Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Einar Þ. Magnússon út-gerðarmaður snurvoða-báts ins Ósk KE-5 er ánægður með bátinn en hann keypti bátinn um miðjan jan- úar. Með bátnum fylgja 360 þorskígildistonna kvóti en skip- stjóri á bátnum er Sævar Brynj- ólfsson. Báturinn hét áður Rúna RE er hann um 116 brúttótonn að stærð en hann er einn af fjölveiði skipunum níu sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Kína árið 2001. „Þetta fer rólega af stað hjá okkur. Við höfum nær eingöngu verið á netaveiðum og þurfum að byrja á því að læra á snur- voðina. Ég reikna með að við verðum fyrsta árið á snurvoð- inni og þá sjáum við til hvort við reynum önnur veiðarfæri en skipið býður upp á þann sveigj- anleika,” segir Einar. Með skipinu fylgir svokallað bugt ar leyfi og mun skip ið stunda kolaveiðar í Faxaflóa á haustin en einnig verður lögð áhersla á þorskveiðar og aðrar veiðar. Einar mun flytja hluta kvótans af gömlu Óskinni á nýja bátinn. „Við munum einnig leigja aflaheimildir á bátinn til viðbótar því sem við eigum því við ætlum að auka sóknina en það fer þó allt eftir verði á fiskmörkuðum og verði á leigu- kvóta,” segir Einar. Með úrskurði Hér-aðsdóms Reykja-n e s s k v e ð n u m upp 13. janúar sl. var útgerð- arfélagið GE ehf. í Garði, Plastverk-Framleiðsla ehf. í Sandgerði og S.H. útgerð ehf. í Keflavík, Útgerðarfé- lagið Lyngholt ehf. í Kefla- vík, Útgerðarfélagið Hleri ehf. í Keflavík, Mölvík ehf. í Keflavík og Olsen Olsen og ég ehf. í Keflavík tekin til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið EEH Gallerý ehf. í Sandgerði var úrskurðað gjaldþrota fyrir héraðsdómi Reykja ness í októ ber en skiptum í búinu lauk þann 21. janúar sl. Fjárhæð lýstra krafna var rúmlega 9 millj- ónir króna og fékkst engin greiðsla upp í lýstar kröfur. stuttar F R É T T I R Vinnupalli bjargað frá foki Bifreið fauk í rokinu í Njarðvík á sunnu-dagskvöld. Bifreiðin hafði verið skilin eftir í því sem kallast „hlutlausum“ og að auki ekki í handbremsu. Þegar lögregla kom að var bifreiðin illa staðsett fyrir aðra umferð en hafði ekki valdið tjóni. Þá var tilkynnt að vinnu- pallur utan við Sparisjóðinn í Keflavík, væri að fjúka í veðurhamnum sem þá var. Tókst að taka pallinn niður áður en hætta skapaðist. Farþegum Express fjölgaði um 19% Farþegum Iceland Ex-press fjölgaði um 19% í janúar síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Alls flugu um þrettán þús- und farþegar með félaginu í síðasta mánuði. Að mestu eru það erlendir ferðamenn sem standa undir fjölgun farþega Iceland Express í jan- úarmánuði, einkum þó frá London Stansted. Þar ekki aðeins um Breta að ræða heldur ekki síður farþegar víðsvegar að úr Evrópu að því er segir í tilkynningu frá Iceland Express. Nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum gjaldþrota Ný Ósk KE á snurvoð 8 Fiskiskipaflotinn í Reykjanesbæ tekur breytingum:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.