Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 26. FEBRÚAR 2004 I 23
Nýverið var skrifað undir samstarfssamning deildarinnar og Heklu, sölumboðsins í Reykjanesbæ.
Samningurinn er til tveggja ára og verður vörumerki fyrirtækisins áberandi einkum á búningum kvennaliðs Keflvík-
inga. Kjartan Steinarsson undirritaði samninginn fyrir hönd Heklu og Hrannar Hólm fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar-
innar. Blómarósirnar á myndinni klæddu sig upp í tilefni samningsins.
GRINDAVÍK-ÍR
Ef Grindvíkingar vinna þennan leik á laugardaginn eru þær loks ör-
uggar um sæti sitt í undanúrslitum. ÍR hafa hins vegar tapað síðustu 14
leikjum sínum og eru löngu fallnar. Grindvíkingar koma firnasterkar
til þessa leiks og hafa verið að bæta sig jafnt og þétt eftir áramót. Þar
sem ÍR er ekki að spila um neitt í þessum leik nema heiðurinn hlýtur
að teljast nær fullvíst að Grindvíkingar vinni þennan leik og vinni
stórt.
Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, segist nokkuð sigurviss,
en segir að nú sé ekki tími til að gefa eftir. „Við ættum að vinna, en við
erum ekki orðnar það góðar ennþá að við getum leyft okkur að hugsa
þannig. Við ætlum að koma á keyrslu inn í úrslitakeppnina þannig að
það væri gott að vinna þennan leik sannfærandi.“
ÍS-KEFLAVÍK
Keflavík hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en þær verða
engu að síður að mæta reiðubúnar til þessa leiks, sem fer fram á mánu-
daginn. því ÍS eru þrátt fyrir allt með sterkt lið og hafa unnið Keflvík-
inga tvisvar í vetur. Þá hafa ÍS bætt við sig erlendum leikmanni sem
styrir liðið talsvert og eiga þær því eflaust eftir að veita harða mót-
spyrnu.
Hjörtur Harðarson, þjálfari bikarmeistaranna, á von á hörkuleik. „Þær
eru náttúrulega komnar með Kana sem styrkir þær eitthvað, en við
ætlum að vinna þennan leik því við erum að góðri siglingu og ætlum
ekkert að gefa eftir núna. Við ætlum okkur alla titlana í ár og nú er sá
stærsti eftir.“
NJARÐVÍK-KR
Þegar að þessum leik kemur á miðvikudaginn næstkomandi verður
deildin eflaust ráðin og því verður ekki fyrir neinu að berjast. KR hafa
sýnt að þær eru með mjög sterkt lið en þær hafa einungis unnið 2 af
síðustu sex leikjum sínum. Njarðvíkingar eru ekki með eins sterkt lið á
pappírunum, en gætu strítt þeim eitthvað, enda hafa þær þegar unnið
KR einu sinni í vetur.
Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkinga, segir að erfitt verði að ná í úr-
slitasætið, en ekki sé öll nótt úti enn. „Þetta er svart, en það er aldrei
neitt útilokað. Þetta verður hörkuleikur og við gefum ekkert eftir. Ef
við vinnum ekki verðum við samt alveg sáttar og komum bara sterkari
að ári.“
■ 1. DEILD KVENNA Í KÖRFUKNATTLEIK
Keflvíkingar og Spari-sjóðurinn standa fyrirSPKEF móti í 3. flok-
ki karla í knattspyrnu laug-
ardaginn 28. febrúar í
Reykjaneshöllinni. Um er að
ræða hraðmót á stórum velli
(11 manna bolti) þar sem
leiknir eru 1 x 27 mín. leikir.
Þátttökulið eru: Keflavík,
Njarðvík, Þróttur Rvk, ÍA og
Víkingur Rvk.
Leikjadagskrá mótsins er
sem hér segir:
8:00 Keflavík - Njarðvík
8:29 Víkingur - Þróttur
8:58 ÍA - Njarðvík
9:27 Keflavík - Víkingur
9:56 ÍA - Þróttur
10:25 Njarðvík - Víkingur
10:54 Keflavík - ÍA
11:23 Þróttur - Njarðvík
11:52 Víkingur - ÍA
12:21 Þróttur - Keflavík
Að mótinu loknu um kl. 12:50
fer fram verðlaunaafhending
og pizzuveisla frá Langbest
fylgir í kjölfarið.
SPKEF-MÓT
Í KNATTSPYRNU
Hekla styður keflvískan körfuknattleik
Daglegar fréttir á Netinu
www.vf.is
9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:56 Page 23