Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
J óhanna Brynjólfsdóttirfyrrverandi hjúkrunarfor-stjóri á heilsugæslunni er
mikill bókaormur. Hún les þó
nokkuð mikið af ljóðabókum,
á milli þess sem hún les skáld-
sögur og fræðibækur. Jóhanna
segist hafa nægan tíma til að
lesa, sérstaklega eftir að hún er
orðinn „eldri borgari“ eins og
hún segir sjálf.
Ertu mikill bókaormur?
Já, ég myndi segja það. Ég hef
safnað ýmsum ritverkum og bók-
um, þó sérstaklega ljóðabókum
síðan ég var unglingur. Ég safna
þó ekki hvaða bókum sem er,
bara þeim sem mér finnst áhuga-
verðar. Ég hef sérstakan áhuga á
sannsögulegu efni en engan
áhuga á að lesa æviminningar
núlifandi Íslendinga.
Í minningunni finnst mér ég
alltaf hafa kunnað að lesa og las
allt sem ég komst í en úrvalið af
bókum þegar ég var ung var ekk-
ert í líkingu við það sem það er
nú. Í mínu ungdæmi þurftu börn
að vinna og ekki þótti vinsælt ef
maður lét sig hverfa út í horn
með bók. Fluglæs börn urðu
jafnvel fyrir aðkasti og voru talin
áhugalaus og löt. Þar af leiðandi
reyndi ég að nýta næturnar í að
lesa og þá sérstaklega jólanóttina
því þá mátti láta ljósið loga alla
nóttina. Ég hef alltaf notað minn
frítíma í lestur og nú þegar ég er
orðin eldri-borgari hef ég loks
nógan tíma til að lesa allt sem
mig langar til.
Hvaða bækur ertu með á nátt-
borðinu?
Það eru aðallega ljóðabækur sem
ég glugga í á milli bóka, en ég
hef alltaf haft gaman af ljóðum
og vísum bæði á íslensku og
ensku. „1421 The year China
discovered America“ eftir Gavin
Menzies er önnur bók sem liggur
á náttborðinu. Þetta er fræðileg
bók sem fjallar um þegar Kín-
verjar lögðu í mikla siglingu um
allan heim á árunum 1421-1423
og voru þar með á undan Col-
umbus að finna Ameríku. Einnig
er ég með „GOTHAM - a history
of New York City to 1898“ og
„Landslag er aldrei asnalegt“eftir
Bergsvein Birgisson. Sú bók
kom mér verulega á óvart þar
sem þetta var frumraun Berg-
sveins en bókin er vel skrifuð og
mjög áhugaverð.
Hvaða bók lastu síðast?
Ég var að klára að lesa nýjustu
bók Paulo Coelho, „Eleven min-
utes“. Hún fjallar um brasilíska
stúlku sem verður fyrir ástarsorg
mjög ung og hvernig hún hefur
áhrif á líf hennar. Sagan er til-
finningaþrungin og sýnir að hið
göfuga og góða sigrar hið illa í
mannsálinni.
Hver er þín uppáhalds bók?
Ég hef lesið margar góðar bækur
um dagana og kannski erfitt að
segja hver sé mín uppáhaldsbók.
Ég held mikið upp á ljóðakverið
Rubáiyát (ferhendur tjaldgerðar-
mannsins). Hvert ljóð er fjórar
línur. Ljóðin eru eftir Omar
Khayyám í þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar en þetta kver hefur
fylgt mér hvert sem ég hef farið.
Það var gefið út 1935 í 500 tölu-
settum eintökum en ég fékk mitt
eintak árið 1955 og var mitt ein-
tak númer 204. Omar Khayyám
var með öllu óþekktur í Evrópu
þar til Edwards Fitzgerald þýddi
það yfir á ensku árið 1859. Önn-
ur bók sem ég met mikils er
Gerpla eftir Halldór Laxness.
Svo er það Góði dátinn Svejk
sem er ein af fyndnustu bókum
sem ég hef lesið og les ég hana
oft þegar ég er í þungum þönk-
um. Handbók Epiktets Hver er
sinnar gæfu smiður sem Broddi
Jóhannesson þýddi og kom út
árið 1955 hefur líka verið ein af
mínum uppáhaldsbókum.
