Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 16
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Nr Nafn F. ár Hæð 4 Árni Þór Jónsson 1987 186cm 5 Jeb Ivey 1980 186cm 6 Nemanja Sovic 1977 197cm 7 Brynjar Þ Kristófersson 1987 190cm 8 Pálmar Ragnarsson 1984 194cm 9 Helgi H Þorláksson 1982 177cm 10 Árni Ragnarsson 1987 188cm 11 Magnús Pálsson 1985 186cm 12 Guðni H Valentínusson 1985 204cm 13 Hörður A Vilhjálmsson 1988 188cm 14 Darrell Flake 1980 194cm 15 Hjalti Vilhjálmsson 1983 194cm Þ: Benedikt Guðmundsson w Njarð- vík ingar e r u a ð l e i k a s i n n 1 5 bikarúrslitaleik sem er jöfnun á meti KR-inga. Njarðvík lék sinn fyrsta úrslitaleik árið 1976 en tapaði gegn Ármanni 98-89. wSaga Njarðvíkinga í bikarúr- slitum byrjaði ekki sem best. Þeir töpuðu fyrstu fjórum úr- slitaleikjunum en unnu eftir það fjóra bikartitla í röð, frá 1987-1990. wTeitur Örlygsson lék 10 bikar- úrslitaleiki á ferli sínum með Njarðvík. Hann sigraði í 7 þeirra en hefur þó aldrei skorað eins mikið og í tapleik gegn Keflavík árið 1994, eða 38 stig. w Fr ið r ik S te f áns son er reyndastur Njarðvíkinga í bik- arnum en hann hefur fimm sinnum leikið til úrslita. Fyrst með KFÍ árið 1998 en næstu fjögur skipti með Njarðvík- ingum. wBrenton Birmingham hefur leikið fjóra bikarúrslitaleiki á ferlinum og staðið sig mjög vel. Hann hefur skorað að meðaltali 24,5 stig, tekið 8,5 fráköst og gefið 5,5 stoðsendingar í leik að meðaltali. wFjölnismenn hafa aldrei leikið bikarúrslitaleik í sögu félagsins, en þeir eru á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild. wNemanja Sovic hefur skorað mest fyrir Fjölni í Bikarkeppn- inni í ár, eða 20,8 stig að með- altali. Jeb Ivey stendur honum ekki langt að baki með 20,3 stig. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, segir sína menn hafa beðið úr- slitaleiksins með óþreyju und- anfarnar vikur. „Við höfum staðið okkur ágæt- lega. Varnarleikurinn hefur verið sérlega öflugur og ég vil meina það að vörn in muni vinna þennan leik.” Einar segir einn lykilinn að sigri vera að halda aftur af Ivey, Flake og Sovic. „Fyrir utan vörnina erum við með góða liðsheild og mikla breidd, en það er nokkuð sem við höfum framyfir Fjölni. Þeir spi la mik ið á s ín um mönnum á meðan við erum að taka ferska leikmenn inn af bekknum.” „Við erum annars bara fullir tilhlökkunar fyrir leikinn enda er þetta alltaf jafn skemmtilegt. Mínir menn eru hungraðir í að klára þetta dæmi og þessi leikur er einmitt vettvangur til að sýna sparihliðarnar.” Friðrik Ingi Rúnarsson, körfuboltaspekingur með meiru, hlakkar mikið til leiks Njarðvíkur og Fjölnis.„Það eru umræður um hvort Fjölnismenn geti staðið í Njarð- víkingum, en þeir hafa spilað massíft í allan vetur og þeim hefur ekki fatast flugið eins og flestir bjuggust við. Þeir eru með mjög sterka erlenda leikmenn sem hafa leikið mjög vel í vetur og svo eru þeir líka með afskaplega duglega og góða íslenska stráka sem gleym- ast oft í umræðunni. Það sem Njarðvíkingar hafa umfram Fjölni er það að þeir þekkja bikarúrslitaleiki frá A til Ö og reyndari leikmenn hafa leikið tugi svona stórleikja á ferlinum. Þeir vinna þennan leik hins vegar ekki á hefðinni einni saman. Það er alveg ljóst. Þeir verða að leika mjög vel, en ég hef trú á því að ákveðnir leikmenn eigi eftir að stíga upp. Ef Brenton, Friðrik og Páll leika á fullum krafti, að ógleymdum Hall- dóri Karlssyni, munu aðrir leikmenn fylgja með. Leikurinn getur annars farið á hvorn veginn sem er, það er svo ynd- islegt við körfuboltann. Ég ætla alla vegana ekki að láta mig vanta í Höllina.” AÐALSTYRKTARAÐILI KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR NJARÐVÍKUR Molar Fjölnir Njarðvík Njarð vík ing ar mæta spútnikliði vetrarins, Fjölnismönnum, í úr- slitum Bikarkeppni KKÍ og Lýs- ingar á sunnudag. Mikil umræða hefur mynd- ast um leikinn enda mætast þar eitt af stærstu og sigursæl- ustu veldum í sögu ís lensks körfuknattleiks og nýliðarnir í úrvalsdeild sem hafa komið verulega á óvart í vetur. Reynsla Njarðvíkinga gæti verið eitt af þeirra skæðustu vopnum og skyldu menn ætla að eldri leikmenn Njarðvíkur vissu hvað þarf til. Þeir eru hins vegar ekki að mæta neinu venjulegu nýliða liði því Benedikt Guðmunds- son hefur sett saman hörkulið í Grafarvoginum. Kjölfestan er þrenningin Nemanja Sovic, Darrel Flake og Jeb Ivey, en sá síðastnefndi hefur verið að leika eins og sá sem valdið hefur að undanförnu. Auk þeirra eru ungir og efnilegir strákar sem hafa komið upp úr óhemju sigur- sælu yngri flokka starfi Fjölnis. Hvernig sem fer verður viðureig- inin eflaust skemmtileg þar sem takast á gamla veldið og, hver veit, kannski nýi tíminn Stórveldið mætir nýliðunum „Njarðvíkingar vinna leikinn ekki á reynslunni einni saman“ Áhersla á varnarleikinn Nr Nafn F. ár Hæð 4 Friðrik Stefánsson 1977 204cm 5 Anthony Lackey 1980 196cm 6 Kristján Sigurðsson 1986 187cm 7 Egill Jónasson 1984 214cm 8 Páll Kristinsson 1976 202cm 9 Guðmundur Jónsson 1984 188cm 10 Brenton Birmingham 1972 195cm 11 Ólafur Aron Ingvason 1984 186cm 12 Sveinbjörn Skúlason 1984 186cm 13 Matt Sayman 1982 192cm 14 Jóhann Árni Ólafsson 1986 193cm 15 Halldór Karlsson 1978 192cm Þ: Einar Árni Jóhannsson Besta ehf • Brekkustíg 39 Njarðvík • Sími 420 0000 • Fax 420 0001 Hafnargötu 49 • 230 Keflavik • Sími 421 5757 • Fax 421 5657

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.