Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 sport@vf.issportið Úrslit og staða KEFLAVÍK-GRINDAVÍK 94-90 Keflavík: Nick Bradford 24/14, Derrick Allen 21/15, Gunnar Einars- son 13. Grindavík: Darrel Lewis 32, Páll Axel Vilbergsson 24, Jackie Rogers 17/10. NJARÐVÍK-HAUKAR 79-70 Njarðvík: Brandon Woudstra 34, Friðrik Stefánsson 16/11, Brenton Birmingham 16. Haukar: Sævar Haraldsson 17, Whitney Robinson 13. KEFLAVÍK-KFÍ 124-89 Keflavík: Derrick Allen 27, Fannar Ólafsson 22/10, Nick Bradford 13/14, Gunnar Einarsson 15, Gunnar Stefánsson 13, Magnús Þór Gunnarsson 10, Jón Norðdal 8/9/9. KFÍ: Troy Wiley 30/14, Pétur Sigurðsson 21, JaJa Bey 15, Bethuel Fletcher 12. 1. Snæfell 19 16 3 32 2. Grindavík 19 15 4 30 3. Keflavík 19 13 6 26 4. Njarðvík 19 12 7 24 5. Haukar 19 11 8 22 6.Tindastóll 19 10 9 20 7. KR 19 10 9 20 8. Hamar 19 9 10 18 9. ÍR 19 6 13 12 10. KFÍ 19 4 15 8 11. Breiðablik19 4 15 8 12. Þór 19 4 15 8 V íkurásmót 4. flokks pilta íknattspyrnu fór fram íReykjaneshöllinni s.l. laugardag. Um var að ræða hraðmót þar sem leiknir voru 1 x 27 mín. leikir. Þátttökulið voru: Keflavík, Njarðvík, Selfoss, Ung- mennafélag Bessastaðahrepps og Víkingur Reykjavík. Keppnin var gríðarlega jöfn og réð- ust úrslitin í síðasta leik, sem var viðureign Keflavíkur og Umf. Bessastaðahrepps. Fyrir þann leik áttu þrjú lið möguleika á sigri í mótinu þar sem sigur hjá öðru hvoru liðinu myndi færi þeim titil- inn en jafntefli þýddi að Víkingar stæðu uppi sem sigurvegarar. Leik- ar fóru þannig að Keflavíkurpiltar stóðu uppi sem sigurvegarar eftir sannfærandi sigur í síðasta leiknum gegn Umf. Bessastaða, 4-1. Kefl- víkingar spiluðu mjög vel á mótinu og var mikill stígandi í þeirra leik. Mótið tókst í alla staði mjög vel og fóru allir sáttir heim í mótslok vel mettir af pizzum frá Langbest. Lokastaðan á mótinu: Sæti Lið Stig Mörk 1. Keflavík 9 5+ 2. Víkingur 9 2+ 3. Umf. Bess. 6 3+ 4. Njarðvík 3 -4 5. Selfoss 3 -6 5. flokkur Njarðvíkinga vann til silfurverðlauna á Íslandsmeist- aramótinu í knattspyrnu innan- húss sem kláraðist um síðustu helgi. Njarðvíkingar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni og unnu Hött í undanúrslitum, 3-1. Á heimasíðu Njarðvíkinga kem- ur fram að þeir töpuðu, 1-3, í úr- slitum gegn ÍA eftir skemmtileg- an leik. Skagamenn náðu foryst- unni í fyrri hálfleik með slysa- legu sjálfsmarki og juku svo for- skotið í byrjun seinni hálfleiks. Lúkas Malesa kom Njarðvíking- um aftur inn í leikinn með góðu marki, en þrátt fyrir þunga sókn náðu þeir ekki að jafna. Þriðja mark Skagamanna kom svo rétt áður enn lokaflautið gall og tryggði þeim sigurinn endanlega. Þetta var í fyrsta skipti sem Njarðvíkingar hafna í verðlauna- sæti í úrslitum innanhúss, en þeir hafa nokkrum sinnum áður náð inn í úrslitakeppnina. Þetta verð- ur að teljast mjög góður árangur því þeir æfa ekkert við þessar að- stæður og eini undirbúningurinn fyrir þetta mót var æfingaleikur út í Garði í síðustu viku. Þess má einnig geta að þessir sigursælu drengir eru úr þeim tveimur liðum sem náð hafa að sigra á Shell-mótinu í Vest- mannaeyjum síðustu tvö ár. 11. flokkur Keflavíkurdrengja hefur verið að gera góða hluti í körfuboltanum að undanförnu þar sem þeir eru komnir í bik- arúrslitin gegn Fjölni eftir sigra gegn Snæfelli, Haukum og Skagamönnum. Þá keppa þeir á Íslandsmótinu um næstu helgi, en leikirnir fara fram í Valsheimilinu. 