Víkurfréttir - 26.02.2004, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Nýr plastbátur, Ósk KE-5var sjósettur á dögun-um og er það stærsti
plastbátur sem smíðaður hefur
verið á Íslandi, 25 brúttótonn
að stærð. Bátasmiðjan Seigla
smíðaði bátinn. Einar Magnús-
son útgerðarmaður er eigandi
bátsins, en sem kunnugt er
gerði hann Ósk KE-5, 90 tonna
stálskip út frá Keflavík.
Nýi báturinn er vel tækjum bú-
inn. Um borð er f imm tonna
krani sem notaður er fyrir neta-
niðurleggjara og löndun. Í bátn-
um eru tvær 450 hestafla Cumm-
ins vélar og er ganghraði bátsins
um 30 sjómílur. Hliðarskrúfa er í
bátnum sem tengd er sjálfstýr-
ingu og sjótankar sem taka 4
tonn af sjó, en magninu í tönkun-
um er stýrt með tölvu. Í bátnum
eru fullkomin siglinga-, fiskileit-
ar- og fjarskiptatæki frá fyrirtæk-
inu Brimrún. Í bátnum eru þrír
tölvuskjáir og er internettenging
um borð í bátnum.
Á bátnum er fellikjölur sem er
nýjung í flatbotna bátum sem
þessum, en hlutverk kjölsins er
að gera bátinn stöðugri þegar
hann er á veiðum. Kjölurinn er
10 metra langur og gengur 40
sentimetra niður úr bátnum þegar
hann er felldur niður.
Að sögn Einars Magnússonar
skipstjóra er hann alveg í skýjun-
um með bátinn. „Við erum að-
eins búnir að prófa hann og þurf-
um aðeins að slípa nokkra hluti
til,“ sagði Einar í samtali við
Víkurfréttir.
A tvinnuráðgjafi SSS,Svæðisvinnumiðlun ogMiðstöð símenntunar á
Suðurnesjum buðu aðilum í
ferðaþjónustu í óvissuferð á
dögunum. Markmiðið með
ferðinni var að kynna starfs-
semi þessarra stofnanna
ásamt því að þátttakendur
kynnist innbyrðis og heyri
hvaða verkefni eru í gangi.
Þátttakendur mættu í Miðstöð
símenntunar þar sem rúta beið
þeirra og haldið var út á
Reykjanes. Helga Ingimundar-
dóttir leiðsögumaður fór fyrir
hópnum og sagði frá áhuga-
verðum stöðum og staðreynd-
um um svæðið. Farið var í Salt-
fisksetrið þar sem þátttakendur
fengu léttar veitingar. Guðbjörg
Jóhannsdóttir atvinnufulltrúi fór
yfir átak í atvinnumálum sem
hrundið var af stað fyrir stuttu
og verkefnum sem eru í gangi
tengd ferðaþjónustunni. Guð-
jónína Sæmundsdóttir forstöðu-
maður Miðstöðvar símenntunar
á Suðurnesjum kynnti náms-
framboð miðstöðvarinnar sem
tengist ferðaþjónustu. Ketill
Jósefsson greindi frá möguleik-
um fyrirtækja til að sækja um í
sjóði atvinnuleysistrygginga-
sjóðs. Fyrirtæki geta sótt um
fyrir sérstökum átaksverkefn-
um, til að taka starfsfólk í
starfsþjálfun, reynsluráðningu
og starfskynningu. Að loknum
erindum kynntu þátttakendur
sig og sögðu frá verkefnum í
þeirra fyrirtækjum. Að sögn
Guðbjargar tókst vel til og er
hugsanlegt að endurtaka með
öðrum starfsstéttum.
➤ N Ý Ó S K K E 5 S J Ó S E T T
Stærsti plastbátur sem smíð-
aður hefur verið á Íslandi
Ferðaþjónustufólk í óvissuferð
9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:06 Page 10