Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.11.2004, Side 8

Víkurfréttir - 18.11.2004, Side 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 8 KALLINN Á KASSANUM 8 VIÐHORFSKÖNNUN Á NETINU MUNDI 8 MUNDI Mér skilst að Davíð hafi samið við Powell um að hamborgarastaðurinn Wendy's verði alla vega áfram á Vellinum... Spurt var: Á að setja lög á kennara- deiluna Já sögðu 66% Nei sögðu 34% Spurning vikunnar á vf.is er: Ert þú tilbúin(n) að greiða hóflegt gjald, t.d. 100 kr. pr. ferð, sem myndi tryggja að framkvæmdum við tvö- földun Reykjanesbrautar myndi ljúka strax? Farðu inn á vef Víkurfrétta, www.vf.is og taktu þátt í vikulegri viðhorfskönnun. Niðurstöður verða birtar í Víkurfréttum vikulega, ásamt næstu spurningu. EKKI EITT einasta orð um kennarana - þeir eiga það ekki skilið eftir aðgerðirnar á mánudag. KALLINN ER hrika- lega ánægður með fram- kvæmdirnar á Suðurnesjum. Þessa dagana er verið að reisa Reykjanesvirkjun, Íþróttaakademíu og Stálpípuverksmiðjan í Helguvík hefur verið byggð mörgum sinnum í huga Suðurnesjamanna. Framkvæmdir sem þessar skipta svæðið miklu máli og framundan virð- ist ekkert annað vera en frekari uppbygging. EN AFTUR að Stálpípuverk- smiðjunni og draumnum um hana. Lóðin í Helguvík virðist vera tilbúin - en hvar er fyrirtækið sem þar ætlaði að byggja? Hvað er að frétta af þessu máli? Það er ekkert fjallað um stöðuna á verk- efninu og satt best að segja telur Kallinn að verkefnið sé dottið upp fyrir. Kallinn spyr hvernig hægt sé að draga málið svona lengi? Var ekki búið að vinna neina undirbúnings- vinnu? Kallinn óskar svara frá atvinnuráði Reykjanesbæjar! FREYJA Sigurðardóttir er einn glæsilegasti íþrótta- maður Suðurnesja. Freyja rótburstaði eigið Íslandsmet og tók 89 armbeygjur. Kallinn óskar Freyju til hamingju með árangurinn. DAVÍÐ HITTI Powell í vikunni og sýnist Kallinnum allt líta út fyrir að herþoturnar verði áfram á Keflavíkurflugvelli. Hvort þar verði eitthvað meira er Kallinn ekki viss um. NÚ ER BARA um að gera að senda Kallinum tilkynn- ingar um áhugaverð mál sem hann getur skrifað um. Kveðja, kallinn@vf.is EFTIR VAL KETILSSON Vals fimmtud ags Stálpípan dottin uppfyrir? Ekki hundrað prósent viss Ég hélt í sannleika sagt að menn væru að hlaupa apríl í sjónvarpinu, þegar greint var frá skilmálum sem lán-takendur hjá ónefndum banka þurfa að uppfylla til að öðlast 100% lán vegna húsnæðiskaupa. Ég spurði frúna til vonar og vara hvaða mánuður væri, enda var veðrið sérstaklega milt og ljúft og meira að segja voru rósarunnarnir við stofuglugg- ann enn í fullum blóma. Jæja, allavega nokkrar rósir! Ég fékk einkennilegar augngotur og ákvað að ergja hana ekki meira í skammdeginu. Í staðinn lygndi ég aftur augunum og lét fara vel um mig í Lasy Boy stólnum frá Ægi í Kjarna. Ég er ekki frá því að ég hafi dottið eitt augnablik inn í dulúð draumalandsins: Ég er staddur í sparibankanum að fylla út lánsumsókn. Kona í hvítum sloppi, ein af þokkadísunum í þjónustu-deildinni og heitir Jóna, tekur vel á móti mér. Á blaðinu fyrir framan mig eru ítarlegar spurningar um hvort ég hafi verið veikur sl. mánuð, tekið lyfin mín, legið í leti, farið í verslunarferð til útlanda og ef svo, þá hversu miklu ég hafi eytt! Að því loknu er mældur í mér blóðþrýstingurinn. Magga, sem er líka í hvítum sloppi, þó innst inni vilji hún vera í grænum, er alvön. Upp með ermina, vinurinn! Samkvæmt öllu geturðu fengið 4,2% vexti ef blóðþrýstingur mælist 120/80, en vaxtastigið hækkar strax við hærri blóð-þrýsting. Góð útkoma úr DNA greiningu þýðir að lántöku- gjaldið