Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þrjár heiðursviðurkenningar voru veittar á 53. ársþingi Sund-sambands Íslands sem haldið var í Njarðvíkurskóla um helgina. Þær hlutu Björn Jóhannsson, Jón Bjarni Helgason og Friðrik Ólafsson en allir hafa þeir unnið afburða gott starf í þágu sundsins bæði í Reykjanesbæ og á landinu öllu, hlutu þeir þremenningar allir gullmerki SSÍ. Björn Jóhannsson Birni má að stórum hluta til þakka viðhald og uppgang sundlífs í Keflavík á áttunda áratugnum, á þessum árum áttu Keflvíkingar marga fulltrúa í landsliðum Íslands og var sundsveit félagsins ein sú alsterkasta á þessum áratug. Drifkraftur Björns og áhugi fyrir framgangi sundíþróttarinnar endurspeglaðist vel í uppbyggilegum samskiptum hans við sundmenn félagsins, honum var einkar lagið að fá unga fólkið til að trúa á getu sína. Björn gegndi formennsku í Sunddeild Keflavíkur í yfir áratug. Jón Bjarni Helgason Jón Bjarni er hugsjónarmaður af guðs náð, það sannaði hann svo sannarlega þegar hann gegndi margvíslegum hlutverkum fyrir Sunddeild UMFN á áttunda og níunda áratugnum og síðar fyrir Sundfélagið Suðurnes 1989 - 1993. Jón var viðloðandi sunddeildina nánast frá upphafi hennar og fylgdi henni vel eftir á uppvaxtarárum hennar, í raun má segja að Jón hafi átt stóran þátt í að móta þá hefð sem er fyrir góðum árangri og góðri starfsemi sem ríkt hefur síð- ustu áratugi hjá Sunddeild UMFN. Einnig var Jón aðalmaðurinn í stofnun Sundfélagið Suðurnes sem náði afgerandi árangri í íslensku sundlífi í upphafi tíunda áratugarins. Þar að auki var Jón í stjórn Sundsambands Íslands í nokkur misseri og farnaðist það starf mjög vel. Friðrik Ólafsson Friðrik var þjálfari bæði hjá Sunddeild UMFN og Sunddeild Kefla- víkur, hann náði einstaklega góðum árangri á báðum stöðum þar sem hans fólk komst oftar í landslið en tölu verður á komið og það sama má segja um Íslandsmeistaratitla og Íslandsmet. Friðrik nam sundfræðin mest megnis upp á sitt eigið einsdæmi og með natni sinni við þjálfunina og gríðarlega góðri samvinnu við sundmenn sína náði hann að koma sundmönnum líkt Eðvarði Þór og Ragn- heiði Runólfsdóttir langt áleiðis í keppni við þá allra bestu í heim- inum. Sumir sundþjálfarar hafa að geyma þannig mann að sund- mennirnir eru tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir þá, þannig þjálfari var Friðrik. Sundfrömuðir heiðraðir Gr i n d v í k i n g a r h a f a f e n g i ð b a n d a r í s k a leikstjórnandann Jeff Boschee til liðs við sig til að styrkja hópinn í slagnum sem er framundan um úrslitasætin í Intersport-deild- inni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um gengi liðsins í vetur en þeir eru nú í 8. sæti og hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum. Boschee lék með Kansas háskólanum ásamt Nick Bradford hjá Keflavík og er þeim víst vel til vina. Hjá Kansas skap- aði Boschee sér nafn sem skæð 3ja stiga skytta og þótti öruggur á boltanum. Einar Einarsson, þjálfari Grind- víkinga, sagði leikmanninn lofa góðu miðað við það sem hafði sést til hans á æfingum. „Hann er til í næsta leik sem er á fimmtudag (í kvöld) á Sauðárkróki og við bíðum spenntir með að sjá hvað í honum býr.” Grindvíkingar eru ekki alls ókunnir leikmanna- tilfærslum því