Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson (fréttir), sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir og íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©RITSTJÓRNAR BRÉF Páll KetilssonR I T S T J Ó R I S K R I F A R Það er ekki oft sem við fáum ráðherra í stuði í Stapa. En sem betur fer gerist það einstaka sinnum þó það gerist ekki oft. Ekki höfum við átt marga „Suðurnesja”-ráðherra. Engin ráð- herra hefur átt heima suður með sjó. Alla vega ekki síðustu hundrað árin. Svolítið sérstakt þegar maður hugsar um það. Kannski Sturla eigi íbúð hérna því hann kom með svo fínan pakka til okkar í Stapann sl. mánudagskvöld. Já, Sturla var í stuði og heimtaði skófluna sem forsprakkar Áhugahóps um örugga Reykja-nesbraut afhentu honum á borgarafundi fyrir fjórum árum. Við, sem höfum starfað í þessum hópi og höfum átt náin og góð samskipti við ráð- herra um brautina urðum hissa. Alveg þrælhissa. Það var farið í það á bak við tjöldin í orðsins fyrstu merkingu, að redda skóflunni sem hefur verið í glerskáp í Sparisjóðnum í Keflavík í öll þessi ár. Okkar maður hringdi í sjóð allra Suður- nesjamanna og auðvitað var þessu máli reddað á innan við tíu mínútum, sjóðurinn opnaður og skólfan komin í Stapann og í hendur ráðherra áður en hann hætti að tala. Og allir klöppuðu! Frábært. Það var fleira sérstakt við þennan borgara-fund. Þingmenn úr öllum flokkum voru sammála! Það er ekki oft sem það gerist. Og svona margir mættir úr öllum flokkum. Guðni landbúnaðarráðherra, Árni sjávarútvegsráðherra, Árni bæjarstjóri og Árni Johnsen, breiðari en nokkru sinni á fremsta bekk með hinum þing- mönnunum. Og hann fagnaði líka þó svo hans stærsti draumur séu gögn til Eyja. Þarna var líka Steingrímur Joð til að halda ræðu! Ég sem hélt að hann myndi örugglega segja að þessum peningum væri betur varið í jarðgöng einhvers staðar úti á landi. Nei, hann fagnaði líka þó svo nokkur varn- aðarorð fylgdu. Margrét Frímannsdóttir var flott. Hún fór upp á svið og afhenti ráðherra og Steinþóri, fyrir hönd áhugahóps, blóm- vendi frá þingmannahópnum. Allir með. Líka Frjálslyndir með Magnús Þór sem er fylgjandi því að skoða gjaldtöku í vegamálum. Tvöhundruðkall á ferð. Þar eru ekki allir sammála. En þarna er ég sammála Magnúsi, eiginmanni Ragnheiðar sund- drottningar sem einu sinni bjó í Keflavík. Mér fyndist allt í lagi að borga 200 kall fyrir hverja ferð um Reykjanesbrautina, yfir Hellisheiði eða lengra austur fyrir. Mér er það miklu mikilvægara að geta ekið örugga og betri vegi, tvöfalda vegi þar sem minni hætta er á slysum. Í flestum tilfellum eru vegir þar sem hægt er að aka ef fólk er ekki tilbúið að greiða. Það væri hægt að gera það hér á brautinni. Það þarf hvort sem er að laga veg- inn um Ströndina. Á Hellisheiði er hægt að fara Þrengslin og ef menn vilja ekki borga í Hvalfjarð- argöngin þá er hægt að aka gamla veginn sem er flottur á sumrin. Lang fæstir gera það þó. Sýnir kannski best hvað fólk er sammála gjaldtöku. Til að fá betri vegi og komast fyrr leiðar sinnar. En ég gætti ekki að vera að ræða gjaldtöku þegar Sturla er búinn að lofa pening í að klára brautina. Nú fögnum við en að fagni loknu munum við halda ráðherra við efnið. Sturla í stuði! ����������������������� ����������������� �������������������������� �������������������������������������� ������������������������������������ ����������������������� ����������������������������������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.