Víkurfréttir - 24.06.2004, Qupperneq 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Þ ann 17. júní 2004 varmerkisdagur fyrir Suð-urnesjamenn en þá var
haldin fyrsta
háskólahátíð-
in á svæðinu.
17 nemendur
voru útskrif-
aðir úr hjúkr-
unar- og við-
skiptafræði.
Þessir nemend-
ur hafa stundað
nám sitt við Háskólann á Akur-
eyri í gegnum fjarfundabúnað hjá
Miðstöð símenntunar og haft þar
námsaðstöðu.
Fjarnám hjá Miðstöð símenntunar
Miðstöð símenntunar á Suður-
nesjum á sér breiðan bakgrunn í
samfélaginu hér fyrir sunnan en
það voru stéttarfélög, mennta-
stofnanir, atvinnurekendur á
svæðinu ásamt Sambandi sveit-
arfélaga á Suðurnesjum sem
stofnuðu Miðstöðina árið 1997.
Fjarnám á háskólastigi hefur ver-
ið hluti af starfssemi Miðstöðvar-
innar frá upphafi. Haustið 1998
var farið af stað með tilrauna-
verkefni um fjarnám frá Háskóla
Íslands í samvinnu við Markaðs-
og atvinnuskrifstofu Reykjanes-
bæjar. Átta nemendur hófu nám
við Háskóla Íslands í Ferðamála-
fræði í gegnum fjarfundabúnað
sem staðsettur var í Kjarna. Í tvö
ár sóttu einstaklingar tíma í ein-
stökum fögum bæði í íslensku og
ferðamálafræðum.
Það urðu ákveðin tímamót haust-
ið 2000 þegar kennsla hófst frá
Háskólanum á Akureyri í fjar-
fundabúnaði til Suðurnesja í
hjúkrunar- og viðskiptafræði.
Þarna gafst nýr valkostur í há-
skólamenntun fyrir einstaklinga
sem vildu búa áfram á Suður-
nesjum og höfðu etv. ekki greið-
an aðgang til að stunda nám á
öðrum stöðum. Þar með voru
fleiri einstaklingar sem fengu
tækifæri til að mennta sig án þess
að flytja úr bæjarfélaginu eða
ferðast nokkra klukkutíma á dag
til að sækja skóla. Einnig gafst
tækifæri fyrir einstaklinga að
stunda háskólanám jafnhliða
vinnu. Jafnframt því sem fjar-
námið hófst fluttist Miðstöðin í
gamla barnaskólann í Reykjanes-
bæ og fengu háskólanemarnir
þar góða námsaðstöðu. Fyrirtæki
á svæðinu tóku virkan þátt í upp-
byggingu háskólanámsins og
gáfu myndarlegar gjafir sem hafa
nýst nemendum vel í náminu.
Óhætt er að segja að án velvildar
þessarra aðila hefði verið erfitt
og etv. ekki hægt að fara af stað
með fjarnámið. Þessi fyrirtæki
eiga hrós skilið fyrir að styðja við
eflingu háskólanáms á svæðinu.
Án samvinnu margra aðila s.s.
Háskólans, bæjarfélaga, Mið-
stöðvarinnar og fyrirtækja hefði
ekki verið hægt að fara af stað
með fjarnámið. Suðurnesjabúar
geta verið stoltir af þeirri sam-
stöðu sem skapaðist við að koma
fjarnáminu á og hvernig til hefur
tekist.
Fjöldi nemenda og deildir
Árið 2000 voru 36 nemendur
sem hófu nám í hjúkrunar- og
rekstrarfræði í gegnum fjarfunda-
búnað Miðstöðvarinnar. Nem-
endum sem stunda nám í fjar-
fundabúnaði hjá Miðstöðinni
hefur fjölgað og í viðbót við fyrr-
nefndar greinar hafa verið teknir
inn nemendur í grunnskóla-
kennarann, leikskólakennarann
og í auðlindadeild. Á síðustu önn
stunduðu um 70 nemendur fjar-
nám hjá Miðstöðinni.
Næstu ár
Gert er ráð fyrir að nýjir hópar
hefji nám í haust á leikskólabraut
og í viðskiptafræði. Samkvæmt
samningi við Háskólann á Akur-
eyri er gert ráð fyrir að hjúkrun-
arnám muni hefjast að nýju
haustið 2005 ef nægur fjöldi
næst. Fjölmargir háskólar eru
farnir að bjóða upp á fjarnám og
ætti því að vera hægt að auka
framboð á háskólakennslu hér
syðra á næstu árum.
