarstefnu bæj- arins, en samstarfið var form- lega kynnt á fundi sem haldinn var í Kirkjulundi í síðustu viku. Forvarnarstefnan var samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í nóvember sl. Markmið forvarnarstefnunnar er að stuðla að auknu heil- brigði og hamingju barna, ungmenna og fjölskyldna þeir- ra. Í forvarnarstefnunni segir að til þess að slíkum árangri megi ná þurfi markvissa og góða samvinnu meðal þeirra sem vinni að forvörnum. Á kynningarfundinum var full- trúum allra þeirra aðila sem taka þátt í forvarnarstefnunni afhent eintak af stefnunni. Í vinnuhópn- um sem vann að gerð forvarnar- stefnunnar eru Ragnar Örn Pét- ursson forvarnar- og æskulýðs- fulltrúi, Rannveig Einarsdóttir yf- irfélagsfræðingur og Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur. Í máli Ragnars Arnar kom fram að bæjarstjórn hafi skipað 6 aðila í svokallað forvarnateymi frá stofnunum Reykjanesbæjar. Gert er ráð fyrir að forvarnarteymið komi saman 2 til 3 sinnum á ári og fari yfir markmið og fram- kvæmd forvarnarstefnunnar og að einu sinni á ári verði samráðs- fundur allra aðila. Ragnar Örn sagði að mjög marg- ir aðilar ynnu gott forvarnarstarf í bænum og benti hann sérstak- lega á að slíkir aðilar gætu sótt um styrki til forvarnasjóðs Reykjanesbæjar, en í sjóðnum er ein og hálf milljón króna til út- hlutunar á þessu ári. ➤ F O R V A R N I R Í R E Y K J A N E S B Æ ➤ K E F L A V Í K U R F L U G V Ö L L U R Forsvarsmenn forvarnastefnu Reykjanesbæjar í Kirkjulundi. Nítján aðilar þátttakend- ur í forvarnarstefnu Reykjanesbæjar Tollverðir á Keflavíkur-flugvelli fundu í síðustuviku um 10 kg af hassi í vörusendingu, en maður um þrítugt var handtekinn vegna málsins á föstudag og var hann á laugardag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Miðað við 2.200 króna meðal- verð á grammi af hassi í lausa- sölu í janúar sl., uppgefnu af SÁÁ, er ætlað götuverðmæti af sölu á 10 kg af hassi um 22 millj- ónir. Hass fannst í vörusendingu 9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:02 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.