Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2005, Page 4

Víkurfréttir - 10.03.2005, Page 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Í nafni guðs föður, sonar, og heilagrar Jónínu. 8 Erlingur Jónsson og samtímamenn: MUNDI MUNDI Siðmennt - félag um borgaralegar athafnir hefur skorað á menntamálayfirvöld að stöðva allt trúboð sem félagið sé stundað víða í grunnskólum þar sem börn eru látin fara með bænir á skólatíma. Þar sé gengið á svig við aðalnámsskrá grunnskóla þar sem segir m.a.: „Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðs- stofnun...” Félagið vísar til orða Jónínu Guðmundsdóttur, skólastjóra Holtaskóla, í viðtali á RÚV fyrir skemmstu þar sem fram kemur að kennsla í fyrsta tíma í bekkjum á yngri barna sviði hefjist á bæn. Í samtali við Víkurfréttir sagði Jónína að hún hafi fengið mikil viðbrögð við fréttinni, langflest jákvæð en einungis eitt neikvætt. Þessi siður hafi verið tekinn upp fyrir um sex árum þegar fyrir- komulagi var breytt þannig að allir bekkir væru í skólanum í því sjónarmiði að fá börnin til að hugleiða og sýna samstöðu áður en skóladagurinn hefst fyrir alvöru. „Við vinnum mikið eftir Montessori-stefnunni sem leggur áherslu á lífsgildi og kristna siðferði, en við erum alls ekki að stunda einhverskonar innrætingu. Börnin fara ekki alltaf með bænir því stundum er farið með ljóð.” Jónína segir að lokum að þau hyggist ekki breyta út af þessum sið þrátt fyrir gagnrýnisraddir. „Við munum ekki hætta nema okkur verði skipað að gera svo og ég skil ekki með hvaða rökum ætti að gera það.” Hætta ekki með bænir í Holtaskóla 8 Reykjanesbær: Laugardaginn 12. mars n.k. kl. 15.00 verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum sýningin Er- lingur Jónsson og samtíma- menn. Er ling ur Jóns son varð fyrstur til að hljóta heið- ursnafnbótina Listamaður Keflavíkur sem nú kallast Listamaður Reykjanesbæjar. Erlingur þótti vel að þessum titli kominn þar sem hann hafði í áratugi unnið að list- sköpun í þágu bæjarbúa, bæði með eigin verkum og ekki síður sem áhrifavaldur ungra og upprennandi lista- manna í bænum en hann starfaði lengi sem kennari við grunnskóla bæjarins. Síðustu árin hefur Erlingur lifað og starfað í Osló. Á þessari sýningu er lögð áhersla á að sýna lágmyndir Erlings Jónssonar og brjóst- myndir en þær hafa ekki áður verið sýndar saman og sumar aldrei sést opinberlega fyrr. Einnig er persónuleika Erlings gerð skil með ljós- myndum og myndbandi, því maðurinn sjálfur er lífsins listaverk! Í sýningarskránni segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur m.a. um Erling: „Þetta tvennt, innlifunarhæfi- leikinn og bókmenntirnar, er sennilega það sem sett hefur ríkulegast mark á listsköpun Erlings sjálfs. Hið fyrrnefnda skýrir að hluta næmið sem kemur fram í myndum af sam- tímamönnum, meðvitundina um að sérhver andlitsdráttur skipti máli þegar móta skal eftir lifandi andliti. Bókmennt- irnar eru svo kveikjan að mörgum og fjölbreytilegum skúlptúrum listamannsins, sem velunnarar hans í Kefla- vík hafa sett upp í bæjarland- inu á undanförnum árum. “ Í sýningarskránni er einnig yfirlitskort af bænum þar sem búið er að staðsetja verk Er- lings og gestum þannig gert auðveldara að skoða verkin í eðlilegu umhverfi. Auk verka Erlings Jónssonar má sjá á sýningunni ljós- myndir eftir Arnar Fells, Tom Sandberg og Vigdis Hind- hammer og einnig er mynd- band eftir Viðar Oddgeirsson sem m.a. er byggt á viðtali Jónatans Garðarssonar við Er- ling. