Víkurfréttir - 17.11.2005, Side 11
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 17. NÓVEMBER 2005 I 11
VÍKURFRÉTTIR VOGAR
Steyp an, nýtt hús næði fyrir ungar og upprenn-andi hljómsveitir í Reykja-
nesbæ, var formlega tekinn í
gagnið í vikunni. Hljómsveita-
húsnæði hefur lengi verið af
skornum skammti í Reykja-
nesbæ, en Sparisjóðurinn í
Keflavík brást vel við óskum 88
Hússins um að fá að nota hús-
næðið við gömlu steypustöð-
ina að Fitjum. Þar eru nú tvö
herbergi fyrir hljómsveitir.
Síðustu vikur hafa meðlimir
hljómsveitanna Ritz og Gun Shy
unnið að því að koma húsnæð-
inu í stand og var ekki annað að
sjá en að þeim hafi tekist vel til.
Við athöfnina í gær afhenti Árni
Sigfússon, bæjarstjóri, hljóm-
sveitarmeðlimum forláta grip
sem nemendur á starfsbraut í
FS gerðu af þessu tilefni.
Að lokinni athöfn tóku hljóm-
sveitirnar lagið saman fyrir gesti
og loks var boðið upp á kaffi og
kleinur.
Í samtali við Víkurfréttir sögðu
meðlimir hljómsveitanna, sem
eru á aldrinum 16-17 ára, að
mikill munur væri á að vera
með aðstöðu í Steypunni og að
vera í heimahúsi eins og þeir
hafa verið hingað til. „Það var
alltaf verið að kvarta yfir hávaða
og svoleiðis, en hér erum við
útaf fyrir okkur. Aðstaðan hérna
er flott og við erum með ísskáp
og samlokugrill. Það er toppur-
inn.” sögðu þessir hressu hljóm-
sveitarstrákar og hlógu.
Hafþór Barði Birgisson, for-
stöðumaður 88 Hússins, sagði
að alltaf væri þörf á æfingahús-
næði og vill hann benda þeim
sem hafa slíkt húsnæði á lausu á
að hafa samband.
Gamla steypustöðin á Fitjum fær nýtt hlutverk:
Ný og glæsileg aðstaða fyrir hljómsveitir
Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri ásamt
fulltrúum drengjanna sem leika í húsinu.
Bjarni, söngvari Ritz, í nettri sveiflu.