Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 26
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR26 Máttu r s k á l d -s k a p a r i n s getur verið mikill. Og gaman er að sjá enn og aftur stað- fe s t i ng u þ e s s a ð þegar skáldum tekst vel upp fara lesendur stundum að trúa skáldskapnum og telja hann sannan. Ég heyri að þannig eru sumir sveitungar mínir í Keflavík að lesa nýja skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur. Ekki sem skáld- sögu heldur sem nýtt bindi Sögu Keflavíkur. Reyndar heyri ég líka að sumir hafi ekki lesið bókina en haldi því samt fram að þarna sé fjallað um veru- leikann og á slíkan hátt að þeim líki myndin ekki. Það er furðulegt en jafnframt hlægilegt að heyra. Og sýnir líka hvað máttur skáldskaparins getur verið mikill. Jón Kalman er án efa orðinn einn okkar stóru höfunda – það þarf ekki að taka orð íslenskra gagnrýnenda fyrir því, nógu margir erlendir hafa haldið því fram á síðustu árum. Og hann mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Brasilíu í sumar, honum tókst það sem knattspyrnulandsliðinu tókst ekki; samið hefur verið um útgáfu á svokölluðum „Vestfjarðaþríleik“ hans þar í landi. Verk Jóns eru gefin út víða um lönd, á fjölda tungumála. Hann hefur skrifað þrjár ljóðabækur og nú tíu skáldsögur; sumar þeirra gerast í Dölunum, aðrar á Vestfjörðum, en höfundurinn eyddi unglingsárunum í Keflavík og ég hef beðið spenntur eftir að hann tækist á við þann heim í sögu. Að hann skapaði goðsagna- kenndan heim í kringum heimabæ okkar, eins og honum tókst að gera með Búðardal í Sumarljós og svo kemur nóttin. Goðsagnir í sögum rétt eins og tónlistarmenn okkar hafa gert í tónum og textum undanfarna ára- tugi. Goðsagnaheim úr æskulandinu eins og Guðbergur Bergsson gerði með Grindavík í „Tangasögunum“, Þórbergur Þórðarson með Suðursveit í uppvaxtarþríleik sínum og Halldór Laxness með Mosfellsdal í Innan- sveitarkróniku. Loksins varð af því að Jón Kalman fór að takast á við Kefla- vík á slíkan hátt – reyndar einnig með Norðfjörð um leið – og þessum lesanda, sem þekkir höfundarverk hans býsna vel, finnst hafa tekist svo vel til að þetta sé hans besta skáldverk til þessa – og er við býsna góð verk að keppa. Við Keflvíkingar hljótum að fagna því að sjá slíkan heim lifna, innan ramma sem við þekkjum að einhverju leyti, þótt hann gæti aldrei lifað nema sem listræn og skálduð heild. Höfundurinn hefur látið hafa eftir sér að sagan sé um tuttugu prósent veruleiki, hitt sé skáldskapur. Ætli það séu ekki nokkuð algeng hlutföll í sögum þar sem byggt er á raun- verulegum heimi. En Jón Kalman byrjar líka strax í upphafi frásagnar að vinna gegn þeirri upplifun að um sé að ræða einhverja sagnfræði eða sannleika; þess vegna kallast Vogar Stapaþorpið, þar sem sögupersónan Ari ekur Reykjanesbrautina í upp- hafi bókar, og stóra skiltið með nafni Reykjanesbæjar er orðið blikkandi ljósaskilti. Jökullinn er líka kominn í vesturátt – „heimum má alltaf breyta“ sagði annar snjall rithöfundur um list skáldskaparins og það er einmitt það sem Jón Kalman gerir. Sem sögusvið notar hann Keflavík uppvaxtarára okkar – með varnarliði og frysti- húsum, og Keflavík