Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 31
Uppl. skrifst.5.900.000,- Heiðarból 2, Keflavík. Prýðisgóð 2ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Nýlegt parket á gólfi, baðherbergi nýlega tekið í gegn. Snyrtileg eign. 7.200.000,- Hringbraut 59, Keflavík. Um 77m2 3ja herb. íbúð á miðhæð í sexbýli. Endurnýjaðar ofna-, neyslu- og skolplagnir og allir gluggar eru nýlegir. Húsið málað að utan árið 2002. Laus fljótlega. 7.700.000,- Heiðarholt 2, Keflavík. Þriggja herb. 84m2 íbúð á 3 hæð í fjölbýli. Mjög falleg og björt íbúð, parket og flísar á öllum gólfum, góðar inn- réttingar, snyrtileg sameign. 8.500.000,- Þórustígur 30, Njarðvík. Tvær 3ja herb. íbúðir sem hvor um sig hafa sérinngang. N.h. er 92m2 og e.h. 73m2. Húsið hefur nýlega verið einangrað og klætt að utan og þakjárn er nýlegt. Uppl. á skrifst. Hjallavegur 5, Njarðvík. 3ja herb. um 82m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Nýlegt parket á gólfum, endurnýjað gler og nýlegt þakjárn. Laus strax. 8.100.000,- Víkurbraut 38, Grindavík. Um 92m2 íbúð á e.h. í tvíbýli ásamt 23m2 bílskúr. Sérinng. er í eignina, nýleg eldhúsinnr. Hátt ris, sem gefur mikla möguleika. Loftop frá holi. 9.000.000,- Grænás 1b, Njarðvík. 5 herb. 108m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Rúmgóð eign, húsið nýlega allt tekið í gegn að utan, snyrtileg sameign. Laus fljótl. 9.900.000,- Suðurgata 25, Sandgerði. 57m2 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Parket á gólfum, nýtt járn á þaki og ný- legar rennur, laus strax. Sunnubraut 13, Keflavík. Um 44m2 3ja herbergja risíbúð. Eign sem býður upp á ýmsa möguleika, nýleg eldhúsinn- rétting og parket á stofu. Áhvílandi viðbótarlán. 5.500.000,- Birkiteigur 3, Keflavík. Um 120m2 einbýli á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Rúmgóð eign með fjórum svefnherb. 13.200.000,- Þverholt 14, Keflavík. Um 136m2 einbýli ásamt 39m2 bílskúr. Parket, nýir gluggar og þakjárn. Endurn skolplagnir. Stór afgirtur garður,4 svefnherb. Bílskúr fullbúinn, ný bílskúrs- hurð. Góð eign á góðum stað. 18.000.000,- Holtsgata 40, Njarðvík. Um 82m2 einbýli sem þarfnast endurbóta. Eldhús, bað, stofa, þvottahús, tvö herb. og geymsla. Eign á góðum stað sem býður upp á ýmsa möguleika. 6.800.000,- Guðlaugur H. Guðlaugsson löggiltur fasteigna- og skipasali Halldór Magnússon sölustjóri Hafnargötu 29, 2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 • fax 420 4009 • studlaberg.is Hringbraut 89, Keflavík. Um 153m2 einbýli á 2 hæðum ásamt 48m2 bílskúr. Sérinng. er á hvora hæð, hægt að leigja út. Eign sem gefur mikla möguleika. 12.800.000,- Sunnubraut 9, Keflavík. Um 123m2 einbýli á 2. hæðum ásamt 40m2 bílskur. Eign á besta stað í bænum, allt nýtt á baðherb., endurn skolp-, ofna- og neyslulagnir, nýtt þakjárn, gluggar og nýklætt að utan. Uppl. á skri Eyjaholt 17, Garði. 5 herb. 135m2 einbýli, 53m2 tvöf. bílskúr. Rúmgóð eign, parket á gólfum, baðh. flísalagt. Búið að útbúa herbergi í hluta af bílskúr. Góður staður. 