Eru einhverjar bækur sem þú
ætlar að lesa á næstunni?
Þær bækur sem ég ætla mér að
lesa á næstunni og eru þegar
komnar á náttborðið eru
„Dude.Where’s my country?“
eftir Michael Moore sama höf-
und og „Heimskir hvítir karlar“
sem nú hefur komi út í íslenskri
þýðingu og Öxin og jörðin eftir
Ólaf Gunnarsson.
Hvaða bókaorm skorar þú á
næst?
Ég skora á Hreggvið Hermanns-
son lækni en við áttum gott sam-
starf um langt árabil á Heilsu-
gæslustöð Suðurnesja. Ég veit að
hann les mikið og hefur áhuga á
góðum bókum.
Guðmundur VignirHelgason úr Grindavíkfer sjaldan í bíó, en
uppáhaldsmyndirnar hans
eru Bad Boys 1 og 2. Guð-
mundur Vignir spilaði yfir
100 leiki með liði Grindavík-
ur í fótboltanum. Hann ætl-
ar að sjá Bad Boys 3.
Hvaða kvikmynd sástu síðast
í bíó?
Síðast þegar ég fór á bíó þá sá
ég Bad boys 2. Hörku góð.
Hver er uppáhaldskvik-
myndin sem þú hefur séð?
Get ekki gert upp á milli Bad
boys og Bad boys 2
Hver finnst þér vera besti
leikari/leikkona sem nú er á
lífi?
Will Smith og Martin
Lawrence og uppáhalds leik-
kona er Angelina Jolie.
Hvað ferðu oft í bíó á mán-
uði?
Doktorsnemar fara ekki í bíó!!
Hvaða spólu leigðirðu þér
síðast?
Terminator 3 með
Schwarzenegger.
Er einhver kvikmynd sem þú
átt eftir að sjá, en langar
mikið til?
Ég hef heyrt að Bad boys 3 sé í
burðarliðnum.
Hvern skorarðu á í næsta
blaði að svara þessum spurn-
ingum?
Ég skora á Ingimund Ásgeirs-
son, gjaldeyrisspekúlant.
SPÓLAN Í TÆKINU
BÓKIN Á NÁTTBORÐINU
Doktorsnemar
fara ekki í bíó
Safnar áhugaverðum bókum
Hress stelpuhópur í Myllubakkaskóla
„Bara, þeir eru að taka af okkur húfurnar og
svona,“ sögðu stelpurnar sem voru að leika sér í
frímínútum við Myllubakkaskóla þegar þær
voru spurðar hvernig væri að leika sér með
strákunum. En þær láta þá ekki komast upp
með neitt múður. „Annaðhvort eltum við þá og
náum húfunum eða látum þá alveg vera og þá
koma þeir með húfurnar aftur,“ sögðu þær og
það er fullljóst að strákarnir komast ekki upp
með að stríða þeim.
Stelpurnar segjast leika sér mest í körfubolta,
fótbolta og allskyns leikjum. „Við förum stund-
um í Fallin spýta, verpa eggjum, brennó og svo-
leiðis.Við förum líka stundum í eltingaleiki.“
Þær segja að það sé alltaf gaman í frímínútum
og að það sé fínt að komast aðeins út og fá ferskt
loft, af því þær þurfi að læra svo mikið. „Ég held
að maður læri betur eftir að maður er búinn að
fá sér frískt loft,“ sagði ein stelpnanna og þegar
þær eru spurðar hvernig þeim finnist í skólanum
stendur ekki á svari: „Bara rosalega gaman.“
Þegar þær eru spurðar hver sé besti kennarinn
eru svörin mismunandi. „Íris, Elín og Eva.“
F.v. Hressar stelpur í Myllubakkaskóla. Kamilla, Dóminíka, Karen, Jóhanna, Ásthildur Ósk,
Sólveig, Hera og Hafdís stendur fyrir aftan.
9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:19 Page 18