er fellt niður og einnig stimpilgjaldið, ef maður þekkir sýslumanninn þokkalega vel. Það eru þó litlar líkur á því síðast- nefnda enda verið að gera fínt á Vatnsnesveginum. Ef maður getur rakið ættir sínar til sparibankastjórans, lengist lánstíminn en styttist að sama skapi eftir fjölda ættliða. Þeir sem komast svo langt að ná í næsta herbergi eru öllu nær því að fá auramálin afgreidd, svo lengi sem þeir gefi bankanum blóð og pissi í glas. Allt í þágu áhættumatsins, er sagt! Grétar rýnir í ættartréð úr Íslendingabók, í samráði við Kára. Þegar greiðslumatið er fullfrágengið, lífeyrisspar- naður, greiðsludreifing, kreditkort og líftrygging innsigluð opnar Geirmundur sparikassann og út streyma KB krónur, ætt- aðar frá útlöndum. Ef verðbólgan fer af stað, þá er kallað á þig aftur í mælingu, til að sjá hvort þú getir staðið við afborganirnar. Þú verður e.t.v. settur á blóðþynningarlyf ef útlit er fyrir minni- háttar verðbólgu. Allt að því hjartamagnýl. Svona bara til þess að sjá hvort þú sért 80, 90 eða 100% maður. Alger skylda er að taka púlsinn á ættmennum í næsta jólaboði. Sparibankinn auglýsir að hann þurfi 70 lánþega á dag til að halda stofnfjáreigendum glöðum... Ég rumskaði í stólnum við hávaðann í húsfrúnni: ,,Hættu þessum helvítis hrotum, maður og drífðu þig út með ruslið!’’ Var sloppaatriðið þá bara draumur? Ég er ekki alveg hundrað prósent viss! Ágæti Kall Sjaldan eða aldrei hefur nem- endum og foreldrum verið sýnd jafn mikil óvirðing og í þessari viku. Ég er móðir tveggja barna í Reykjanesbæ og er vægast sagt fjúkandi reið yfir framkomu kennara, sú litla samúð sem eftir var fauk um níuleytið á mánu- dagsmorguninn þegar ég var kölluð í skólann til að sækja 6 ára gamalt barn mitt sem hafði engan skilning á þessu uppá- tæki. Kennarar hafa staðið á Austurvelli og veifað banönum, hvað segir það um þjóðfélagið þegar tugir kennara taka sig saman og sammælast um að til- kynna sig veika eða bara mæta alls ekki? Geta mín börn gert ráð fyrir því ef þeim dettur í hug að skrópa eða mæta of seint þá sé það bara allt í lagi? Þú mætir bara ef þú vilt og þarft ekki einu sinni að láta vita! Á ég að segja mínum börnum að í landinu séu lög en þau þurfi bara að fara eftir sumum þeirra? Þurfa þau endi- lega að koma inn kl. 20 af því að útivistarreglurnar segja það? Þarf ég endilega að borga afnotagj- öldin? Ég held að í staðinn fyrir að benda á alla aðra og heimta og hvika hvergi í kröfum sínum ættu kennarar að líta í kringum sig og hugsa um fleiri í kringum sig, vera sanngjarnir og jafnvel hugsa til kjarabarátta fyrri ára, og átta sig kannski aðeins betur á hversu miklum villigötum þeir eru á. Ég er þó ekki að segja að sökin sé aðeins þeirra, það var á ábyrgð allra deiluaðila að leysa þetta mál og sjá til þess að svona færi ekki. Ef til vill er kominn tími til að skipta út fólkinu sem er í forystu? Best væri að mínu mati að vinnutími kennara væri frá kl. 8-16 eða 17 alveg eins og hjá okkur hinum og við afnemum jóla-, vetrar- og páskafrí, styttum sumarfrí í 5 vikur, höfum þetta bara alveg eins og hjá flestum okkar sem eru útivinnandi án þess að lengja skólaárið, s.s. nemendur færu í frí en kennarar væru áfram við störf, vel undirbúnir þegar krakkarnir kæmu úr fríi. Þá hlytu kennarar að vera ánægðir, eða hvað? Við kennara segi ég: Skammist ykkar fyrir framkomu ykkar og fordæmi síðastliðna viku og hafið manndóm í ykkur til að biðja nemendur ykkar afsökunar, þeir eiga það skilið! Brjáluð mamma í Reykjanesbæ Já: 66% Nei: 34%

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.