12.900.000,- Garðbraut 102, Garði Um 110m” parhús ásamt 48m” bílskúr, þrjú svefnherb., sér íbúð í bílskúr, glæsilegur garður. Blómsturvellir 4, Grindavík. Um 105m2 einbýli, 46m2 bíl- skúr. Mjög opin og skemmtileg eign. Herbergi í hluta af bílskúr með wc, stór innkeyrsla. Háseyla 19, Njarðvík. Um 156m2 steypt einbýli, 51m2 bílskúr. Parket á gólfum, baðherb. flísalagt, arinn í stofu.Vel skipu- lagt, góð aðkoma, hiti í plani. 17.400.000,- 11.000.000,- 14.900.000,- VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 26. FEBRÚAR 2004 I 31 South River Band spilar áPaddý´s Hafnargötu 38Keflavík fimmtudaginn 26. febrúar kl. 22:00. Það hefur ekki farið mikið fyrir grasrótarsveitinni frá Kleifum í Ólafsf irði, sem kallar sig SOUTH RIVER BAND, en sveitin hefur þó komið saman til æfinga og sköpunar 114 sinnum frá 1. feb. 2001 og komið fram opinberlega í 74 skipti. Sveit þessi hefur hljóðritað einn disk með 14 lögum úr ýmsum áttum. Nú vinnur sveitin að gerð annars hljómdisks. Tónlist sveitarinnar einkennist af sérkennilegri blöndu þar sem ægir saman tón- listaráhrifum úr suður-amerískri tónlist, bandarískri bluegrasstón- list, keltneskum töktum og aust- antjalds vodkastemningu í bland við íslenskar hefðir. Fjöldi laga og texta á dagskrá sveitarinnar eru eftir meðlimi hennar. SRB leikur sína tónlist án raf- mögnunar og hentar veitinga- staðurinn Paddy´s einkar vel, þar sem nálægð áheyrandans er mik- il. Hljóðfæraskipan er fjölbreytt þar sem sjö menn skipa sveitina en þeir eru: Grétar Ingi Grétars- son á kontrabassa, Gunnar Reyn- ir Þorsteinsson á slagverk, Helgi Þór Ingason á harmonikku, Kor- mákur Bragason á gítar, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar, Ólaf- ur Sigurðsson (kennari í Kefla- vík) á mandólín og Ólafur Þórð- arson á gítar. Allir syngja þeir með. Núna um helgina er von áaragrúa af röppurumog skífuþeyturum til Reykjanesbæjar nánar tiltekið á Zetuna, vegna Rapp og R’n’B helgi í Reykjanesbæ. Þetta byrjar allt á föstudaginn klukkan 23:00 þegar plötusnúður úr Reykjanesbæ, Dj Krystall, þeytir skífum en þá er einmitt skráning í rímnakeppni sem er sú fyrsta sem haldin er í Reykjanes- bæ. Á laugardaginn klukkan 23:00 verður háð rímnakeppnin en skráning í hana verður bæði á föstudags og laugardagskvöldið. Rímnakeppni er þegar tveir aðil- ar ríma um hvorn annan á sniðugan og skondinn hátt og er fyrirmyndin fengin úr Bandaríkj- unum og úr kvikmyndum eins og 8mile með Eminem. Síðan er komið að nafntoguðum röppurum á Íslandi en það eru þeir DNA Dóri og Bent úr Rottweiler hundum sem munu taka lagið ásamt því sem að Iceberg, rapparinn úr Njarðvík, mun stíga á stokk og frumflytja eitt af hans nýjustu lögum. Þetta er fyrsta Rapp og R’n’B helgin sem haldin verður í Reykjanesbæ og er fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur allt sam- an út. Rapp og R’n’B tónlist er ein vinsælasta tónlistarstefnan í dag og oftar en ekki það eina sem skemmtistaðir spila um helgar. Miðaverð er aðeins 1000kr.- en 1500kr.- ef miði er keyptur á bæði kvöldin. ➤ M E N N I N G O G M A N N L Í F Rapp og R’n’B helgi á Zetunni South River Band spilar á Paddy´s í kvöld 9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 15:50 Page 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.