dagsins í dag – með flughóteli og ferðamönnum, til að skapa sinn leiftrandi frjóa, áhugaverða og dramatíska söguheim, kringum örlagasögu einstaklinganna sem eiga í hlut. Hann hreytir þessum heimi á sinn hátt, eins og sagan krefst, en vitaskuld er þetta engin fegurðar- samkeppni sveitarfélaga; höfundur rifjar upp hin stórfurðulegu orð fyrsta forseta lýðveldisins árið 1944, að það gleddi hann að vera „kominn á svartasta stað landsins“. En eins hefur það glatt þennan lesanda að upplifa þessa heillandi Keflavík höf- undarins á síðum bókarinnar, og hún er svo sannarlega ekki svört. Hinn aldni höfðingi Ólafur Björns- son ritaði pistil um bók Jóns Kal- mans í Víkufréttir á dögunum og var ekki jafn hrifinn og ég. Skemmtilegt var að sjá að hann virtist hafa hlýtt á upplestur á sögunni sem lestur á sagnfræðiriti, misheppnuðu að hans mati, og vitaskuld á hver og einn að upplifa listina á sinn hátt. Þó var sérkennilegt að sjá talað um aðal- persónuna, Ara, sem Jón Kalman – eins og persóna og höfundur séu einn og sami maður, en gott að sjá staðfestingu á því að höfundinum hefur tekist að skapa óræðan heim sem hver og einn lesandi getur stigið inn í á sinn hátt. Ólafur var sann- færður um að lýsingar á ákveðnu frystihúsi ættu við Litlu Milljón svo- kallaða – en ég sé alltaf Stóru Milljón fyrir mér! Varðandi ákveðin atriði þar sem dátar af vellinum sækja mat- væli í frystigeymslu telur Ólafur átt við geymslu sem Hraðfrystistöðin byggði, en ég sá aftur fyrir mér frysti- geymsluna í Stóru Milljón sem her- inn leigði einmitt um tíma og var iðulega einhverju úr henni gaukað að starfsfólki þegar vörur voru sóttar. Þannig raðar hver lesandi heiminum saman í höfði sér um leið og hann heyrir eða les, hver með sínum hætti. Og ef lesið er með opnum huga sé ég ekki hvernig á að vera hægt að hrífast ekki – mikið hlakka ég til að lesa seinni hluta verksins. „Nú fyrst skil ég Keflavík. Hún er í raun eins og hver annar bær á land- inu,“ sagði Bubbi Morthens hrifinn við mig á dögunum, eftir að hann hafði lesið Fiskarnir hafa enga fætur í annað sinn. Ég held hann hafi lesið hana einu sinni enn síðan. Þetta er þannig bók. Mjög góð bók sem við Keflvíkingar getum glaðst yfir að eiga svolítið í. Einar Falur Ingólfsson Við upphaf nýs árs horfum við fram á veginn og veltum fyrir okkur hvað árið muni bera í skauti sér og leggjum á ráðin um hvernig við best náum mark- miðum okkar. Þá er gott að líta um öxl og nýta reynslu fyrri ára til að gera enn betur á því nýja. Í stjórnmálunum urðu skörp kafla- skil með kosningunum síðastliðið vor. Í stað vinstristjórnar, sem forðaði landinu frá gjaldþroti og endurreisti samfélagið við fordæmalausar að- stæður í kjölfar efnahagshruns, kom hægristjórn. Með aðgerðum vinstri- stjórnarinnar var jöfnuður í land- inu aukinn og margt fært til betri og sanngjarnari vegar en aðgerðir hægristjórnarinnar hafa miðað að því að auka ójöfnuð og færa fjármuni til þeirra sem nóg hafa fyrir frá þeim sem ekki eru aflögufærir. Vinstristjórnin náði ekki að gera allt sem nauðsynlegt var að gera við þessar aðstæður á aðeins fjórum árum en lagði grunn að mörgu sem unnt hefði verið að byggja á. Hægri- stjórnin