að und- anfarin tvö keppnis- tímabil hafa 10 banda- rískir leikmenn spilað með liðinu. Í fyrra hófu þeir keppnistímabilið vel með Darrel Lewis og Daniel Trammel en eftir það komu og fóru leikmenn eins og Stanley Blackmon og Tim Szatko án þess að margir tækju eftir. Jackie Rogers og „Ljónið” Anthony Q. Jones, komu inn rétt fyrir úrslitakeppnina og héldu heim eftir að Grindavík féll úr leik. Í ár hófu Grindvíkingar keppni með Lewis og Justin Miller innanborðs en eftir að Miller kvaddi klakann er liðið búið að vera í mesta basli með að finna Kana sem getur staðið fyrir sínu. Terrel Taylor hefur ekki enn náð sér á strik þrátt fyrir að hafa fengið drjúgan tíma til og herma fréttir að hann fái ekki mikinn tíma í viðbót skáni leikur hans ekki. Taron Barker sýndi ekki neitt sem réttlætti veru hans í Grindavík á þeim tíma sem hann var hér á landi og var látinn taka pokann sinn og nú eru mikla vonir bundnar við að Boschee nái að gera það sem engum bandarískum leik- manni hefur tekist síðan Darrel Lewis kom til Grindavíkur, að festa sig í sessi og lyfta liðinu á hærra plan. Kvennalið Keflavíkur hefur fengið nýjan erlendan leikmann til liðs við sig í von um að rétta úr kútnum eftir fjóra tapleiki í röð, verstu taphrinu í sögu félags- ins. Nýi liðsmaðurinn heitir Alex Stewart, en hún er 24 ára leikstjórnandi sem kemur frá hinum virta skóla Georgia Tech. Þar var hún fastamaður og hefur enginn leikið eins marga leiki fyrir liðið. Hún var hæst í liðinu í stoðsendingum á sínu síðasta ári en þykir einnig snögg með afbrigðum og er góður varnarmaður. „Ég vona að þetta sé sá leikmaður sem mun hjálpa okkur aftur á réttu brautina,” sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðsins í samtali við Víkurfréttir. Hún mun leika sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld þegar Keflvíkingar fá nágranna sína úr Njarðvík í heimsókn. Í dag fer fram púttmót á vegum Púttklúbbs Suður- nesja. Púttarar reka afar virkt starf þar sem fjöldi iðkenda tekur þátt í hverju móti. Hvert mót hefur sinn styrktaraðila og er mótið í dag styrkt af Hitaveitu Suð- urnesja. Lýkur Kanavandræðum Grindvíkinga loks? Púttmót í dag Keflavíkurstúlkur fá nýjan KanaLéku körfubolta í 12 tíma Hressir körfuboltakrakkar frá Keflavík láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og komu saman í Heiðarskóla um síðustu helgi þar sem þau léku körfubolta í 12 tíma samfleytt. Þau höfðu áður safnað áheitum hjá fyrir- tækjum og einstaklingum en þau voru að safna fyrir keppnisferðalagi til Svíþjóðar í vor. Þann 3. febrúar, voru 70 ár liðin frá því að Ungmennafé- lag Grindavíkur var stofnað. Á þessum tímamótum boð- aði Íþrótta- og tómstunda- ráð Grindavíkur til fundar í Salt fisk setr inu og kynnti, ásamt forráðamönnum knatt- spyrnudeildar UMFG, fram- tíðarsýn og heildarskipulag íþróttasvæða í Grindavík. Á fundinn mættu m.a. bæjar- stjóri Ólafur Ö. Ólafsson sem var einnig fundarstjóri, bæjar- stjórnarmenn og fulltrúar allra deilda UMFG ásamt nefnd- armönnum í Íþrótta og tóm- stundaráði. Starfsemi UMFG hefur verið í sífelldum vexti, sérstaklega undanfarin ár þar sem gott og öflugt ungmennastarf hefur skilað miklum árangri. UMFG fagnar 70 ára afmæli

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.