Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.11.2004, Page 20

Víkurfréttir - 18.11.2004, Page 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Laugardaginn 6. nóvember sl. var haldin f lugslysaæfing á Kef lavíkurf lugvelli. Æfingin var afrakstur nýs skipulags, Flugslysaáætlunar fyrir Kef lavíkurf lugvöll (FFK), sem unnið hefur verið að í f jögur á r í s a m r áði v ið þá aði l a s em að hen n i koma. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að almannavarnanefndirnar á svæð- inu; á Keflavíkurflugvelli, í Grindavík og á Suðurnesjum utan Grindavíkur, starfræki eina yfirstjórn þegar um flugslys er að ræða. Þessi stjórn er kölluð aðgerðastjórn og sitja í henni fulltrúar f lugmálastjórnar, lögreglu, slökkviliðs, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Rauðakrossdeildarinnar á Suðurnesjum og svæðisstjórnar björgunarsveita. Aðrir aðilar skipa tengiliði við aðgerðastjórnina eins og t.d. Varnarliðið og það flugfélag sem við á í hverju tilviki. Fjölmiðlar fjölluðu nokkuð um æfinguna, en auðvitað er í slíkri fréttaumfjöllun ekki hægt að fjalla ítarlega um hvað liggur að baki slíkri æfingu. Í fréttum kom þó fram að á áttunda hundrað manns tók þátt í æfingunni. Verkefni hjálparliða eru samkvæmt FFK í stórum dráttum að bjarga fólki úr f lugvélarf laki, koma því í hendur heilbrigðisstarfsmanna, hlúa að þeim sem lentu í slysinu og öðrum þeim sem líða vegna slyssins, rannsaka slysið og koma f lug- starfsemi aftur í gang. Of langt mál yrði að telja alla þá upp sem að æfingunni komu, en í megin- atriðum voru það þessir: * Sjálfboðaliðar sem léku fórnarlömb slyssins * Björgunarsveitir af Suðurnesjum og höfuð- borgarsvæðinu * Flugmálastjórn * Flugrekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli * Heilbrigðisstofnanir á Suðurnesjum og höfuð- borgarsvæðinu * Lögregla af Suðurnesjum og höfuðborgar- svæðinu * Rauðakrossdeildir af Suðurnesjum og höfuð- borgarsvæðinu * Slökkvi l ið Varnarliðsins og slökkvi l ið á Suðurnesjum * Aðrir, eins og t .d. tæknimenn, prestar, Landhelgisgæslan, Vegagerðin, fjölmiðlar o.f l. o.fl. Eins og sjá má af þessari upptalningu kemur mikill f jöldi að f lugslysaskipulaginu. Þarna koma saman atvinnumenn og sjálf boðaliðar og þótti það eftirtektarvert í æfingunni hversu mikla virðingu menn báru fyrir störfum hvers annars. Sjálf boðaliðasveitir björgunarsveit- anna og Rauða krossins hafa sýnt það hér á Suðurnesjum í gegnum árin hversu megnugar þær eru við að takast á við stór og smá áföll sem dunið hafa yfir. Fólkið í þessum sveitum er samfélaginu okkar ómetanlegur styrkur. Á engan er hallað þegar minnst er sérstak- lega á þátt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin hefur verkskyldum að sinna á fjórum stöðum. Starfsmenn hennar eru fyrstir á vettv- ang og stjórna greiningu á slysstað. Þeir stjórna söfnunarsvæði slasaðra þar sem jafnvægi er komið á ástand fórnarlamba og þeir undirbúnir fyrir f lutning. Fulltrúi þeirra gegnir lykilhlut- verki í aðgerðastjórn við samhæfingu flutnings fórnarlamba til Reykjavíkur. Á heilbrigðisstofn- uninni sjálfri fer í gang hópslysaáætlun þar sem hver starfsmaður er virkjaður þannig að hún getur sinnt þeim hluta fórnarlamba sem henni er ætlaður og gott betur. Stofnunin sýndi á æfingunni að hún er einn af máttarstólpum skipulagsins. Við Suðurnesjamenn getum verið stoltir af því fólki sem sinnir velferð okkar af áhuga og fag- þekkingu. Ég vil færa því fyrir okkar hönd kærar þakkir með ósk um áframhaldandi gott samstarf. Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík. Getum verið stolt af því fólki sem sinnir velferð okkar af áhuga og fagþekkingu 8 Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, skrifar um flugslysaæfingu: Áhugaverður fyrirlestur verður haldinn í Kirkjulundi laugardaginn 20. nóvember nk. kl. 10:15-12:00. Þá mun Marteinn Steinar Jónsson, sálfræðingur og sér- fræðingur á sviði klínískrar sálfræði fjalla um samskipti innan veggja heimilisins. Þess má geta að klínískir sálfræðingar hafa sérhæft sig í orsaka- greiningu og meðferð mannlegs vanda. Auk þess að stunda klíníska sálfræði hefur Marteinn Steinar margra ára reynslu af greiningarvinnu, ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og börn. Umræður og léttur málsverður í hádeginu. Fyrirlestur um samskipti innan veggja heimilisins Get ekki orða bundist varðandi skrif Gunnars Egils Sigurðssonar í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Þannig var mál með vexti að maður þessi kom með Land Rover jeppling 5 ára gamlan á sölu til okkar í vægast sagt ósöluhæfu ástandi, bifreiðin var á handónýtum dekkjum með ónýtan rafgeymi og brotin lykil. Í tví- eða þrígang þurftum við að gefa bílnum start þegar viðskiptavinir vildu fá að reynsluaka bílnum og í öll skiptin þurfti sölumaður frá okkur að aðstoða fólk til að koma bílnum í gang. Og til þess þurfti að opna húddið á bílnum og þegar kippt var í húddopnunina datt plasthlíf undan mæla- borðinu og sér hver heilvita maður að ekki er allt með felldu þegar maður heldur á hálfu mælaborði við þá einu aðgerð að opna húdd á bíl. Varðandi lykilinn sem við eigum að hafa brotið að þá var augljós sprunga í plasti lykilsins sem við einfaldlega settum límband yfir til að reyna að halda lyklinum saman. Að lokum vil ég ráðleggja Gunnari að reyna að koma bíl þessum í söluhæft ástand áður en hann hyggst bjóða hann til sölu. Ævar Ingólfsson, Toyota-salnum. Í VÆGAST SAGT ÓSÖLUHÆFU ÁSTANDI 8 Neytendamál í Víkurfréttum: Til hamingju með 30 ára afmælið elsku Nanna. Það er ekki til betri vin- kona eða systir og það er engin systir betri en þú . Þín uppáhaldssystir, Ólöf Ásdís.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.