Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2005, Síða 18

Víkurfréttir - 10.03.2005, Síða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Teppi á stiga Erna Alfreðsdóttir er um þessar mundir að hefja hringastarf og aðra starf- semi í húsnæði Sálarrannsókn- arfélags Suðurnesja. Erna, sem hefur starfað að andlegum mál- efnum í yfir 20 ár um allt land, m.a. hjá SFRS, mun fyrst í stað fara í gang með þróunarhringi þar sem áherslan verður jafnt á orkusöfnun, hugleiðslu sem og að senda út orku þangað sem hennar er þörf. Næsta skref við það gæti verið að þjálfa upp fólk sem hefur miðilshæfileika, til dæmis lækna- miðlun, skyggni, transmiðlun og fleira. Hún mun auk þess standa fyrir opnum húsum í húsnæði SRFS sem hún áætlar að hafa einu sinni á mánuði þar sem fólk getur reynt sína hæfileika og spáð í bolla eða spil og lesið í skrift eða gert ýmislegt annað sér til skemmtunar. Á þeim verður gefin heilun og verður enginn aðgangseyrir. Erna segist ætla að reyna að koma til móts við breiðan hóp fólks sem vill slappa af en er ekki endilega í andlegum hugleiðingum en vill ná innri ró. „Fólk er kannski að upplifa streitu sem það getur unnið á og reynt að losa sig við. Gott er að jafna sig eftir veikindi og áföll með því að ná innra jafnvægi og auka orku. Það þarf ekki and- lega hæfileika til að taka þátt. Aðeins áhuga á að byggja upp sinn innri mann.” Áhuga söm um er bent á að hafa samband við Ernu í síma 864-1873 og fara hringir í gang um leið og næg þátttaka fæst. Áhugaverð starfsemi í húsi SRFS 8 Hringastarf og fleira á vegum Ernu Alfreðsdóttur: Nýverið var fjölskyldudagur í Njarðvíkur-skóla. Dagurinn var helgaður umhverf-inu og nemendur buðu einhverjum úr fjölskyldu sinni, ömmu og afa eða mömmu og pabba, að koma í heimsókn í skólann frá kl. 10-12. Gestirnir byrjuðu á því að hlýða á stutta dagskrá á sal þar sem nokkrir nemendur sögðu frá því sem verið er að vinna í umhverfismennt í skólanum. Að dagskránni lokinni fór hópurinn í kennslustofur og fylgdist með því sem nem- endur voru að vinna. Dagskráin á sal hófst á því að Eyjólfur Auðuns- son, nemandi í 3. HR, sagði frá fernuskolun sem nemendur og kennarar eru með í 3. bekk og er þetta annað árið sem þau skola drykkjarfernur og senda í endurvinnslu. Tvær stúlkur úr 7. GG, þær Dagmar Traustadóttir og Dalrós Þórisdóttir, sögðu frá endurvinnslu á pappír sem árgangurinn þeirra er að vinna og var sýnd stuttmynd sem tekin var í tíma hjá þeim. Björn Traustason í 10. KA sagði frá þrifum á skólalóðinni sem nemendur og kennarar sjá um. Farið er út og skólalóðin þrifin einu sinni í viku og fer hver bekkur u.þ.b. tvisvar á vetri í þetta verkefni. Þá kynnti Svavar Skúli Jónsson, nemandi úr 7. GG, niðurstöður úr umhverfiskönnun sem send var heim til foreldra í síðustu viku en það voru nemendur úr 7. bekk sem unnu úr niðurstöðunum. Þess má geta að Njarðvíkurskóli er núna í Comeni- usar verkefni sem er samstarfsverkefni skóla í Evrópu og er þema verkefnisins „Umhverfis- menntun” (Environmental Education) og tengist þema fjölskyldudagsins því verkefni. Mjög góð mæting var hjá fjölskyldum nemenda og tókst dagurinn einstaklega vel. Fjölskyldudagur helg- aður umhverfinu © FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.