Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2005 I 3 wGrinda- v í k u r - s t ú l k u r hafa einu sinni áður kom ist í úrslitaleik bikarkeppninnar, en það var árið 1994 þegar þær töp- uðu naumlega fyrir nágrönnum sínum úr Keflavík, 56-53. wErla Þorsteinsdóttir, leikmaður Grindavíkur, lyfti bikarnum í fyrra sem fyrirliði Keflavíkur. Hún var einmitt á bekknum í sigri Keflavíkur á Grindavík árið 1994. wSvandís Sigurðardóttir, leik- maður Grindavíkur, fagnaði bikarmeistaratitlinum með liði ÍS árið 2003. Hún átti stórleik undir körfunni og tók 19 frá- köst þar sem Stúdínur unnu góðan sigur á Keflavík í fram- lengdum leik. wHaukastúlkur hafa fjórum sinnum leikið til úrslita í kvenna- flokki og verður leikurinn í ár sá fimmti. Tveir leikjanna hafa unnist, gegn ÍS árið 1984 og gegn Keflavík árið 1992. wHaukastúlkur eru þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að hafa tapað með mestum mun í bikarúrslitum, en það var árið 1993. Keflavík tryggði sér þá titil- inn með 33 stiga mun, 62-29. Henning Henningsson, þjálfari Grindvíkinga, segir ágætis stíganda hafa verið í leik liðsins eftir ára- mót og spilið hafi verið að slíp- ast til. „Svo er sjálfstraustið hjá okkur í góðum gír, en ef þú ert alvöru íþróttamaður ertu tilbúinn í svona leiki.” Henning bætir því við að tapið í síðustu rimmu liðanna eigi eftir að kveikja í hans stelpum. „Við eigum harma að hefna og förum í þennan leik með ekkert annað en sigur í huga. Okkar markmið verður að halda þeim frá körfunni og láta þær taka skotin fyrir utan. Þá eigum við góðan möguleika á sigri. Þetta er spurning um það hvort liðin hafi vilja og þor til að klára þetta og ég hef fulla trú á því að bæði liðin hafi slíkt.” AÐALSTYRKTARAÐILI KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR NJARÐVÍKUR Grindavík Haukar Grinda vík og Hauk ar mætast í úrslitaleik Bik-arkeppni KKÍ og Lýs- ingar í kvennaflokki. Óhætt er að búast við spennandi leik þar sem allt getur gerst enda hafa bæði liðin verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Grind- víkingar hafa verið á uppleið í 1. deildinni og eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar og hafa á að skipa þaulreyndum lands- liðsmönnum í flestum stöðum og eru auk þess með einn besta erlenda leikmann deildarinnar í Myriuh Spence. Lið Haukanna er að mestu leyti byggt upp af ungum og efni- legum leikmönnum þar sem hin öfluga Helena Sverrisdóttir fer fremst í flokki. Helena hefur, þrátt fyrir ungan aldur sannað sig sem einn allra besti miðherji landsins og verður sérstaklega athyglisvert að fylgjast með rimmu hennar og Erlu Þorsteins- dóttur undir körfunni. Grindvíkingar hafa unnið tvo af þremur leikjum liðanna í deild- inni, en Haukastúlkur unnu þann síðasta, 62-44 á heimavelli sínum. Molar Tvö sjóðheit lið bítast um bikarinn „Spurning um vilja og þor“ Nr Nafn F. ár Hæð 4 Svandís Sigurðardótir 1982 176cm 5 Elva Rut Sigmarsdóttir 1986 176cm 6 María Guðmundsdóttir 1983 164cm 7 Ólöf Helga Pálsdóttir 1985 172cm 8 Sólveig Gunnlaugsdóttir 1981 174cm 9 Berglind Magnúsdóttir 1989 188cm 10 Theodóra Káradóttir 1985 172cm 11 Erla Reynisdóttir 1978 170cm 12 Erla Þorsteinsdóttir 1978 182cm 13 Guðrún Guðmundsd. 1984 174cm 14 Íris Sverrisdóttir 1990 171cm 15 Myriah Spence 1982 181cm Þ: Henning Henningsson Nr Nafn F. ár Hæð 4 Helena Sverrisdóttir 1988 184cm 5 Ebony Shaw 1982 180cm 6 Ragnheiður Theodórsd. 1988 176cm 7 Svahvít Skjaldardóttir 1987 178cm 8 Hanna Hálfdanardóttir 1985 184cm 9 Ösp Jóhannsdóttir 1986 176cm 10 Ingibjörg Skúladóttir 1988 172cm 11 Pálína Gunnlaugsdóttir 1986 168cm 12 Sigrún Ámundadóttir 1988 180cm 13 Eva Dís Ólafsdóttir 1986 176cm 14 Guðrún Ámundadóttir 1987 178cm 15 Kristrún Sigurjónsdóttir 1985 178cm Þ: Ágúst Björgvinsson Anna María Sveinsdóttir er í óvenjulegum sporum þetta árið því hun hefur lungann úr ævi sinni leikið sjálf í úr-slitum með Keflavík á þessum tímapunkti, en hún segist samt munu fylgjast vel með leik Hauka og Grindavíkur. „Þetta verður hörkuleikur þar sem liðin eru nokkuð jöfn að getu. Grindvíkingar eru kannski með betri mannskap en mér finnst eins og liðsstemmningin sé betri hjá Haukum. Þetta verður örugglega spennandi og jafn leikur. Haukarnir hafa verið á góðri siglingu undanfarið og eru með góðan Kana og einfaldlega besta íslenska leikmanninn í deildinni í dag. Úrslitaleikir velta oft á dagsformi, en reynslan ætti líka að nýtast Grindvíkingum því að Erlurnar og Svandís hafa margoft spilað í svona stórum leikjum. Reynslan gæti skipt sköpum í þessum leik.” Veltur á dagsformi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.