Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 10. FEBRÚAR 2005 I 9
Samband íslenskra sveit-arfélaga hefur tilnefnt Árni Sigfússon, bæjar-
stjóra Reykjanesbæjar, í nefnd
á vegum forsætisráðuneytis til
þess að meta stöðu íslensku
fjölskyldunnar og koma með
tillögur í því augnamiði að
styrkja stöðu hennar.
Stjórn SÍS tilnefndi jafnframt í
nefndina Björk Vilhelmsdóttur,
borgarfulltrúa í Reykjavík.
Að auki skipa nefndina Björn
B. Jónsson, tilnefndur af Ung-
menna fé lagi Ís lands, Elín
Thorarensen, tilnefnd af Heim-
ili og skóla, Fanný Gunnars-
dóttir, tilnefnd af félagsmálaráð-
herra, Guðný Eydal, tilnefnd af
menntamálaráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir, tilnefnd af heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, séra Ólafur Jóhannsson,
tilnefndur af dóms- og kirkju-
málaráðherra, Ragnheiður E.
Árnadóttir, tilnefnd af fjármála-
ráðherra, Stefán Snær Konráðs-
son, tilnefndur af Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands og
séra Þorvaldur Karl Helgason,
tilnefndur af biskupi Íslands.
Formaður nefndarinnar, skip-
aður af forsætisráðherra, er
Björn Ingi Hrafnsson aðstoð-
armaður forsætisráðherra og
starfsmenn nefndarinnar eru
einn fulltrúi forsætisráðuneyt-
isins og Björg Kjartansdóttir,
deildarsérfræðingur í félagsmála-
ráðuneytinu.
Skipanin kemur í framhaldi
af áramótaávarpi Halldórs Ás-
grímssonar, forsætisráðherra
þar sem hann vék að stöðu fjöl-
skyldunnar m.a. með þessum
orðum:
„Það er bjargföst trú mín að
samheldin og ástrík fjölskylda
sé kjarninn í hverju þjóðfélagi.
Þann kjarna þarf að styrkja og
treysta og við höfum komið til
móts við breyttar kröfur með
fæðingarorlofi fyrir báða for-
eldra, sem var mikið jafnréttis-
mál. Að sama skapi höfum við
lagt áherslu á að allir geti eign-
ast sitt eigið húsnæði. En betur
má ef duga skal. Ég hef því
ákveðið að setja af stað vinnu
við að meta stöðu íslensku fjöl-
skyldunnar.”
Ekki eru tímamörk á störfum
nefndarinnar, sem mun hefja
störf á næstu dögum.
Ferðamálasamtökin og Samband sveitarfélaga á Suð ur nesj um (SSS)
munu halda ferða mála ráð-
stefnu í Eldborg í Svartsengi
föstudaginn 25. febrúar næst-
komandi. Ráðstefnan verður
með því sniði að fjórir valdir
einstaklingar hafa framsögu
um ferðatengt efni sem höfðar
til Reyknesinga og þeirra mögu-
leika sem þar eru og eru í far-
vatninu.
Framsögumenn á fundinum
verða: Forstjóri Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar, aðstoðarfor-
stjóri Hitaveitu Suðurnesja,
framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar og einn bæj-
arstjóranna á Suðurnesjum.
Pallborð með frummælendur
og sveitarstjórnarmönnum
verður að því loknu. Ráðstefnan
stendur yfir milli kl. 13:00-
17:00.
8 Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins:
Bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar tilnefndur í nefnd
um stöðu fölskyldunnar
8 Ferðamálasamtökin og SSS:
Ferðamálaráðstefna
í Eldborg 25. febrúar
©FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT898 2222