Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.06.2004, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 24.06.2004, Qupperneq 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! HEILSA, SLÖKUN OG VELLÍÐAN Íþróttanudd - Sænskt Líkamsnudd - Sjúkranudd - Slökunarnudd - Þrýstipunktanudd ➤ Tíunda hrefnan á vertíðinni kom á land í Sandgerði: ➤ Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja: J a k o b Á r n a s o n - s í m i 4 2 1 1 6 6 1 JAKOBS PELSAR Á konan stórafmæli? Dömur og herrar Er ekki upplagt að gefa henni Jakobspels? Óviðunandi þjónusta - tilbúið heilbrigðisvandamál! E itt af þýðingarmestuheilbrigðismálumhvers sveitarfélags er regluleg sorphirða. Fyrir skömmu varð sú breyting á að sorp er hirt þrisvar í mánuði í stað þess að vera hirt vikulega. Viðunandi sorphirða var með einu pennastriki gerð óviðun- andi. Með þessari breytingu hefur verið skapað heilbrigð- isvandamál þar sem rotnunar- fýla frá yfirfullum tunnum laðar að flugur, mýs og rottur. Ég fer hér með fram á að þessi ótrúlega afturför verður stöðvuð og að embættismenn sveitarfélagsins sjái sóma sinn í því að koma sorphirðu í Reykjanesbæ aftur í viðun- andi horf því þessi tilraun til sparnaðar hefur greinilega mistekist. Leó M. Jónsson Nesvegi 13. Höfnum S væðisvinnumiðlun Suð-urnesja mun á næstunnistanda fyrir frumkvöðla- námskeiði í samvinnu við 88- húsið. Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára sem er í at- vinnuleit og miðar að því að breyta hugsunarhætti þátttakenda með það að markmiði að efla skapandi hugsun og sjá mögu- leika þar sem þeir virtust ekki vera til staðar. María Rut Reynisdóttir er leið- beinandi á námskeiðinu, en hún er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur undanfarin tvö ár numið frumkvöðlastarfsemi og stjórnun við KaosPilot skólann í Árósum í Danmörku. „Þátttakendur fá verkefni til að spreyta sig á þar sem þau munu vinna í hópum auk þess sem þau munu fá góða einkaþjálfun“, sagði María Rut í samtali við Víkurfréttir í dag. „Þar verður lögð áhersla á að hugsa jákvætt og á skapandi hátt. Þetta verður eins konar innblástursnámskeið.“ Þátttakendur munu fá í hendur verkefni t.d. frá bænum þar sem þau kappkosta við að finna ný- stárlegar lausnir. Þeir munu svo kynna hugmyndir sínar fyrir við- komandi aðilum. Námskeiðið hefst á mánudaginn og mun standa yfir í 4 vikur. Að námskeiðinu loknu fá allir þátt- takendur viðurkenningaskjal. Kynningarfundur verður haldinn í dag kl. 15 í 88-húsinu og vilja aðstandendur hvetja alla til að kynna sér þessa skemmtilegu ný- breytni. U nnið var við hvalskurð í Sandgerði sl. fös-tudag. Starfsmenn Hafrannsóknarstofn-unar skáru þar hval sem veiddist fyrr um daginn, 10 sjómílur undan Stafnesi. Hrefnan, rúmlega 7 metra langur tarfur, endaði inni á gólfi í fiskvinnsluhúsi í Sandgerði, þar sem dýrið var skorið niður og ísað í kör eftir að fjölmörg sýni höfðu verið tekin úr skepnunni. Kjötið af dýrinu var ennþá vel heitt þegar það var skorið í Sandgerði og ljóst að þarna voru menn að verki sem kunnu réttu handtökin. Á nokkrum mín- útum var búið að hluta dýrið niður en áður var mál- bandinu beitt óspart og allt skráð í sérstakar skýrsl- ur. Meira að segja karlmennska þessa dýrs var mæld og umfang hennar og lengd er af þeirri stærð- argráðu að mennskir láta sig ekki einu sinni dreyma um þannig stolt! Á myndinni má sjá myndarlegt „fille“ sem varla mundi rúmast á nokkru grilli og án efa þarf bæði mikið af mjólk og pipar til að steikja. Skotinn við Stafnes og skorinn í Sandgerði Verðandi frum- kvöðlar fá tilsögn24 TÍMA FRÉTTAVAKT898 2222 26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 14:37 Page 8

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.