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00 - 17.30 og stendur til 24. apríl. Tölvulistinn opnaði stór-glæsi lega versl un að Hafnargötu 90 í Reykja- nesbæ á mánudag. Tölvulistinn bauð upp á léttar veitingar og var Árni Sigfússon, bæjarstjóri á meðal góðra gesta. Ásgeir G. Bjarnason, forstjóri Tölvulistans taldi Reykjanesbæ vera tilvalinn stað til að opna tölvuverslun, „Við teljum að hér sé vöntun og uppgangurinn í Reykjanesbæ er mikill og Árni Sigfússon hefur lyft bænum upp,” Ásgeir segir að Tölvulist- inn beiti sér fyrir lágu verði og miklu úrvali á tölvum og tölvu- búnaði ásamt því að vera með öfluga menn á gólf inu til að þjónusta viðskiptavini. stuttar F R É T T I R Sex að il ar sóttu um stöðu skólastjóra Akur-skóla í Tjarnahverfi en umsóknarfrestur rann út 1. mars sl. Þeir sem sóttu um eru: Bryn- dís Björg Guðmundsdóttir, Reykjanesbæ. Daði Viktor Ingimundarson, Sel fossi. Guðbjörg Málfríður Sveins- dóttir, Reykjanesbæ, Helgi Arnarson, Blönduósi, Jónína Ágústsdóttir, Kópavogi og Ragnheiður Ásta Magnús- dóttir, Reykjanesbæ. Unnið verður hæfnismat á umsækjendum í samvinnu við Kennaraháskólann og það lagt fyrir bæjarráð Reykja- nesbæjar sem mun taka end- anlega ákvörðun um umsækj- endur. Akurskóli tekur til starfa næsta haust. Ný sýning í Listasafni Reykjanesbæjar Árni Sigfússon, bæjar-stjóri Reykjanesbæjar, boðar til framkvæmda- þings í Reykjanesbæ fimmtu- daginn 10. mars 2005. Á þinginu verða kynntar helstu verkframkvæmdir sem fyrirhug- aðar eru á árinu 2005 í landi Reykjanesbæjar og á Keflavíkur- flugvelli. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar í dag. Kynntar verða framkvæmdir á vegum Reykjanesbæjar, Reykja- neshafnar og Fasteignar hf. auk þess sem fjallað verður um framkvæmdir vegna alþjóðaflug- vallar á Keflavíkurflugvelli, fram- kvæmdir hjá Varnarliði, Hita- veitu Suðurnesja og byggingar- framkvæmdir í Tjarnahverfi og víðar. Þá hefur helstu verktökum á svæðinu verði boðið að kynna eigin framkvæmdir. Þingið verður haldið á veitinga- húsinu Ránni við Hafnargötu kl. 16 - 19:00 og er öllum opið. 8 Reykjanesbær: Boðað til framkvæmda- þings á Ránni í kvöld Tölvulistinn opnar 8 Ný tölvuverslun opnar í Reykjanesbæ: Tölvulistamennirnir Ásgeir Bjarnason, Hafþór Helgason og Bjarni Sigurðsson. Árni Sigfússon að skoða tilboð Tölvulistans ásamt Ásgeiri. Fyrirhugað er að stofna svokallaða lávarða-deild í tengslum við knattspyrnuna í Keflavík. Allir fyrrum leikmenn og stjórnarmenn í Keflavík fá boð um að starfa með deild- inni. Stofnfundur verður á miðvikudag í næstu viku. Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflavíkur, mun fara yfir undirbúninginn fyrir sum- arið á fundinum og margt annað fróðlegt verður uppi á borðum. Með lávarðadeild- inni er hugmyndin að virkja bæði fyrrum leikmenn og stjórnarmenn til starfa og finna þeim hlutverk í ört stækkandi klúbbi, sem Kefla- vík er að verða. Lávarða- deild stofnuð í Keflavík Sex vilja stýra Akurskóla

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.