11. flokkur Keflavíkur verða ekki einu fulltrúar Suðurnesja í bikarúrslitum yngri flokka þar sem Njarðvíkingar eiga fjögur lið og Grindvíkingar þrjú auk þess sem Keflvíkingar eiga lið í úrslitum unglinga- flokks kvenna og 10. flokks kvenna. Úrslitaleikirnir fara fram helgina 6.-7. mars. Damon Johnson spilar í efstu deild á Spáni Körfuboltakempan ogKe f l v í k i n g u r i n nDamon Johnson skrifaði fyrir nokkru undir samning við lið Murcia sem leikur í efstu deildinni á Spáni. Spænska deildin er ein sú sterkasta í heimi í dag og þykir því mikið af- rek hjá Damon að komast að þar, en Murcia vermir botnsæti deildarinnar um þessar mundir. Damon lék með Caceras í næstefstu deild Spánar fram- an af vetri og stóð sig mjög vel þar, en félagið hafði hins- vegar verið í vandræðum með að standa við launa- greiðslur til Damons og því tók hann boði Murcia um að leika með þeim út tímabilið. Hann hefur leikið þrjá leiki með Murcia til þessa og skorað tæp 14 stig að meðal- tali, en leikirnir hafa allir tap- ast. Guðmundur Jónsson fingurbrotinn Guðmundur Jónsson,bakvörður körfu-knattleiksliðs Njarð- víkur, fingurbrotnaði á dögunum og verður frá í fjórar vikur. Hann varð fyrir meiðslunum í ung- lingaflokksleik gegn Fjölni og spilaði brotinn allan seinni hálfleikinn. Þetta er nokkuð áfall fyrir Njarð- víkinga þar sem Guðmund- ur hefur verið að festa sig í sessi sem meistaraflokks- maður í vetur, en þar að auki er Egill Jónsson, mið- herji, að ná sér eftir erfið veikindi og verður varla leikfær fyrr en á sama tíma og Guðmundur. Úrslit og staða NJARÐVÍK-GRINDAVÍK 48-59 Njarðvík: Andrea Gaines 16/12, Auður Jónsdóttir 13, Ingibjörg Vil- bergsdóttir 12. Grindavík: Kesha Tardy 23/16, Sólveig Gunnlaugsdóttir 15, Petrúnella Skúladóttir 13. KEFLAVÍK-KR 73-57 Keflavík: Rannveig Randversdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 14, Anna María Sveinsdóttir 13/14, Erla Þorsteinsdóttir 11/14. KR: Sigrún Skarphéðinsdóttir 11, Lilja Oddsdóttir 11, Katie Wolfe 10 GRINDAVÍK-ÍS 73-68 Grindavík: Ólöf Pálsdóttir 21, Kesha Tardy 15. ÍS: Hafdís Helgadóttir 17, Stella Kristjánsdóttir 16, Alda Leif Jónsdótt- ir 15/11. NJARÐVÍK-ÍR 51-77 Njarðvík: Andrea Gaines 32/16, Sæunn Sæmundsdóttir 13/8 ÍR: Eva Grétarsdóttir 14, Ragnhildur Guðmundsdóttir 12, Hrefna Gunnarsdóttir 10. Staðan: 1. Keflavík 18 15 3 30 2. ÍS 18 12 6 24 3. KR 18 10 8 20 4. Grindavík 18 8 10 16 5. Njarðvík 18 7 11 14 6. ÍR 18 2 16 4 ■ 1. DEILD KVENNA Í KÖRFUKNATTLEIK ■ INTERSPORT-DEILDIN Í KÖRFUKNATTLEIK 5. flokkur Njarðvíkur í öðru sæti Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss: Góður árangur 11. flokks drengja frá Keflavík Keflvíkingar vinna gullið Víkurásmót 4. flokks: FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! 9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:23 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.