Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.11.2004, Page 24

Víkurfréttir - 18.11.2004, Page 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þessari spurningu er ekki auð-svarað, en ljóst er að innanlands-flugið mun fyrr eða síðar flytj- ast ti l Kef lavíkur. Þ e t t a v it a f l e s t i r og eru f lestir sam- m á l a u m a ð e i n - ungis sé spurning u m „ h v e n æ r “ e n ek k i „hvor t“ inn- anlandsf lugið f lyst til Keflavík-urflug- vallar. Reykjavíkur-borg hefur þegar ma rk að þá stef nu að meg i nþor r i starfsemi Reykjavíkurflugvallar flytj- ist úr Vatnsmýrinni árið 2016 og að fullu árið 2024. Þessi þróun gæti orðið fyrr sé miðað við yfirlýsingar fulltrúa Reykjavíkurborgar í fjölmiðlum sem og annars staðar. Eitt stærsta atvinnumál fyrir Suðurnesin Ég lít á það sem eitt af meginverkefnum alþingismanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnamanna á Suðurnesjum að tryggja að innanlandsf lugið verði f lutt t i l Kef lav íkur. Þó svo að v ið Suðurnesjamenn lítum á þetta sem augljóst og einfalt mál, þá er alls ekki svo víðast hvar á landinu. T.d. var ein af hugmyndum nefndar Reykjavík- urborgar um staðsetningu fyrir nýjan innanlandsflugvöll að slíkur flugvöllur gæti veið staðsettur í Hvassahrauni á Reykjanesi og var þetta talin góður kostur af nefndarmönnum. Ég minni Suðurnesjamenn á þetta vegna þess að oft geta vitlausar hugmyndir orðið að veruleika og er það skylda okkar að grípa inn í og stöðva slíkt. Í þessu sam- bandi má benda á að fyrirhuguð stað- setning flugvallarins í Hvassahrauni er einungis í 15 mínútna akstursfjárlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, auk þess sem staðsetningin er útilokuð vegna flugöryggis. Ég tel f lutning innanlandsf lugs ti l Kef lav íkur raunhæfasta kost inn í atvinnumálum hér á svæðinu til að mæta þeim samdrætti sem verið hefur í tengslum við starfsemi Varnarliðsins. Auk þess er óþarfi er að reka tvo öfluga og fullkomna f lugvelli nánast hlið við hlið hér á Íslandi. Færa má fyrir því margvísleg rök að innanlandsflugið eigi að flytjast til Keflavíkur. T.d. er ljóst að: * rekstrarkostnaður Reykjavíkurf lug- val lar nemur vel á f jórða hundrað milljón króna á ári fyrir utan stofnkost- nað og yfirstjórn. Auðvelt er að draga þá ályktun að þessir fjármunir muni sparast hjá hinu opinberra vegna flutn- ingsins. * nýting á Keflavíkurflugvelli mun auk- ast til muna og þar með munu fjárfest- ingar nýtast mun betur. * M e ð s a m d r æ t t i á s t a r f s e m i Varnarliðsins aukast líkurnar á því að við þurfum sjálf að reka Kef lavíkur- flugvöll og NATO greiði einhverskonar aðstöðugjald með svipuðu hætti og NATO gerir í Frankfurt í Þýskalandi. * nýting á tvöfaldri Reykjanesbraut mun aukast og því hægt að ljúka því verkefni mun fyrr en ella. * ýmis af leidd starfsemi mun eðli málsins samkvæmt þurfa að f lytjast til Suðurnesja svo sem eins og rekstur L a nd helg i sgæ s lu n na r og rek s t u r Flugmálastjórnar Íslands sem kostar yfir 2 milljarða á ári. * sjúkraflug mun beinast hingað og þar með styrkja rekstur Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja sem mun aftur auka nýtingu fjárfestingar ríkisins betur og gera Heilbrigðisstofnunni betur kleift að þjónusta íbúa svæðisins. * umsvif í kringum einkaflug og ferju- f lug mun færast á Suðurnesin með margfeldisáhrifum o.s.frv. * margir farþegar sem nýta sér innan- landflug eru á leið erlendis en ekki til Reykjavíkur. Samgöngur milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar Ljóst er að f lutningur innanlandsflugs til Keflavíkur mun hafa veruleg áhrif á samgöngur milli höfuðborgar og lands- byggðar. Gagnrýnisraddir við þessu munu vera háværar af hálfu lands- byggðarfólks og ef laust mun lands- byggðin hafa eitthvað til síns máls. Helst munu heyrast raddir um það að f lutningurinn muni drepa innan- landsf lugið endanlega vegna þess að fólk muni