hefur nú afturkallað margt það besta úr áætlunum sem fyrri ríkisstjórn gerði til lengri tíma. Þar á meðal eru mál er varða atvinnu- stefnu, byggðastefnu, stefnu í utan- ríkismálum og náttúruvernd. Allt eru þetta málaflokkar sem brenna á öllum landsmönnum og ekki síst á okkur í Suðurkjördæmi. Hægristjórnin lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að skera niður styrki við nýsköpunarverkefni og skapandi greinar. Þar eru þó helstu vaxtasprotar atvinnulífsins og tengjast fjölbreyttum atvinnutæki- færum og óhefðbundnum leiðum til að efla byggðalög sem hafa verið í lægð. Okkar mikilvægasta atvinnu- grein, sjávarútvegurinn, er háð nátt- úrulegum takmörkunum. Það er stóriðjan einnig og reyndar ferða- þjónustan líka. Allt eru þetta greinar sem lifa á auðlindum þjóðarinnar. Þær takmarkanir há hins vegar ekki nýsköpunargreinum sem geta, m.a. byggt á afurðum frá fiskverkun. Þá starfsemi eigum við að styrkja í sjávarbyggðum og aðra nýsköpun, hugvit og skapandi greinar um allt land og hlúa að sprotum sem geta vaxið og gefið af sér arð þó síðar verði. Aukinn jöfnuður Stjórnarandstöðunni tókst með bar- áttu sinni í tímahraki stjórnarmeiri- hlutans fyrir jól, að fá aukið fjármagn til nýsköpunar, skapandi greina og til að halda áfram vinnu með brot- hættar byggðir. Einnig tókst okkur að tryggja greiðslu desemberuppbótar fyrir atvinnulausa, afnám sjúklinga- gjalds og færa efra viðmið lægsta skattþreps ofar. Þannig tókst okkur að bæta fjárlagafrumvarpið en það er eftir sem áður langt frá því að sam- ræmast stefnu jafnaðarmanna. Ég hef verið hugsi yfir því sem ein ágæt kunningakona mín sagði þegar ég var að gleðjast yfir þeim árangri sem stjórnarandstaðan náði fyrir jól og hvað sá árangur skipti marga máli. Hún sagði: „Já, þið létuð stefnu ríkisstjórnarinnar líta betur út. Þið gerðuð ásýnd hennar mildari og hafið sennilega lengt líf hennar líka og það hefur slæm áhrif á líf margra til lengri tíma litið.“ Þetta er umhugsunarefni en samt held ég að við hefðum alltaf barist gegn eyðileggjandi áformum hægristjórnarinnar vegna þess að við vitum hversu margir hefðu annars liðið fyrir þá stefnu. Í þessari lotu hefðu það verið atvinnulausir, þeir sem eru svo veikir að þeir þurfa sjúkrahússvist, fólk með lág laun, ungir vísindamenn, frumkvöðlar á ýmsum sviðum og brothættar byggðir með erfið búsetuskilyrði. Það er von mín að á nýju ári verði fleiri til að leggja hönd á plóg til að auka jöfnuð í okkar annars ágæta samfélagi og til að auka fjölbreytni í atvinnulífi með stuðningi við ungt fólk, nýsköpun og skapandi greinar. Með því búum við til enn betra sam- félag fyrir alla. Með kærum nýárskveðjum, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands Niðurstaða nýj-ustu PISA rann- sóknar hefur verið mikið áfall fyrir þá sem starfa að mennt- unarmálum barna og unglinga, sem og alla þá sem láta sig málið varða. Lesskilningi hefur hrakað, sérstaklega meðal ungra drengja, og stærðfræði- og náttúrufræðilæsi að sama skapi. Rannsóknin metur hversu vel nemendur við grunn- skólalok hafi tileinkað sér þá þekk- ingu og hæfni sem þeir þurfa á að halda í nútíma samfélagi. Tíu ár hafa liðið milli fyrstu könn- unar