Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Side 24

Víkurfréttir - 09.01.2014, Side 24
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR24 Leikur - söngur - tjáning - gleði - gaman Kennt er á miðvikudögum í samtals 8 vikur. Byrjendur: Miðvikud. kl. 14.00 Framhaldsnemendur: Miðvikud. kl. 15.30 Ath. takmarkaður fjöldi. Nemendur fara í einn hljóðverstíma og fá disk með eigin lagi í lok námskeiðsins. Nánari upplýsingar í síma 8691006 og gudnykri@simnet.is Skráning á www.gargandisnilld.is Ný námskeið hefjast miðvikudaginn 15. janúar Kennt er í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17 Byrjenda- og framhaldshópar Sjálfsbjörg á Suðurnesjum af-henti Kvennasveitinni Dag- björgu Span hellur ásamt hjóla- borði að gjöf milli jóla og nýárs. Gjöfin kom sér vel á fjölskyldu- kvöldi Björgunarsveitarinnar Suðurnes þegar rafmagnið fór af hluta hússins þegar verið var að útbúa kakó fyrir gesti. Þá var hægt að rúlla borðinu í annan hluta hússins og halda áfram með kakógerðina. Hellurnar komu sér líka vel á milli jóla og nýárs þegar Björgunar- sveitin stóð í ströngu við flugelda- sölu sem er aðal tekjulind félags- ins. Þá létti Kvennasveitin Dagbjörg undir og sá um að elda mat handa félagsmönnum. Einnig var hugsað til þess að borðið komi sér vel ef aðstæður krefjast þess að sveitin fari á vettvang þar sem eldunar er krafist. Þá er hægt að tengja helluborðið við færanlega rafstöð. Kvennasveitin Dagbjörg þakkar Sjálfsbjörgu á Suðurnesjum kær- lega fyrir gjöfina og viðurkenningu á því mikilvæga starfi sveitarinnar sem gjöfin felur í sér. Á myndinni eru þær Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir formaður Dag- bjargar, Hafdís Hilmarsdóttir for- maður Sjálfsbjargar á Suðurnesjum, Villa Pálsdóttir gjaldkeri Sjálfs- bjargar á Suðurnesjum og Ásta Gunnarsdóttir, gjaldkeri Dagbjargar. Gáfu kvennasveitinni Dagbjörgu Span hellur Markaðssetning á netinu Markaðsstofa Reykjaness stendur fyrir námskeiði í samstar við Kapal Markaðsráðgjöf, í Eldey frumkvöðlasetri miðvikudaginn 22. janúar kl. 10:00 – 16:00. Fjallað verður um það helsta er snýr að markaðssetningu á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila. Meðal efnis: » Árangursrík uppbygging vefsíðna » Grunnatriði leitarvélabestunar » Hvernig á að skrifa fyrir netið » Auglýsingaker Google » Helstu nýjungar í samfélagsmiðlum Tvær síður verða teknar fyrir í svokallaðri „site-clinic“ en sú leið getur nýst vel öllum þátttakendum á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 20.000 kr fyrir samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Reykjaness, 35.000 kr fyrir aðra. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 14. Skráning á heklan.is fyrir 17. janúar. Frekari upplýsingar veitir Þuríður Halldóra Aradóttir verkefnastjóri, thura@heklan.is. SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.