velja þann kostinn að aka til Reykjavíkur í stað þess að f ljúga, einkum vegna viðbótartíma sem við bætist við ferðalagið að þurfa að aka Reykjanesbrautina. Ég tel hins vegar að rödd skynsem- innar verði að ráða og vel sé hægt að leysa þau vandkvæði sem fylgja því að lenda á Miðnesheiðinni en ekki í Vatnsmýrinni. Undirritaður er t.d. einn þeirra sem sækir daglega vinnu í miðborg Reykjavíkur og fullyrði ég það að með bættum samgöngum sé hægt að ná ferðatíma frá Miðnesheiði í Vatnsmýri niður undir 30 mínútur. Flöskuhálsinn á þessari leið er ekki kaf linn frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Vandamálið liggur í samgönguhnútum innan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Margar leiðir eru til að bæta úr þessum f löskuhálsum, einn er t.d. sá að með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, losnar verðmætasta og eftirsóttasta byggingarland innan borgarmarkanna sem leiðir til þéttingar byggðar sem mun aftur létta verulega á helstu sam- gönguæðum til miðborgar Reykjavíkur og þar með draga úr f löskuhálsum. Önnur leið til að bæta úr þessu væri t.d. bein samgöngutenging frá Straumsvík í Vat n s mý r i n a s e m k a l l a m æ t t i „BESSASTAÐAHJÁLEIГ eða “hjá- leið um Bessastaði. Vel mætti hugsa sér jarðgöng og/eða brú yfir Skerjafjörðinn, þá tel ég einnig koma til greina að slík samgöngutenging væri gerð í einka- framkvæmd og heimilt væri að inn- heimta veggjald. Ég tel fullvíst að slík samgöngutenging myndi borga sig og stytta umferðartíma allverulega. Þá er ljóst að verulega mætti bæta úr almenn- ingssamgöngum frá Flugstöðinni beint í Vatnsmýrina og ætti að vera tiltölulega auðvelt að niðurgreiða þær með þeim fjármunum sem sparast á ári hverju við það að reka einungis einn flugvöll á Suðvesturhorninu. Flugöryggi, hvenær gerist fyrsta slysið, á að bíða eftir því ? Fleiri rök eru fyrir f lutning innan- landf lugs ti l Kef lavíkur og má þar helst nefna f lugöryggi. Verulega hefur þrengt að Reykjavíkurflugvelli undan- farin ár og er einungis spurning hvenær fyrsta alvarlega slysið verður. Ég tel ekki hyggilegt að bíða eftir því og vil þess vegna f lýta f lutningi starfseminnar til Kef lavíkur sem ég fullyrði að sé mun öruggari f lugvöllur auk þess sem allar öryggiskröfur eru mun strangari. Stefna Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í S u ð u r k j ö r d æ m i v a r h a l d i ð á Hvolsvel l i í Rangárþing i um síð- ustu helgi. Þar sýndu þingfulltrúar Framsóknarfélaganna mikinn kjark og framsýni, og var m.a. eftirfarandi ályktun samþykkt einróma eftir þó nokkrar umræður bæði á þinginu og í hópastarfi. „Þingið skorar á samgöngumálaráð- herra í samvinnu við hagsmunaað- ila að hefja nú þegar vinnu við hag- kvæmisathugun á því að f lytja innan- landsf lug frá Reykjavíkurf lugvelli til Keflavíkurflugvallar. Þingið telur líkur til að með flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur megi ná verulegum sparnaði fyrir þjóðfélagið ásamt því að byggja upp atvinnulífið á Suðurnesjum. Þá má ætla að flugöryggi aukist og að svigrúm skapist til að lækka fargjöld í innan- landsflugi.” Það er ætlun mín og annarra Fram- sók na r ma n na á Suðu r nes ju m að fylgja þessari ályktun eftir á f lokks- þingi Framsóknarf lokksins í febrúar 2005. Ég vil nota þetta tækifæri og biðja Suðurnesjamenn um stuðning og sýna það í verki með því að skrá sig í Framsóknarflokkinn en það er hægt að gera á vefslóðinni www.framsokn.is. Eysteinn Jónsson Íbúi í Reykjanesbæ og aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra Hvenær flyst innan- landsflug til Keflavíkur? „Ég lít á það sem eitt af meginverkefnum alþing- ismanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnamanna á Suðurnesjum að tryggja að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur.“ 8 Eysteinn Jónsson skrifar um flutning innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.