árið 2002 og þeirrar nýjustu, sem framkvæmd var árið 2012. Þró- unin hefur verið niður á við frá upp- hafi, þó niðurstöður ársins 2009 hafi gefið von um að nú væri þróunin að snúast við og vel má spyrja hvaða góðu hlutir gerðust árið 2009 sem gáfu þessa von? Skellurinn varð hins vegar nokkur í byrjun desember sl. þegar líta mátti nýjustu niðurstöður augum: Niðurstöður PISA rannsóknar meðal íslenskra nemenda 2002 – 2012. Starfsfólk bókasafna þekkir vel mikilvægi þess að halda bókum að börnum til þjálfunar lesskilningi, sem er undirstaða allrar námsgetu. Á Bókasafni Reykjanesbæjar hefur ekki síður verið minnt á þá staðreynd að bækur verði að vera sýnilegar á heim- ilum til þess að börn geti valið að grípa í bók og lesa. Hér er mikilvægt að foreldrum sé þessi staðreynd ljós og sjái til þess að bækur séu á heim- ilum til að handfjatla, ekki bara fyrir börnin, heldur líka fyrir þá. Foreldrar og aðrir uppalendur eru mikilvægar fyrirmyndir í öllu uppeldi barnanna, einnig varðandi lestrarvenjur. Þor- grímur Þráinsson rithöfundur velti því upp í nýlegri grein í Morgun- blaðinu að hugsanlega væru foreldrar „mesta vandamálið, höldum bókum allt of lítið að börnunum.“ Almenningsbókasöfn eru byggð á þeirri hugmyndafræði að fólk eigi saman og skiptist á að nota. Þann- ig hefur það verið frá fyrstu tíð, allt aftur til starfa lestrarfélaganna, sem voru undanfarar almenningsbóka- safna. Á Bókasafni Reykjanesbæjar hefur lengi verið lögð áhersla á að laða yngstu kynslóðirnar að safninu. Það er gert með því að bjóða börnum til lestrarstunda, kynna börnum bækur, m.a. með höfundakynn- ingum og höfundaheimsóknum, hafa rúman opnunartíma og bjóða öllum börnum til 18 ára aldurs ókeypis bókasafnskort. Það þýðir að barnið getur fengið að láni allar þær bækur sem því lystir að lesa því að kostn- aðarlausu, svo framarlega sem út- lánatími er virtur. Með því að hafa bókasafnsbækur við höndina er alltaf hægt að velja lestur. Lestrargrunninn er svo gott að byggja upp með því að lesa fyrir barnið alveg frá fæðingu og halda áfram að lesa þótt barnið sé orðið læst. Slíkar lestrarstundir gefa færi á að ræða orð sem eru tor- skilin, leika sér með merkingu orða, finna samheiti og rýma, svo nokkuð sé nefnt. Markmiðið fyrir niðurstöður PISA rannsóknar árið 2015 hlýtur að vera það að sjá appelsínugulu, bláu og grænu línurnar rísa upp að nýju. Börn á leikskólanum Tjarnarseli kvöddu Huldu Björk Þorkelsdóttur, fráfarandi forstöðumann Bókasafns Reykjanesbæjar í nóvemberlok og þökkuðu henni sérstaklega fyrir að hafa stuðlað að barnvænu bókasafni. Drengir hafa komið verr út úr PISA rannsókninni en stúlkur. Þessir drengir úr Heiðarskóla áttu ekki í neinum vanda með að skemmta sér yfir lestri um knattspyrnuhetjur heims í heimsókn á safnið nýverið. Svanhildur Eiríksdóttir Höfundur er verkefnastjóri á Bókasafni Reykjanes- bæjar og hjá Reykjanesbæ. -póstkassinn pósturu vf@vf.is n Svanhildur Eiríksdóttir skrifar: Aðgangur að bókum ekki vandamál n Oddný G. Harðardóttir alþingismaður skrifar: Hvað boðar nýárs blessuð sól? n Einar Falur Ingólfsson skrifar: Mikill er máttur skáldskaparins

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.