Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 10.02.2005, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 10. FEBRÚAR 2005 I 27 öKASSINNPÓST Öryggi þitt hefur fengið nýtt heimilisfang Umboð TM í Grindavík tekur vel á móti þér í nýju húsnæði að Víkurbraut 60 (Samkaupshúsið, þar sem Gilbert úrsmiður var áður). Við höfum opið alla virka daga kl. 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. Líttu við og fáðu tryggingarnar sérstaklega sniðnar að þínum þörfum. UMBOÐ TM Víkurbraut 60 Sími 426 8060 / 692 8060 www.tmhf.is.. . síðustu 3 árum hefur verið end- urreiknað hvað mikið fjármagn þurfi til að standa undir lífeyr- isskuldbindingum þessa hóps, sem bæjarsjóður er ábyrgur fyrir til framtíðar. Skuldbindingin þýðir 1 milljarð króna í viðbótar- framlag og hefur verið gjaldfærð beint úr bæjarsjóði nú á síðustu 3 árum. Allir vita að þetta er uppsafnaður vandi frá löngum tíma. Þetta er kostnaður utan við alla áætlanagerð. Allt hefur þetta nú verið lagt á borðið og greitt upp. Auðvitað hefur það neikvæð áhrif á rekstrarniður- stöðuna. Annað mál tengist tugmilljón króna bakábyrgðum á fyrirtæki sem nokkrir bæjar- stjórnarmenn samþykktu fyrir mörgum árum og bærinn þarf nú að greiða vegna þrota við- komandi aðila. Engar áætlanir sýndu þetta en allt er nú sett upp á borðið og hreinsað. Viðbótarútgjöld Á miðju síðasta ári ákváðum við að hraða framkvæmdum við uppbyggingu Tjarnahverfis í Innri Njarðvík vegna mun meiri eftirspurnar en við höfðum bú- ist við í upphafi árs. Í lok árs ákváðum við að gjaldfæra allar framkvæmdir við Hafnargötuna strax í stað þess að dreifa því á lengri tíma eins og upphaflega var fyrirhugað. Þekkt aðferðarfræði Sterk eignastaða okkar er for- senda þess að við getum gert hreint fyrir okkar dyrum, fjölgað íbúum og skapað eftirsóknar- vert samfélag í Reykjanesbæ. Tekjur vegna aukinna atvinnu- tækifæra og nýrra íbúa munu skila sterkari fjárhagsstöðu á næstu 5-10 árum. Nánast hið sama gerðist í Kópavogi, sem er liðlega 10 árum á undan okkur í sömu þróun. Við vonum að nú sé hið sama að sjá í Hafnar- firði, fólki að fjölga og tekjur að aukast eftir mikla fjárfestingu. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er eignastaða okkar ágæt en skatttekjur, sérstaklega út- svarstekjur á íbúa, eru mjög lágar. Það þýðir einnig að bæði þjónusta og húsnæði kostar yfirleitt minna hér. Í því eru tækifærin líka ef fjölskyldur vilja flytja hingað til að njóta hagstæðara verðs ef þjónusta og umhverfi eru við hæfi að þeirra mati. Ég finn fyrir miklum og já- kvæðum áhuga á bænum okkar en við íbúarnir erum bestu sendiherrarnir. Með skynsemi og jákvæðni getum við náð settu marki. Bestu kveðjur, Árni Sigfússon bæjarstjóri Nýjustu samræmd gögn eru úr Árbók sveitarfélaga frá 2003. Kópa- vogur og Hafnarfjörður hafa lagt í miklar fjárfestingar til að fjölga íbúum. Það hefur því haft veruleg áhrif á stöðu eigna umfram skuldir. (efri mynd) En íbúum fjölgar ört, skatttekjur aukast og því skapast svigrúm til að styrkja eignastöðuna að nýju (neðri mynd) Reykjanesbær stendur betur að vígi gangvart eignum umfram skuldir en skatttekjur eru mun lægri. Nú er beitt svipaðri aðferðarfræði hér við fjölgun íbúa. Eignir umfram skuldir á íbúa 2003- �ús. kr. 768 445 322 247 172 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 Reykjavík Akureyri Reykjanes Kópavogur Hafnarfjör�ur Skatttekjur á íbúa 2003 - í �ús. kr. 256 254 248 246 236 225 230 235 240 245 250 255 260 Hafnarfjör�ur Reykjavík Kópavogur Akureyri Reykjanes Eignir umfram skuldir á íbúa 2003- �ús. kr. 768 445 322 247 172 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 Reykjavík Akureyri Reykjanes Kópavogur Hafnarfjör�ur Skatttekjur á íbúa 2003 - í �ús. kr. 256 254 248 246 236 225 230 235 240 245 250 255 260 Hafnarfjör�ur Reykjavík Kópavogur Akureyri Reykjanes ©FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT898 2222 Þau eru á Kanarí að halda upp á fimmtugsafmælið hans. Innilega til hamingju og hafið það sem allra best. Vinir. Sofia Carleoni á afmæli í dag, hún tekur á móti syngjandi krökkum á þriðju hæðinni í dag. Gleðilegan afmælisdag elsku Sofía. Staffínó. Nú fer að síga á seinni hlutann hjá þessari dömu. Hún á afmæli 7. febrúar og heitasta óskin er að láta gamlan draum rætast og eignast nokkrar hænur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.