Það er og verður eitt af verkefn-
um Miðstöðvarinnar að hvetja og
skapa aðstöðu til að sem flestir
geti farið aftur í nám. Það hefur
sýnt sig að aðstaða skiptir máli
þegar hugað er að námi og er
nauðsynlegt að hlúa vel að henni.
Þar er ekki hægt að slá slöku við.
Nú fjórum árum eftir að fjarnám-
ið byrjaði í núverandi húsnæði er
tækjabúnaður að ganga sitt síð-
asta skeið. Mikilvægt er að Mið-
stöðinni sé gert kleift að endur-
nýja búnað eftir því sem tækn-
inni fleygir fram. Því er afar
brýnt að allir aðilar hvort sem eru
stjórnvöld, menntastofnanir, bæj-
arfélög eða fyrirtæki haldi áfram
að styðja við bakið á fjarnáminu
og auka þannig möguleika íbú-
anna á því að mennta sig. Tak-
mark okkar allra er að hækka
menntunarstig hér á Suðurnesj-
um og með samstilltu átaki mun
það takast.
Guðjónína Sæmundsdóttir,
forstöðumaður Miðstöðvar
símenntunar á Suðurnesjum.
Tímamót í menntun á Suðurnesjum
➤ Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum skrifar:
➤ Háskólinn á Akureyri útskrifaði 17 nemendur úr fjarnámi á Suðurnesjum:
S autján nemendur semstunduðu fjarnám viðHáskólann á Akureyri
voru útskrifaður við hátíðlega
athöfn í Keflavíkurkirkju á 17.
júní. Var þetta í fyrsta sinn sem
nemendur af háskólastigi voru
útskrifaður á Suðurnesjum.
Nemendurnir hafa stundað
fjarnámið í gegnum fjarfunda-
búnað sem staðsettur er í mið-
stöð símenntunar, en nemend-
urnir hafa námsaðstöðu hjá
MSS. Níu nemendur útskrifuð-
ust úr hjúkrunarfræði og 8 úr
rekstrar- og viðskiptafræði.
S ólveig Guðmundsdóttirer ein þeirra sem útskrif-aðist úr hjúkrunarfræði
frá Háskólanum á Akureyri
við hátíðlega athöfn á þjóðhá-
tíðardaginn. Sólveig segir að
hún sé hæstánægð með námið
en nám í hjúkrunarfræði tek-
ur fjögur ár og sótti Sólveig
kennslustundir í Miðstöð Sí-
menntunar alla virka daga
vikunnar. „Ég kunni vel við
námið, en auðvitað voru erfið-
leikar fyrsta árið þegar maður
var að koma sér inn í hlutina,“
segir Sólveig.
Hún er mjög ánægð með að geta
stundað nám á Suðurnesjum.
„Það er náttúrulega frábært að
geta sótt nám hér á svæðinu, í
stað þess að þurfa að fara til
Reykjavíkur í tíma.“
Nemendur útskrifaðir í fyrsta sinn
af háskólastigi á Suðurnesjum
Frábært að
geta sótt nám
hér á svæðinu
Aftur á
skólabekk
eftir 25 ár
Nánar á vf.is
Ávarp rektors Háskólans á Akureyri,
sem flutt var við brautskráningu í
Keflavíkurkirkju þann 17. júní,
er að finna á vef Víkurfrétta,
www.vf.is undir liðnum aðsent.
Guðbjörg Sigurðardóttir flutti ávarp
fyrir hönd nemenda og að lokinni
útskriftinni bauð Samband sveitar-
félaga á Suðurnesjum til samsætis.
„Það var frúin sem ýtti mér
út í þetta og hvatti mig til
áfram, sagði Hlöðver Sig-
urðsson sem lauk fjögurra
ára námi á fjármálabraut.
Hann sagði að námið hafi
verið skemmtilegt en um leið
krefjandi. „Þetta var mikil
vinna og fórn
en ekki bara
á mig heldur
líka á fjöl-
skylduna og
starfið“, en
Hlöðver er
fram-
kvæmda-
stjóri Sóln-
ingar í Njarðvík. Hann var
ekki alls ókunnur háskóla-
námi þar sem hann hóf nám í
efnafræði við HÍ 1976. „Það
var skrítið að byrja aftur eftir
25 ára hlé enda var þetta allt
öðruvísi. Sérstaklega að
venjast því að vinna á tölvur
sem var minn helsti þrösk-
uldur“. Hlöðver sagðist hafa
lært mikið á náminu og skaut
ekki loku fyrir það að halda
áfram á námsferlinum. „Ég
ætla alla vegana að nýta mér
þess sem ég hef aflað og svo
skoðar maður bara framhald-
ið“.
26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 14:16 Page 14